Morgunblaðið - 13.01.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.01.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÚTREIÐAR eru vinsælt áhugamál og þeir kunna efalítið vel að meta það hestamennirnir að hafa aðgang að 800 reiðslóða gagnasafni á vef Jón- asar Kristjánssonar sem aukið hefur verið og endurbætt. Kannski slóðin við Rauðavatn, sem hér er þeyst eftir, leynist í safninu. Á FÁKUM FRÁUM FRAM UM VEG Morgunblaðið/Heiddi EKKERT opinbert eldvarnareftirlit fer fram í íbúðarhúsum eftir að þau hafa verið tekin í notkun. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að það sé í samræmi við reglur í ná- grannalöndunum og byggist á virð- ingu fyrir friðhelgi einkalífs fólks. Lögreglan rannsakar upptök elds sem kom upp um nótt í gömlu húsi við Hverfisgötu í síðustu viku. Þar var fimm íbúum bjargað en maður á þrítugsaldri lést af völdum brunans. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá ljósi á baðherbergi á fyrstu hæð og farið skjótt innan þilja upp á þriðju hæð þar sem mesti eldurinn varð. Sá sem lést bjó á efstu hæðinni. Björn Karlsson segir um helming eldsvoða í íbúðarhúsum stafa af raf- magni eða rangri notkun raftækja. Þar kemur eldavélin mest við sögu. Fram kom í fréttum Útvarps í gær að enginn reykskynjari var í húsinu við Hverfisgötu. Björn segir mikil- vægt að vera með reykskynjara í lagi í öllum íbúðum og gæta þess að skipta reglulega um rafhlöðu. „Það er ódýrt öryggistæki en ákaflega virkt,“ segir Björn. Hann segir að alltaf geti kviknað í út frá rafmagni. Því sé vissara fyrir eigendur gamalla húsa þar sem eldri rafmagnstöflur eru í notkun, og íbúa, að láta löggilta rafverktaka fara reglulega yfir töflurnar. helgi@mbl.is Ekkert eldvarnareftirlit í gömlum íbúðarhúsum Morgunblaðið/Júlíus Eldur Maður lést í eldsvoða við Hverfisgötu í síðustu viku. Eldavél algengasti orsakavaldurinn LJÓST er að væntanleg lög um persónukjör munu ekki verða afgreidd í tæka tíð fyrir sveitar- stjórnarkosning- arnar í maí, að sögn Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur, for- manns alls- herjarnefndar Alþingis. Málið verður að vísu tekið upp á ný þeg- ar þing kemur saman en sveit- arfélögin þurfa lengri undirbún- ingstíma en svo að hægt verði að notast við lögin í næstu kosn- ingum, jafnvel þótt þau verði sam- þykkt á þinginu. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi í umsögn sinni um frum- varpið upp kosti við frumvarpið um persónukjör og einnig ýmsa ókosti, m.a. að jafnræði kynjanna yrði ekki tryggt og hætta yrði á innbyrðis átökum innan framboðs- lista í aðdraganda kosninga. Fram kom að sú hugmynd nyti töluverðs stuðnings að að þessu sinni yrði aðeins kveðið á um heimild til að viðhafa persónukjör fremur en að skylda sveitarfélög til þess. Með því móti mætti gera tilraun með persónukjör í nokkr- um sveitarfélögum við næstu sveitarstjórnarkosningar og meta í framhaldinu hvort ástæða væri til að lögfesta slíkt fyrirkomulag við sveitarstjórnar- og alþingiskosn- ingar. kjon@mbl.is Persónu- kjör ekki notað í vor Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sveitarfélög myndu þurfa meiri tíma EKKI verður efnt til almennra kosninga um nýjan prest við Sel- fosskirkju. Frestur til að óska eftir kosningum leið án þess að óskað væri eftir þeim. Væntanlegar um- sóknir fara því fyrir valnefnd. Um 1.800 sóknarbörn á Selfossi óskuðu eftir að efnt yrði til al- mennra kosninga um ráðningu sóknarprests í nýju Selfosspresta- kalli sem varð til undir lok síðasta árs eftir ákvörðun kirkjuþings um sameiningu Hraungerðis- og Sel- fossprestakalla. Kirkjan svaraði því til að samkvæmt