Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 10

Morgunblaðið - 13.01.2010, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Össur Skarphéðinsson utanrík-isráðherra telur að nú hafi Ís- lendingar aðeins örfáa daga til að leita á ný samninga við Breta og Hollendinga. Ráðherrann er ör- væntingarfullur og telur að nú hafi ef til vill um örskamma hríð opn- ast örmjó rifa á örlitlum glugga.     Hefur nokkurheyrt þenn- an söng áður? Kannast nokkur við að hafa heyrt það áður að við séum alveg að falla á tíma í Ice- save-málinu? Að nú blasi hyldýpið við ef við leggj- um ekki þegar niður vopn.     Eftir ítrekaða lokafresti allt síð-asta ár voru nýliðin áramót hinn mikli lokafrestur. Þess vegna varð þingið að hamast á milli jóla og nýárs og þingforseti ákvað að loka á allar frekari upplýsingar um málið, enda gætu þær frestað því fram yfir frestinn mikla.     Svo liðu áramótin án þess aðnokkuð gerðist og sama er að segja um fyrstu daga ársins. Heimsendir lætur enn á sér standa.     Hvernig væri að taka nú góðantíma og hugsa málið upp á nýtt? Eitt sem mælir til að mynda mjög með því að bíða er að kosn- ingar eru framundan bæði í Bret- landi og Hollandi.     Ástæða er til að ætla að nú,skömmu fyrir kosningar, séu stjórnmálamenn í þessum löndum lítið sveigjanlegir í viðræðum af þessu tagi. Eftir kosningar má ætla að viðhorfið geti verið tölu- vert breytt og þá muni jafnvel nú- verandi stjórnvöld hér á landi treysta sér til að útskýra fyrir þeim málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson Engin ástæða til að örvænta Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 3 heiðskírt Lúxemborg -2 þoka Algarve 14 skúrir Bolungarvík -2 heiðskírt Brussel 0 skýjað Madríd 1 súld Akureyri -5 heiðskírt Dublin 3 skúrir Barcelona 9 léttskýjað Egilsstaðir 1 slydda Glasgow 3 skýjað Mallorca 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað London 1 skýjað Róm 8 léttskýjað Nuuk 0 skýjað París 0 skýjað Aþena 12 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Amsterdam -2 heiðskírt Winnipeg -9 alskýjað Ósló -10 heiðskírt Hamborg -3 skýjað Montreal -9 snjókoma Kaupmannahöfn 0 snjókoma Berlín -3 þoka New York -1 skýjað Stokkhólmur -8 þoka Vín -3 þoka Chicago -3 alskýjað Helsinki -3 þoka Moskva -14 heiðskírt Orlando 9 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 13. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.37 0,1 7.51 4,5 14.12 0,1 20.18 4,0 10:59 16:14 ÍSAFJÖRÐUR 3.43 0,1 9.44 2,4 16.22 0,0 22.17 2,0 11:33 15:51 SIGLUFJÖRÐUR 0.12 1,2 5.53 0,1 12.14 1,4 18.37 -0,1 11:17 15:33 DJÚPIVOGUR 5.06 2,3 11.22 0,2 17.17 1,9 23.27 -0,1 10:36 15:37 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning S- og SA-lands, en annars skýj- að með köflum og þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, en kring- um frostmark fyrir norðan. Á föstudag Suðaustan 5-10 m/s og rign- ing, en lengst af þurrt á N- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á laugardag Útlit fyrir stífa suðaustlæga átt með rigningu í flestum lands- hlutum, mest úrkoma suðaust- anlands. Hiti víða 3 til 9 stig. Á sunnudag og mánudag Suðlægar áttir og úrkomusamt, en þurrt að mestu á NA-landi. Kólnar heldur í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir smám saman, suð- austan 10-18 síðdegis, hvassast með suðvesturströndinni og bætir í úrkomu. Hiti 0 til 5 stig S-lands og við A-ströndina, en um eða undir frostmarki ann- ars staðar. ÞRETTÁN bjóða sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar sem fer fram laugardaginn 13. febrúar nk. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæj- arfulltrúi eru í þeirra hópi. Frambjóðendur eru: Anna Guðný Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi og háskólanemi, Björn Ingimars- son hagfræðingur, Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símennt- unarstjóri og bæjarfulltrúi, Huld S. Ringsted verslunarrekandi, Kolbrún Sigurgeirsdóttir grunn- skólakennari, Kristinn Frímann Árnason bústjóri, Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og viðskiptafræðingur, Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir, Ragn- ar Sigurðsson, laganemi og for- maður Félags stúdenta við Há- skólann á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, Sig- urður Guðmundsson versl- unarmaður, Svavar Hannesson vátryggingaráðgjafi og Unnsteinn Jónsson verksmiðju- stjóri. Þrettán gefa kost á sér á Akureyri „ÞAU voru með mjög málefnaleg rök sem mér finnst eðlilegt að taka tillit til og skoða,“ segir Ás- gerður Halldórs- dóttir, bæj- arstjóri Seltjarnarness, en hún átti í fyrrakvöld fund með formönnum foreldrafélaga í leikskólum bæjarfélagsins. Töluverð óánægja hefur ríkt með hækkanir á gjaldskrá bæjarins hvað viðkemur dagvistar- og leikskóla- gjöldum. Ásgerður hefur nú óskað eftir tækifæri til að kynna sjónarmið foreldrafélaganna fyrir bæj- arfulltrúum áður en hún fundar aft- ur með foreldrum. Hún segir ekki útilokað að breytingar verði gerðar í ljósi athugasemdanna, en hins vegar sé svigrúm til hækkunar á gjald- skrá. „Við stóðum frammi fyrir því núna við fjárhagsáætlanagerð fyrir 2010 að ná endum saman. Það var búið að taka hér ákvörðun um að við ætluðum ekki að hækka útsvar og við höfum ekki hækkað gjaldskrá síðan 2002.“ Gjaldskráin á leik- skólum Seltjarnarness hækkaði um 7,5% en fæðiskostnaður var hækk- aður meira til að standa undir að- fangakaupum, að sögn Ásgerðar. „Systkinaafsláttur var færður aftur til ársins 2006 og formenn foreldra- félaganna bentu á að það kæmi nið- ur á barnafjölskyldum og mér finnst eðlilegt að það sé skoðað. Þess vegna munum við hitta þau aftur á fimmtudag.“ una@mbl.is Athugasemdir for- eldra til skoðunar Ásgerður Halldórsdóttir www.noatun.is LAXAFLÖK BEINHREINSUÐ KR./KG 1498 Nóatún ferskir í fiski 1798 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.