Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 21
Minningar 21BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010
✝ Bolli Sigurhans-son fæddist í
Reykjavík 21. des-
ember 1928. Hann
lést sunnudaginn 3.
janúar sl. Foreldrar
hans voru Val-
gerður Gísladóttir
húsfrú f. 13. maí
1902, d. 27. október
1979 og Sigurhans
Hannesson járn-
smiður f. 26. októ-
ber 1885, d. 10.
desember 1966. Þau
bjuggu lengst á
Laugavegi 93 í Reykjavík. Al-
systkini Bolla eru 1) Auður
María f. 23. ágúst 1930, 2)
Magnea Ingibjörg f. 24. sept.
1932, 3) Gísli Ellert f. 21. des-
ember 1934 og 4)
Hrafnhildur f. 14.
apríl 1936, d. 14.
maí 1942. Hálfsystir
Bolla af fyrra hjóna-
bandi samfeðra var
Jóhanna Steinunn
Sigurhansdóttir
Þorsteins f. 16.
ágúst 1909, d. 20.
apríl 2002 og kjör-
sonur Sigurhans
einnig frá fyrra
hjónabandi var Sig-
urhans Snæbjörn
Sigurhansson f. 3.
desember 1920, d. 19. maí 1993.
Uppeldisbræður Bolla voru
Hannes Berg Bergsteinsson f.
12. ágúst 1923, d. 13. maí
1987og Sigurður Berg Berg-
steinsson f. 26. október 1925.
Bolli kvæntist 31. desember
1949 Björk Dagnýsdóttur f. 8.
ágúst 1930, d. 5. maí 2008. For-
eldrar hennar voru Dagnýr
Bjarnleifsson skósmiður í
Reykjavík f. 15. júní 1901, d. 20.
september 1981 og Steinunn
Gróa Sigurðardóttir f. 26. des-
ember 1903, d. 6. júlí 1989. Son-
ur Bolla og Bjarkar er Sig-
urhans f. 15. janúar 1975. Dætur
hans eru: 1) Hrafntinna Nótt f.
5. október 2001 og 2) Ragnheið-
ur Björk f. 23. júlí 2009.
Bolli ólst upp í foreldrahúsum
á fjölmennu heimili. Hann lærði
rafvirkjun og ávann sér meist-
araréttindi í þeirri iðn. Hann
vann eftir það við iðnina lengst
af sem rafverktaki. Áhugamál
Bolla voru bóklestur, hesta-
mennska og veiðiskapur með
stöng eða byssu.
Útför Bolla verður gerð á veg-
um Siðmenntar frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 13. janúar
2010 og hefst athöfnin kl. 15.30.
Bolli mágur var höfðingi. Það
var ekki bara fólgið í góðum
veislum á Hólastekknum heldur
vildi hann hvers manns vanda
leysa. Þá skipti ekki máli hvort
um var að ræða góð ráð, fjár-
framlag, vinnuframlag eða það að
taka einstaklinga, unga eða aldna
inn á heimilið til lengri eða
skemmri dvalar. Slíks manns er
gott og vert að minnast. Auðvitað
stóð hann ekki einn í þessum mál-
um, hann hafði Björk með sér.
Björk var einstök kona og enginn
vissi það betur en hann. En svo
var Bolli mágur líka oft svo
skemmtilegur. Fáir voru honum
fróðari um það sem hann lagði sig
eftir. Hann hafði sína sérstöku
sýn á hlutina og það gat verið
hreinasta yndi að hlusta á hann
ræða málin. Ég minnist meðal
annars fleygrar umræðu um
holdsveikibakteríuna í því sam-
hengi að allt líf eigi sér tilveru-
rétt. Hann setti einnig fram mjög
skemmtilegan samanburð á því
hvort skipti meira máli að raun-
verulegt trúfrelsi ríkti í landinu
eða að kartaflan væri frjáls en á
tímabili var umræða um nauðsyn
þess að frelsa kartöfluna undan
meintri einokun talsvert áberandi
í þjóðfélaginu.