starfsreglum henn- ar héldi starfandi sóknarprestur í prestakallinu starfinu. Í þessu til- felli Kristinn Ág. Friðfinnsson sem var sóknarprestur í gamla Hraun- gerðisprestakalli. Sóknarprestur- inn á Selfossi hefur verið þar í afleysingum. Biskup Íslands ákvað í staðinn að auglýsa eftir presti til starfa í Sel- fossprestakalli „með sérstakar skyldur við Selfosskirkju“, eins og það var orðað í auglýsingu. Emb- ættið var auglýst fyrir jól og höfðu sóknarbörn hálfan mánuð til að óska eftir kosningum frá því auglýs- ing var birt. Sá frestur er nú liðinn. Umsóknarfrestur um embættið rennur út 25. janúar nk. Kosin hefur verið níu manna valnefnd undir for- ystu prófasts sem mun reyna að ná samstöðu um ráðningu prests. Ekki efnt til prests- kosningar á Selfossi Engar óskir bárust um kosningu Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is VONAST er til þess að unnt verði að taka bráðabirgðafangelsi í Bitru íHraungerðishreppi í gagnið í síðari hluta febrúarmánaðar, gangi allt eft- ir, en það er nú til skoðunar í að- alskipulagsbreytingu. Íslensk fangelsi hafa fyrir löngu sprengt utan af sér og mun bráða- birgðalausnin í Bitru slá á brýnustu þörfina en gert er ráð fyrir að þar muni bætast við um 20 klefar í opnu fangelsi, svipuðu Kvíabryggju. Helmingur á lögreglustöðvum „Það eina sem dregur þetta núna er aðalskipulagsbreytingin, þegar því ferli lýkur getum við farið að und- irbúa okkur,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri. Þessu úr- ræði sé tekið fagnandi, það leysi sannarlega til bráðabirgða þann vanda sem snýr að afplánun- arplássum en hins vegar standi eftir brýn þörf fyr- ir fleiri gæsluvarðhaldspláss. Allt að helmingur gæsluvarðhalds- fanga, eða á bilinu fimm til átta fang- ar að jafnaði, hefur undanfarið verið hýstur í klefum á lögreglustöðvum þar sem ekki eru nógu mörg ein- angrunarpláss til. „Þetta er í raun hefðbundið ástand hvað þetta varð- ar, en það sem er óvenjulegt er hátt hlutfall útlendinga í gæsluvarðhaldi. Um það bil 70% þeirra sem úrskurð- aðir eru í gæsluvarðhald eru útlend- ingar.“ Til samanburðar bendir Páll á að af dæmdum föngum í landinu séu út- lendingar um 26%. Gæsluvarðhald gefi hins vegar innsýn í framtíðina og gefur þetta því til kynna að hlutfall erlendra fanga muni fara hækkandi. Erlendu fangarnir sitja inni fyrir allar mögulegar gerðir af brotum að sögn Páls, s.s. fíkniefnabrot og man- sal, ofbeldisbrot o.fl. Um áramótin rann starfsleyfi Hegningarhússins við Skólavörðu- stíg út og hefur enn einu sinni verið óskað eftir starfsleyfi á undanþágu. „Við vonumst til að það komi jákvætt út, en þetta fangelsi er ekki hægt að nota í hið óendanlega. Þetta eru bráðabirgðalausnir á vanda sem þarf að leysa til framtíðar.“ Fangelsið opnað í febrúar  Vonast er til að um 20 fangaklefar verði teknir í notkun í Bitru í næsta mánuði  Bráðabirgðalausn á vanda sem þarf að leysa til framtíðar  Pláss ekki fyrir hendi » Fangelsi og gæsluvarðhaldsklefar eru yfirfull » Um 70% gæsluvarðhaldsfanga eru útlendingar » Bitra hefur áður verið nýtt sem opið fangelsi Páll Winkel MAÐURINN sem lést af slysför- um þegar hann féll útbyrðis af báti í Noregi í fyrradag hét Hálf- dán Björn Guðmundsson. Hann var 61 árs að aldri, fæddur 4. ágúst 1948. Hálfdán var íslenskur ríkisborg- ari en með lögheimili í Noregi. Hann var einn þriggja skipverja á bátnum Martin Senior, sem var á leið til hafnar eftir veiðiferð. Björgunarþyrla fann Hálfdán í sjónum um hálftíma eftir að til- kynnt var um slysið. Hann var úr- skurðaður látinn þegar komið var í land. Drukknaði í Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.