Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Útsalan hefst í dag kl. 10 Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA Frá náttúrunnar hendi kem-ur koffín meðal annarsfyrir í kaffi, tei og kakói.Koffín er einnig notað sem bragðefni og m.a. sett í dökka kóladrykki, jafnt sykraða og syk- urlausa, auk orkudrykkja. Á undanförnum árum hefur úrval drykkja sem innihalda koffín aukist umtalsvert í matvöruverslunum. Aðallega er um er að ræða orku- drykki og svokölluð orkuskot, sem innihalda mikið magn koffíns (> 150 mg/l), auk annarra örvandi efna s.s. ginsengs og guarana. Flestir orkudrykkir innihalda að auki jafn- mikið eða meira af viðbættum sykri og gosdrykkir sem getur stuðlað að ofþyngd og offitu. Auk þess sem sykurinn skemmir tennurnar. Koffín er vanabindandi efni og börn og unglingar sérstaklega við- kvæm fyrir áhrifum þess. Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjart- slætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefn- leysi, hjartsláttartruflunum og kvíða. Einstaklingsbundið er hve- nær of mikið magn koffíns fer að valda neikvæðum áhrifum. Börn og unglingar Hámark daglegrar koffínneyslu fyrir börn og unglinga er sett við 2,5 mg fyrir hvert kíló líkams- þyngdar sem þýðir að barn sem vegur 20 kíló ætti ekki að neyta meira en 50 mg af koffíni á dag. Til samanburðar er gott að vita að hálf- ur lítri af kóladrykk gefur um 65 mg af koffíni. Ekki ætti að nota orkudrykki til að slökkva þorsta eft- ir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur. Það getur aukið vökvatap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvagmyndun. Einnig getur neysla á orkudrykkj- um samhliða hreyfingu valdið hjart- sláttartruflunum. Innihaldi drykkur koffín kemur það fram í innihaldslýsingu. Ef koff- ínmagn fer yfir 150 mg/l er hann merktur á eftirfarandi hátt „inni- heldur mikið af koffíni“ (á ensku: „High caffeine content). Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga fylgist vel með því að þau neyti ekki orkuskota og koffínríkra orkudrykkja og börn yf- irhöfuð ekki orkudrykkja. Drykk- irnir henta þeim ekki.  Blandið ekki orkudrykk saman við áfengi þar sem dæmi eru um að einstaklingar hafi fengið miklar hjartsláttartruflanir við slíkar að- stæður. Hollráð um heilsuna Mikilvægt að fylgjast vel með koffínneyslu barna og unglinga Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verkefnis- stjórar næringar, Lýðheilsustöð. Koffínneysla Hámarksneysla koffíns á dag fyrir mismunandi hópa: Fullorðnir 400mg koffín Barnshafandi konur 200 mg koffín Börn og unglingar 2,5 mg koffín/kg* *Dæmi: Hámarksneysla barns eða unglings sem vegur 40 kg væri: 40 x 2,5 = 100 mg. Orkuskot (50-60 ml) Orkudrykkur (500ml) Kaffibolli (200ml) Kóladrykkur (500ml) Svart te (200ml) Dökkt súkkulaði (50g) Dæmi ummagn koffíns í drykkjum og súkkulaði (mg koffín) 80- 220 allt að 160 100 65 35 33 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttir khk@mbl.is Áhugi á fuglum, fuglaverndog fuglaljósmyndun hefurvaxið gríðarlega. Félögum íFuglavernd hefur fjölgað um 25% milli ára undanfarið,“ segir Hólmfríður Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri Fuglaverndar, og bæt- ir við að núna séu félagsmenn tólf hundruð og dreifðir um allt land. „Það er áhugavert að konum hefur fjölgað mjög mikið í félaginu og margir náttúruverndarsinnar eru einnig meðlimir í Fuglavernd. Ætl- unin er að félagsmenn verði um eitt prósent landsmanna í náinni framtíð.“ Fuglahúsin reynast vel Hólmfríður segir fugla vera stærsta villta dýrahóp Íslands og markmið félagsins að verndun fugla verði hagur sem flestra. „Margt af því sem við erum að gera er ætlað til að stuðla að betri vitund um fuglalífið í kringum okkur. Til dæmis garð- fuglakönnun sem byggist á því að hvetja fólk til að telja fugla í garð- inum hjá sér, hvað þeir eru margir og hverrar tegundar og senda upplýs- ingarnar til okkar. Þetta er liður í því að vekja áhuga fólks á fuglum, virkja það til að hugsa um og fæða fuglana í harðæri. Við viljum að sem flestir beiti sér fyrir velferð fugla almennt. Við seljum sérstök fuglahús svo fólk geti hænt að sér fugla, gefið þeim að borða, veitt þeim hreiðurstæði og not- ið þess að hafa fugla í garðinum eða við sumarbústaðinn.“ Fuglaljósmyndun vaxandi Hólmfríður segir gaman að fylgjast með fuglum og ferðum þeirra. „Fugl- ar virða engin landamæri og við fáum marga sjaldgæfa fugla hingað sem koma við á leið sinni frá Evrópu til annarra heimsálfa. Við reynum líka að skrá alla flækinga og fólkið í land- inu hjálpar okkur við það með því að láta okkur vita þegar það verður vart við einhvern ókunnan fugl. Sumir flækingarnir hreinlega fjúka hingað ef vindáttin er þeim ekki hagstæð.