Bolli vildi heldur ekki taka und-
ir þá sögu sem hann taldi hreint
ekki á rökum reista að hestamenn
væru almennt gleðimenn. Frekar
vildi hann meina að í þeirra hópi
væri svo farið um marga að þeim
léti betur að umgangast hesta en
aðra menn. Þetta taldi hann sig
geta sagt þar sem hann væri
hestamaður sjálfur og hreint ekki
undanþeginn. En nú er Bolli all-
ur. Hann veiktist og komst ekki
til heilsu aftur. Um tíma leit út
fyrir að það myndi birta til. Það
er dæmigert fyrir hann að biðja
þá bróður sinn að útvega nýja
bók um Snorra Sturluson af því
að honum lék forvitni á að vita
hvernig skil höfundur hefði gert
sambandi Snorra við Órækju son
sinn. En umræðan um það efni
fer ekki fram héðan af.
Ég kveð mág minn með ást og
virðingu og votta samúð mína
þeim sem eiga um sárt að binda
við fráfall hans.
Helga S. Ragnarsdóttir.
Mætur maður er fallinn í val-
inn. Maður sem hugsaði dýpra og
lengra en flestir menn.
Í mínum huga var Bolli Sigur-
hansson fræðimaður og ljóðamað-
ur, þó ævistarfið lyti að verkleg-
um framkvæmdum alls konar.
Hann var ákaflega vel lesin og
safnaði bókum af ástríðu. Hygg
ég að leitun sé að stærra bóka-
safni í einkaeigu. Einnig var Bolli
stálminnugur og sagnamaður
mikill. Ófáar stundirnar átti ég
með honum við eldhúsborðið, að
Hólastekk 4, þar sem umræðurn-
ar snérust um hverfulleika lífsins
og hegðan mannkindarinnar.
Bestu stundirnar voru þó ætíð
þegar Bolli fór með eigin ljóð og
við krufðum innihald þeirra og
hann fór um víðan völl með þanka
sína.
Ekki var Bolli óskeikull, frem-
ur en aðrir af kyni manna, en oft-
ar en ekki hafði hann nú rétt fyr-
ir sér. Hann lagði mál vel niður
fyrir sér og skoðaði frá öllum
sjónarhornum. Bolli gat verið
hvassyrtur við vini sína. Þótti
mörgum nóg um. En hann vildi
vel og þetta var hans aðferð til að
brýna menn til góðra verka og
meiri hugsunar.
Bolli fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Að lokinni skólagöngu
starfaði hann nánast alla sína
starfstíð sem sjálfstæður atvinnu-
rekandi. Fyrst í rafvirkjun sem
var hans sérfag en síðar í alhliða
byggingastarfsemi. Það átti ekki
við hann að lúta annarra aga.
Hann gekk að hverju verki með
oddi og egg, og linnti ekki látum
fyrr en í verkslok. Fjölmörg
áhugamál hafði Bolli fyrir utan
lestur góðra bóka og ljóðagerð.
Hann stundaði stang- og skot-
veiði alla ævi. Einnig stundaði
hann hestamennsku um árabil og
hóf ræktun seinni hluta lífs síns.
Hann stofnaði ásamt öðrum
Hestaferðafélagið árið 1991 sem
skipulagði hestaferðir um hálendi
jafnt sem láglendi landsins okkar.
Hann hafði mikla ánægju af þess-
um ferðalögum í góðra vina hóp.
Heimili Bolla og Bjarkar, að
Hólastekk 4, var ætíð opið gest-
um og gangandi. Margir áttu þar
skjól um lengri og skemmri tíma,
allt eftir efnum og ástæðum. Ég
tel það gæfu mér til handa að
hafa kynnst þeim heiðurshjónum,
Bolla og Björk sem einnig er lát-
in, verið heimagangur hjá þeim
um árabil og þegið bita af þeirra
gnægtarborði. Ég sakna þeirra
og minnist.
Kristinn Dagur Gissurarson.
Bolli
Sigurhansson
Elsku Gummi.
Nú er komið að kveðjustund. Þeg-
ar ég hugsa til baka er svo margs að
minnast. Það sem er mér efst í huga
núna er Gumma-Brúnn og spilið
Svarti-Pétur. Þær eru óteljandi
ferðirnar sem þú teymdir undir mér
á Gumma-Brún að fjárhúsunum og
til baka og það var sko ekkert mál ef
maður vildi fara aðra ferð. Þolin-
mæðin sem þú hafðir gagnvart mér
var ótrúleg. Svo kenndir þú mér að
spila Svarta-Pétur, ég man að þú
sast í stólnum þínum inni í sjón-
Guðmundur Bergmann
Magnússon
✝ GuðmundurBergmann Magn-
ússon fæddist á
Dvergasteini á
Skagaströnd 24. júlí
1919. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun A-
Hún., Blönduósi
sunnudaginn 3. jan-
úar 2010.
