Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 32

Morgunblaðið - 13.01.2010, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2010 „BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“ KVIKMYNDIR.IS-T.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ! FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BJARNFREÐARSON HHHH MEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/ BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG (AÐRA VIKUNA Í RÖÐ) YFIR 52.000 MANNS Á 12 DÖGUM SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ELLEN PAGE úr JUNO er stórkostleg í þessari frábæru mynd Vertu þín eigin hetja HHHH “ELLEN PAGE ER STÓRKOSTLEG” - NEW YORK DAILY NEWS HHH “MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ” - ROGER EBERT / KRINGLUNNI DER ROSENKAVALIER Ópera endurflutt - UPPSELT kl. 5:30 L BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 L WHIP IT kl. 8 - 10:20 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ensku tali kl. 6 L / ÁLFABAKKA WHIPIT kl.5:30-8-10:30 10 OLDDOGS kl. 6 L BJARNFREÐARSON kl.5:40-6:20-8-9-10:20 L SORORITYROW kl. 8 - 10:20 16 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP NINJAASSASSIN kl. 10:30 16 PRINSESSANOGFROSKURINN m.ísl.tali kl.5:50 L THETWILIGHT2NEWMOON kl. 8 12 Nikulás litli (Le Petit Nicolas) Leikstjórn: Laurent Tirard Aðalhlutverk: Maxime Godart, Valérie Lemercier, Kad Merad. Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin er byggð á samnefndri persónu sem Sempé og Gosc- inny, höfundur Astérix, bjuggu til. Nikulás litli lifir friðsömu lífi. Hann á foreldra sem þykir vænt um hann og hóp af góðum vinum til að leika sér við. Hann vill engu breyta. Dag einn heyrir hann óvart á tal foreldra sinna og skilst að móðir hans eigi von á barni. Hann fyllist ofsahræðslu og ímyndar sér hið versta. Brátt eignast hann lítinn bróður og foreldrar hans verða svo uppteknir af nýja barninu að þau hafa ekki lengur tíma fyrir Nikulás og skilja hann á endanum eftir aleinan úti í skógi, alveg eins og Tuma þumal... Góð lögga, vond lögga (Bon Cop, Bad Cop) Leikstjóri: Erik Canuel Aðalhlutverk: Patrick Huard, Colm Feore, Lucie Lau- rier. Lögreglumynd í léttum dúr, þar sem gert er stólpagrín að hinni fransk-ensku Kanada. Kosin besta myndin í Kanada árið 2006. David Bouch- ard og Martin Ward eru eins ólíkir og hugsast getur. Annar er frönskumælandi og frá Montréal, hinn er enskumælandi og frá Toronto. Annar er löghlýðinn, hinn fer að sínum eigin lögum … Það var ekki ég, ég sver það! (C’est Pas Moi, Je Le Jure!) Leikstjórn: Philippe Falardeau Aðalhlutverk: Antoine Lecuyer, Suzanne Clément, Daniel Brière. Allir sem hrifust af C.R.A.Z.Y á síðasta ári verða að sjá þessa mynd. Árið 1968 breytist líf hins tíu ára Léon Doré. Þá flytur móðir hans til Grikklands til að komast frá yfirþyrmandi eiginmanni sínum, og skilur syni sína tvo eftir í hans umsjá. Eldri bróðir Léon verður sífellt bitrari, á meðan Léon fer um hverf- ið með hnupli og ólátum, snýr húsi nágrannanna á hvolf á meðan þeir eru í fríi, gerir sér upp sjón- leysi til að afsaka slakar einkunnir í skólanum … Edrú (Clean) Leikstjórn: Olivier Assayas Aðalhlutverk: Maggie Cheung, Nick Nolte, Béatrice Dalle. Manneskjan breytist þegar hún á engra kosta völ. Tengdaforeldrar Emily ala upp son hennar án þess að hún fái að koma þar nálægt, en það sem hún þráir umfram allt annað er að fá son sinn aftur. En til þess verður hún að ná tökum á lífi sínu... verða edrú. Hjörtun (Cœurs) Leikstjórn: Alain Resnais Aðalhlutverk: Sabine Azéma, Lambert Wilson, André Dussollier. Í þessari mögnuðu mynd sýnir einn virtasti leikstjóri Frakka, Alain Resnais, hvernig líf sögu- persóna í nokkrum sögum skarast, hvernig lífið gengur fyrir sig í París að vetrarlagi. Lífið er eins konar hringrás þar sem gjörðir eins einstaklings geta umbylt örlögum annars, jafnvel þótt þeir þekkist ekkert og hafi aldrei hist. Ljúfa Paloma (Délice Paloma) Leikstjórn: Nadir Moknèche Aðalhlutverk: Biyouna, Nadia Kaci, Aylin Prandi. Hann Nadir Moknèche er nokkurs konar