“ Fuglaskoðun er eitt af því sem Fuglavernd vinnur að og félagið stendur reglulega fyrir fuglaskoð- unarferðum. „En fólk getur líka farið á eigin vegum og við erum að vinna í því að færa inn á síðuna okkar yfirlit yfir þá staði sem auðvelt er að heim- sækja með fuglaskoðun í huga. Fuglaskoðunarskýli eru víða um landið og þá getur fólk verið þar í skjóli fyrir veðri og vindum og án þess að fæla fuglana burt. Oft þarf að bíða mjög lengi eftir ákveðnum fugl- um, eða rétta augnablikinu til að smella af mynd,“ segir Hólmfríður og bætir við að eftir tilkomu stafrænna myndavéla hafi fuglaljósmyndurum fjölgað mjög mikið og meðal fé- lagsmanna í Fuglavernd sé fjöldi frá- bærra ljósmyndara. „Að öðrum ólöst- uðum nefni ég Skúla Gunnarsson en hann hefur stundað bæði fuglaskoðun og fuglaljósmyndun í áratugi. Fugla- ljósmyndun er ögrandi viðfangsefni og krefst margra eiginleika, til dæmis mikillar þolinmæði. Við héldum ljósmyndasýningu í fyrra og úrval þeirra mynda er á dagatali okkar fyr- ir árið 2010. Þetta var í fyrsta sinn sem við héldum slíka sýningu og ekki ólíklegt að það verði árlegur við- burður.“ Endurheimt votlendis spornar gegn hlýnun jarðar Hólmfríður segir marga fuglaskoð- ara fara til annarra landa í þeim til- gangi að skoða fugla og/eða ná af þeim myndum. „En erlendum ferða- mönnum sem koma hingað til lands í þeim tilgangi að skoða og mynda fugla hefur einnig fjölgað mjög. Stað- reyndin er sú að það ferðast fleiri um veröldina á hverju ári í fuglaskoð- unarferðum en í golfferðum. Þetta segir mikið um það hversu áhuga- málið er útbreitt um allan heim.“ Sumar fuglaskoðunarferðir á veg- um Fuglaverndar eru í samvinnu við önnur umhverfissamtök, enda er fuglavernd mjög tengd allri nátt- úruvernd. Endurheimt votlendis er til dæmis mál sem Fuglavernd hefur tekið að sér að berjast fyrir, en það snýst um miklu meira en fuglavernd. Það snýst um allt líf á jörðinni, en endurheimt votlendis spornar gegn hlýnun jarðar og dregur úr losun kol- vetnis úr mýrum. Barist um að fá að sinna fuglatalningu „Eitt af stóru verkefnunum okkar er Friðland í Flóa sem við sjáum um í samvinnu við sveitarfélagið Árborg. Þar er búið að endurheimta votlendi og tjarnir og þar hefur fuglum fjölgað gríðarlega. Þetta er stórt svæði og þar er fín aðstaða fyrir fuglaskoðara, meðal annars gott skýli. Við verðum með reglulegar fuglaskoðunarferðir þangað í vor og sumar.“ Þó nokkuð er um að fólk frá öðrum löndum hafi samband við Fuglavernd og vilji vinna sjálfboðastarf í hennar þágu. „Við höfum meðal annars feng- ið fólk frá Veraldarvinum til að starfa við að endurheimta votlendið í Flóan- um. En það er líka fjölmargt íslenskt fólk í Fuglavernd sem vinnur mikla og óeigingjarna sjálfboðna vinnu fyrir félagið. Sumt er vinsælla en annað og stundum er nánast slegist um að fá að sinna fuglatalningu á ákveðnum svæðum.“ Fuglavernd er náttúruvernd Fleiri ferðast um veröld- ina á hverju ári í fugla- skoðunarferðum en í golf- ferðum. Vaxandi áhugi er fyrir þessum stærsta villta dýrahópi Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman Hólmfríður og Arnór Flóki sonur hennar leika sér með litla kríu. Ljósmynd/Skúli Gunnarsson Nálægð Sindri Skúlason kemst hér nálægt skúm til að mynda hann á hreiðri. www.fuglavernd.is FUGLAVERND er stytting á nafninu Fuglaverndarfélag Íslands en það var stofnað árið 1963. Björn Guðbrands- son læknir stofnaði félagið ásamt öðrum en það var gert fyrst og fremst í kring- um örninn en hann var frið- aður hér á Íslandi árið 1913. Ísland var fyrsta landið sem friðaði örninn. Fyrstu þrjá áratugina eftir stofnun fé- lagsins snerist starfið að mestu um verndun arnarins, afkomu hans og útbreiðslu. Í seinni tíð hefur starfið þróast og breyst og Fugla- vernd hefur verið með ýmis baráttumál á sinni könnu, meðal annars að end- urheimta votlendi en félagið barðist líka gegn virkjun í Þjórsárverum og á hálendi Austurlands, Kárahnjúkum, þar sem miklu fuglalífi var fórnað. Af einstökum baráttu- málum má nefna að Fugla- vernd fékk blesgæsina frið- aða árið 2006 en hún er kennd við Grænland þar sem hún verpir en hefur við- komu hér á landi tvisvar á ári. Einnig vann félagið að tímabundinni friðun rjúp- unnar. Í hverjum mánuði yfir vetrartímann stendur Fugla- vernd fyrir fræðslufundum þar sem ýmist koma fugla- skoðarar og segja frá ferð- um sínum eða sérfræðingar segja frá ákveðnum fugla- tegundum, atferli fugla eða fuglarannsóknum. Fuglavernd gefur út fugladagatöl, tækifæriskort með fuglamyndum og árs- ritið Fugla (nýjasta heftið kom út í desember 2009), en það er hugsað fyrir allt áhugafólk um fugla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.