Útför Guðmundar
fór fram frá Hóla-
neskirkju á Skaga-
strönd laugardaginn
9. janúar sl.
varpsstofu, ég á gólf-
inu fyrir framan og
spilin voru á skamm-
elinu á milli og það var
spilað og spilað. Það
voru sko margir tímar
sem fóru í það að spila
og skemmta okkur.
Ég er ánægð með
að þér leið vel eftir að
þú varst kominn á
Sjúkrahúsið á Blöndu-
ósi og þú virtist alltaf
hafa nóg að gera,
hvort sem það var
föndrið eða bara að
spjalla við hina íbúana. Það situr
fast í huga mér hvað þú ljómaðir
þegar ég kom til þín síðast. Mér
fannst þú svo hress og þú leist svo
vel út. En svona geta hlutirnir
breyst hratt en ég er þakklát fyrir
það að þú skyldir fá að fara svona
snöggt.
Elsku Gummi minn, ég kveð þig
með þessum orðum:
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Fagra, dýra móðir mín
minnar vöggu griðastaður
nú er lífsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín,
búðu um mig við brjóstin þín.
Bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda í hendur.
foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda í hendur.
(Sigurður Jónsson.)
Með þökk fyrir allt.
Kveðja,
Anna María.
MIKILL misskiln-
ingur hefur orðið í
sumum erlendum
fjölmiðlum eftir að
forsetinn okkar
synjaði nýjasta laga-
frumvarpi um Ice-
save og gaf því ákvörðunarréttinn
til þjóðarinnar. Margir erlendir
fjölmiðlar virðast halda að við ætl-
um að hlaupast undan skuldum
okkar og séum í raun prakkarar
sem ætla að gefa skít í heiminn.
Þetta er ekki aðeins gróf túlkun
heldur einnig kolröng, því það er
löngu staðfest að við ætlum að
standa við lagalegar skuldbind-
ingar okkar. Kosningin gengur
ekki út á hvort við eigum að greiða
skuldbindingar okkar vegna Ice-
save, heldur hvernig þeim
greiðslum verður háttað og hvaða
fyrirvarar muni gilda um þær. Ein-
hvern veginn hefur það farið fram
hjá stjórnvöldum að ítreka þetta og
leiðrétta misskilninginn, þetta hlut-
verk virðist lenda í höndum
óbreytts almúgans eða samtaka
sjálfboðaliða eins og Indefence-
hópsins.
Svo má spyrja sig hvort það geti
virkilega verið að erlendir fjöl-
miðlar og erlend stjórnvöld séu
svona illa að sér að skilja og túlka
ákvörðun forseta okkar? Það höld-
um við ekki. Þetta er greinilega
hræðsluáróður.
Bresk utanríkisþjónusta er þekkt
fyrir hæfni sína í að berjast fyrir
hagsmunum sínum eftir margra
alda reynslu. Bresk og hollensk
stjórnvöld eru að öllum líkindum
búin að vera mánuðum saman að
undirbúa gagnárás á íslenska ríkið
ef svo færi að við samþykktum ekki
Icesave. Hræðsluáróðurinn má sjá í
„mistúlkun“ fjölmiðlanna, en und-
irliggjandi eru viðsemjendur okkar,
það eru bresk og hollensk stjórn-
völd, að hræða okkur til að sam-
þykkja Icesave-samninginn.
Það merkilega við þetta er að
ríkisstjórnin okkar virðist taka þátt
í þessum hræðsluáróðri og spáir
engu nema sóti og ösku ef Icesave-
samningurinn verður ekki sam-
þykktur í núverandi mynd. Þetta
gerir engum gott og vísast væri
fyrir ríkisstjórnina að taka sig á,
rétta mál okkar á alþjóðlegum vett-
vangi og gera sér grein fyrir þeim
hræðsluáróðri sem kemur og mun
áfram koma frá viðsemjendum okk-
ar. Þau ættu hins vegar að láta hjá
líða að taka undir þennan hræðslu-
áróður gagnvart sinni eigin þjóð.