Almodóvar frá Alsír, og býður áhorfandanum upp á að kynnast ýmsum óvæntum og skemmtilegum hliðum Alsír. Vantar þig ökuskírteini? Ertu einn í kvöld? Hringdu þá í frú Aldséria, velgerðarkonu allra: hún bjargar þessu fyrir þig. Hún, sem tók sér nafn heimalands síns, beitir öllum brögðum til að komast af í Alsír nútímans. Verndargripurinn (Khamsa) Leikstjórn: Karim Dridi Aðalhlutverk: Marco Cortes, Raymond Adam, Magalie Contreras. Khamsa, 13 ára, flýr frá fósturforeldrum sín- um, til að fara aftur í sígaunaþorpið þar sem hann fæddist. Hann lendir í vafasömum félagsskap og hönd Fatma, verndargripurinn sem Khamsa ber alltaf um hálsinn, getur ekki alltaf verndað hann. Frumgráturinn (Le Premier Cri) Leikstjóri: Gilles de Maistre Hrífandi heimildarmynd þar sem því tilfinn- ingaflóði sem barnsfæðing kemur af stað er lýst af mikilli nærfærni. Hér er sögð töfrandi saga fyrsta gráts ævinnar, sem staðfestir komu manns í heiminn. Louise Michel Leikstjórn: Sólveig Anspach Aðalhlutverk: Sylvie Testud, Nathalie Boutefeu, Coral- ie André. Louise Michel var franskur stjórnleysingi, femínisti, kennari og hjúkrunarkona. Hún var send í útlegð til Nýju-Kaledóníu þar sem hún eyddi átta árum og barðist með frumbyggjunum, Kanökum, fyrir aukinni sjálfstjórn þeim til handa. Þetta er mynd um ofbeldi og yfirgang valdsins gegn sínum eigin þegnum, blindu ný- lendustefnunnar og óvenjulega sambúð hinna undirokuðu. Morðkvendi (Meurtriéres) Leikstjórn: Patrick Grandperret Aðalhlutverk: Hande Kodja, Céline Sallette, Gianni Gi- ardinelli. Sýnd á Festival de Cannes árið 2006. Frönsk útgáfa af myndinni Thelma & Louise. Nína og Lizzy eru svolítið viðkvæmar og finnst þær aðeins vera sterkar og hamingjusamar þegar þær eru saman. Þær eru frekar óheppnar, staur- blankar og eiga sér bara einn draum: að finna ástina. Virtur Cœurs er nýjasta mynd hins mikilhæfa Alain Resnais. Vinsæl Le Petit Nicolas var langvinsælasta mynd Frakklands í fyrra. Byltingarkona Úr Louise Michel, nýjustu mynd Sólveigar Anspach. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ALLIANCE Française í Reykja- vík, sendiráð Frakklands á Ís- landi, sendiráð Kanada á Íslandi og Græna ljósið kynna franska kvikmyndahátíð sem verður hald- in í 10. sinn dag- ana 15.-28. jan- úar í Háskólabíói. Friðrik Rafns- son er forseti Alliance Franç- aise. „Það var í fyrsta skipi í fyrra sem við fengum önnur frönskumælandi lönd í þetta með okkur og sýndum þá myndir frá Kanada og Belgíu,“ segir Friðrik. „Bara svona til að minna á að franska er töluð víðar en bara í Frakklandi. Kanadísku mynd- irnar eru tvær í þetta sinnið og svo er ein eftir alsírskan leik- stjóra.“ Friðrik segir ekkert sérstakt þema renna í gegnum hátíðina, áhersla sé nú sem fyrr á fjöl- breytni en auk þess eru mynd- irnar nýjar, ekki eldri en þriggja ára. „Hugmyndin er að hafa gott sýnishorn af því sem hefur verið að gera það gott í Frakklandi ný- verið. Við reynum að fara yfir all- an skalann, í boði eru bæði vel listrænar myndir og svo fjöl- skyldu- og afþreyingarmyndir. Opnunarmyndin, Le Petit Nicolas, var t.a.m. langvinsælasta kvik- myndin í Frakklandi 2009, með yfir fimm milljónir áhorfenda.“ Friðrik segir Frakka mikla bíó- þjóð, slíkar ferðir séu rígbundnar í hversdagslíf Frakkans og al- gengt sé að öll fjölskyldan fari saman út að borða og svo í bíó á eftir – eða öfugt. „Hátíðin gefur líka gott tæki- færi á því að ráðast gegn þeirri mýtu að allar franskar myndir séu leiðinlegar og listrænar. Þarna eru framleiddar alls kyns myndir – meira að segja listræn- ar skemmtilegar myndir líka!“ Þess má að lokum geta að í ár verða myndir frönsku kvik- myndahátíðarinnar í fyrsta sinn sýndar í Borgarbíói á Akureyri, frá 5. febrúar. Nánari upplýsingar á af.is Friðrik Rafnsson Tíu myndir fyrir tíu ár  Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói 15.-28. janúar  Í tíunda sinn sem hátíðin er haldin  Áhersla er lögð á breidd, bæði landfræðilega og kvikmyndalega, segir Friðrik Rafnsson Myndirnar sem í boði eru:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.