Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 13.01.2010, Síða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 Í OPNU bréfi til alþingismanna, sem birtist í Morg- unblaðinu 15. júlí 2009, skoraði ég á al- þingismenn að segja nei við Icesave og hafna frumvarpi því sem þá lá fyrir Al- þingi um það efni. Þetta gerði ég vegna sannfæringar minnar um að illa hefði verið staðið að samningunum af okkar hálfu og að hann væri bæði ósanngjarn og rangur. Það mátti öllum vera ljóst að þar fóru viðsemjendur okkar fram með miklu offorsi og yfir- gangi í krafti stærðar sinnar. Ég sagði þá og segi enn að þessar þjóðir koma fram við okkur eins og við séum vanmáttug nýlendu- þjóð þeirra. Þessa framkomu á ekki að líða og ber að stöðva. Allt frá 8. október 2008 er Bret- ar beittu hryðjuverkalögunum á Landsbanka Íslands og gerðu í raun efnahagslega hryðjuverka- árás á Íslendinga hef- ur mikillar hræðslu og ringulreiðar gætt meðal landsmanna. Verst hefur mér þótt að þessi mikli ótti og oft vonleysi hefur einnig gætt meðal margra ráðherra, stjórnarþingmanna og ráðgjafa þeirra sem þjóðin hefur þurft að leggja allt sitt hald og traust á. Margir af okkar færustu lögfræðingum og aðrir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf við að greina réttarstöðu okkar og benda á hverjar laga- legar skyldur okkar séu. Svo virð- ist sem lengi vel hafi þeir talað fyrir daufum eyrum, enda er það gömul sannindi og ný að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Sem betur fer virðist sem friðsamleg mótmæli um 60 þúsund Íslendinga og aðgerðir forseta Íslands með synjun staðfestingar á Icesave lögunum hafi vakið umheiminn til vitundar um það mikla óréttlæti sem við höfum verið beitt af við- semjendum okkar og í raun valdið straumhvörfum í þessu máli. Því blöskraði mér uppgjöfin og vonleysið sem lesa mátti úr bréfi því sem forsætisráðherra sendi forseta Íslands áður en hann synj- aði Icesave-lögunum. Að lýsa áhyggjum sínum er eitt en að gera slíkar hugleiðingar opinberar sýnir dómgreindarleysi og veikir bara samningsstöðu okkar. Vera kann að slíkar bréfaskriftir hafi haft þann eina tilgang að draga þrótt úr landsmönnum vegna væntanlegrar þjóðar- atkvæðagreiðslu eða að forsætis- ráðherra hafi fyrst og fremst ver- ið að hugsa um afleiðingar slíkrar synjunar á viðræður Íslands um aðild að ESB. Ríkisstjórn Íslands verður að taka sér tak og svara Bretum og Hollendingum af fullri hörku. Ríkisstjórnin verður að hafa forustu í þessu máli til að hægt sé að lenda því gagnvart viðsemjendum sínum. Hún verður að laga vígstöðu sína og sýna fulla samstöðu útávið. Í grein minni síðastliðið sumar lýsti ég þeirri skoðun minni að þetta væri svo mikið hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga að málið væri hafið yf- ir alla flokkspólitík og þingmönn- um bæri að verja hagsmuni okkar sem einn maður óháð fyrri yfirlýs- ingum. Því er það lofsvert ef sam- staða næst um þetta mál á Al- þingi. Það breytir því ekki að ríkisstjórnin verður að taka af skarið og fella Icesave lögin úr gildi og senda þannig Bretum og Hollendingum skýr skilaboð. Það þýðir ekkert að fást um það þó mikill tími og fyrirhöfn hafi verið eitt í samningaviðræður við and- stæðinga okkar. Kannski var það það eina sem við gátum gert í stöðunni þegar við ofurefli var að etja. Það má öllum vera ljóst að um- ræðan erlendis er að snúast okkur í hag. Ríkisstjórninni ber að nýta sér þann meðbyr og fara með þetta mál aftur á byrjunarreit. Hún á að fara fram á það við við- semjendur sína að látið verði reyna á lög nr. 98/1999 um inni- stæðutryggingar og tryggingar- kerfi fyrir fjárfesta. Ríkisstjórnin þarf að gera viðsemjendum sínum og umheiminum það ljóst að Ís- lendingar munu standa við skuld- bindingar sínar, en það er ekki það sama og ganga að órétt- mætum kröfum og kúgunum and- stæðinga sinna sem mun hneppa þjóðina í skuldafangelsi um ókom- in ár. Icesave á byrjunarreit Eftir Eggert Árna Gíslason »…ríkisstjórnin verð- ur að taka af skarið og fella Icesave lögin úr gildi og senda þannig Bretum og Hollend- ingum skýr skilaboð. Eggert Árni Gíslason Höfundur er atvinnurekandi. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag við afgreiðslu greina frá frambjóð- endum í prófkjörum sem fram- undan eru. Svo efn- inu verði sem best fyrir komið og til að liðka fyrir birtingu þess fer Morgunblaðið þess á leit að frambjóðendur stytti mál sitt þannig að hver grein verði ekki lengri en 2.000 tölvu- slög með bilum. Samhliða birtingu greina í blaðinu verður boðið upp á birt- ingu greina í ótakmarkaðri lengd á kosningavef mbl.is. Greinar til stuðnings frambjóð- endum verða aðeins birtar á kosningavef mbl.is. Hægt er að fara á kosn- ingavefinn beint af forsíðu mbl.is og verða þar ferskar upplýsingar og fréttir af því sem hæst ber vegna komandi kosninga. Meira: mbl.is/kosningar Framboðs- greinar í prófkjörum GÓÐ þátttaka var í áramóta- getraun Morgunblaðsins að vanda og bárust flest svör við barnaget- rauninni. Gefnir voru upp fjórir svarmöguleikar með hverri spurn- ingu; a), b), c) og d) og hér koma bókstafirnir með réttu svörunum fyrir hverja spurningu. Fullorðinsgetraun 1. c 2. d 3. b 4. a 5. d 6. c 7. b 8. b 9. c 10. a 11. b 12. d 13. d 14. b 15. c 16. a 17. a 18. a 19. d 20. b 21. d 22. b 23. a 24. a 25. c 26. c 27. a 28. c 29. b 30. b 31. b 32. d 33. b 34. c 35. ógild 36. b 37. c 38. c 39. d 40. a 41. d 42. b 43. a Unglingagetraun 1. a 2. b 3. a 4. c 5. c 6. a 7. d 8. b 9. d 10. d 11. a 12. a 13. b 14. a 15. a 16. c 17. c 18. d 19. c 20. b 21. d 22. c 23. c 24. c 25. b 26. b 27. d 28. a 29. a 30. d 31. b 32. b 33. d 34. b 35. a 36. d 37. b 38. c 39. b 41. c Barnagetraun 1. d 2. d 3. a 4. b 5. a 6. c 7. d 8. b 9. b 10. c 11. a 12. c 13. d 14. b 15. a Verðlaunahafar Einn þátttakandi svaraði öllu rétt í fullorðinsgetrauninni. Þor- steinn Barðason, Sóltúni 30, 105 Reykjavík, hlýtur bókina Harmur englanna eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Fimm voru með eitt rangt svar og var dregið úr þeim. Rósa Björg Jónsdóttir, Öldugranda 7, 107 Reykjavík, hlýtur bókina Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Svala Sigurð- ardóttir, Háaleitisbraut 97, 108 Reykjavík, hlýtur bókina Svörtu- loft eftir Arnald Indriðason. Aðeins einn þátttakandi hafði allar spurningarnar réttar í ung- lingagetrauninni, Margrét Jó- hannsdóttir, 14 ára, Stekkjarflöt 25, 210 Garðabæ og hlýtur hún bókina Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson. Sex voru með eitt rangt svar og úr þeim drógust Ei- ríkur Eiríksson, 13 ára, Fram- nesvegi 55, 101 Reykjavík, og Ing- heiður Brá Mánadóttir, 15 ára, Valdasteinsstöðum, 500 Stað. Ei- ríkur hlýtur bókina Þjófadreng- urinn Lee Raven eftir Zizou Cord- er og Ingheiður bókina Nýtt tungl eftir Stephenie Meyer. Fjölmargir þátttakendur höfðu öll svörin rétt í barnagetrauninni. Jökull Ársælsson, 10 ára, Háaleit- isbraut 97, 110 Reykjavík, hlýtur bókina Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarin Leifsson. Júlíana Karitas, 6 ára, Stekkjarflöt 25, 210 Garðabæ, hlýtur bókina Mjall- hvítur eftir Önnu Ingólfsdóttur. Viktor Snær Sigurðsson, 10 ára, Jóruseli 18, 109 Reykjavík, hlýtur Aþenu (ekki höfuðborgin í Grikk- landi) eftir Margréti Örnólfs- dóttur. Ein mistök voru gerð við samn- ingu spurninganna. Í 35. spurn- ingu í fullorðinsgetrauninni var spurt hver væri stjórnarformaður Haga. Rétt svar við spurningunni er Jóhannes Jónsson, en nafn hans var ekki á meðal möguleikanna. Þessi spurning telst því ógild. Verðlaunahafar geta vitjað bóka sinna í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2 eða haft samband með óskum um að fá þær sendar í pósti. Svör við áramóta- getraunum Morgunblaðið/Golli WWW.OPERA.IS MIDASALA@OPERA.IS S. 511 4200 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! FÖSTUDAGINN 15. OG LAUGARDAGINN 23. JANÚAR Fimm stjörnu sýning – „Sigur í Óperunni“ – JVJ, DV „…Söng- og leiktúlkun ofan af sviði færðist í æðra veldi.“ – RÖP, Mbl. „Ótrúlega gaman – Hvílíkir söngvarar og túlkendur“ – SA, tmm.is „Skemmtileg kvöldstund“ – PBB, Fbl. „Hrífandi og bragðgóður drykkur“ – PÁÁ, eyjan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.