SIGURÐUR THORLACIUS,
ÁRNI JOHNSEN og
GUÐRÚN BIRNA
JAKOBSDÓTTIR,
nemendur í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og Háskóla Íslands.
Hræðsluáróður
Frá Sigurði Thorla-
cius, Árna Johnsen
og Guðrúnu Birnu
Jakobsdóttur
Árni
Johnsen
Guðrún Birna
Jakobsdóttir
Sigurður
Thorlacius
TILEFNI skrifa minna er frétta-
flutningurinn hjá RÚV, sem á að
heita hlutlaus, óháður fréttamiðill
kostaður af skattgreiðendum þessa
lands en er notaður miskunnar- og
blygðunarlaust sem pólitískt áróð-
urstæki. Þetta hefur margsýnt sig í
hlutdrægum fréttaflutningi þess-
arar stofnunar varðandi veigamikil
mál, svo sem Evrópuaðild, Icesave,
synjun forseta Íslands á Icesave …
Trúverðugleiki RÚV hefur beðið
mikinn skaða.
Þar sem ég og mitt fólk er nauð-
beygt til að borga nefskatt til RÚV
kæri ég mig einfaldlega ekki um að
mitt fé sé notað á þennan hátt.
Hvað þarf að gerast þarna til
þess að þessu linni? Þarna þyrfti að
vera einhvers konar útvarpsráð
sem gætir aðhalds eða þá að þessi
fjölmiðill verði bara einfaldlega
seldur og peningar skattgreiðenda
notaðir í að grynnka á skuldum
samfélagsins og þá að mínir pen-
ingar séu ekki misnotaðir. Ef það er
verið að gera kröfu á breytt Ísland
(breytt siðferði) ætti það líka að
vera þarna.
Með kröfu um að mitt fé sé ekki
misnotað á komandi vikum og í
framtíðinni og að allir landsmenn
njóti jafræðis hjá RÚV.
Ég vona að þessi miðill beri gæfu
til að vegna vel en sé ekki eyðilagð-
ur á þennan hátt.
GUÐMUNDUR
HARALDSSON,
framkvæmdastjóri.
Hlutleysi RÚV
Frá Guðmundi Haraldssyni
Í ENSKA boltanum sem og fleiri
íþróttagreinum eru reglurnar ein-
staklega skýrar hvað stigagjöf
varðar. Tapi lið leik fæst ekkert
stig, geri lið jafntefli fæst eitt stig
og fyrir sigurleik fást þrjú stig.
Svo einfaldar og auðskildar eru
þessar stigareglur að menn setur
hljóða ef þær vefjast fyrir nokkr-
um manni.
Íþróttafréttamenn Morg-
unblaðsins sem og margra ann-
arra fjölmiðla virðast hins hafa
allt aðrar stigareglur að leiðarljósi
þegar greint er frá úrslitum leikja
enda verður ekki betur séð en að
öllu sé snúið á haus í skrifum
þeirra. Í Morgunblaðinu þann 11.
janúar er frásögninni af leik Birm-
ingham og Man. Utd fylgt úr hlaði
með hinni stórundarlegu fyr-
irsögn: „Enn tapar United stig-
um.“ Fyrirsögnin er auðvitað að
engu hafandi enda stenst hún
enga skoðun. Sannleikurinn er
nefnilega sá að United vann sér
inn eitt stig í þessum leik enda
lyktaði leiknum með jafntefli. Hin
stórfurðulega niðurstaða blaða-
mannsins er því sú að United hafi
tapað stigum á sama tíma og þeir
unnu sér inn eitt stig.
Stærðfræði fyrir lengra komna?
Hvers vegna þurfa íþrótta-
fréttamenn að slá um sig með
bókhaldsbrellum þegar greint er
frá óhagganlegum niðurstöðum
knattspyrnuleikja? Í þágu hvers
eru slík „vísindi“?
Það kann auðvitað að vera að
úrslit leiksins hafi komið flatt upp
á marga en hefði þá ekki verið
nærtækara að tala um að Birm-
ingham hefði óvænt krækt í eitt
stig á móti United? Slík fyrirsögn
hefði komið öllu því til skila sem
blaðamaðurinn taldi nauðsynlegt
að koma til skila
JÓN KRISTJÁN
ÞORVARÐARSON,
stærðfræðikennari.
Stigagjöf íþrótta-
fréttamanna
Frá Jóni Kristjáni Þorvarðarsyni