Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 2

Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ÞÝSKALAND, Frakkland og Nor- egur eru þau lönd sem koma helst til greina sem sáttasemjarar í Icesave- deilu Íslendinga við Breta og Hol- lendinga. Þetta kom fram í norska blaðinu Dagbladet í gær. Annað norskt blað, Aftenposten, segir að norska utanríkisráðuneytið hafi í gærkvöldi ekki viljað staðfesta upplýsingar um að Norðmenn miðli málum í deilunni. Blaðið hefur hins vegar eftir Marte Lerberg Kopstad, talsmanni ráðuneytisins, að norsk stjórnvöld hafi náið samráð við ís- lensk stjórnvöld en vilji ekki upplýsa hvað þeim hafi farið á milli. Norð- menn hafi nú tekið að sér ákveðið hlutverk fyrir Íslendinga. Aften- posten segir enn- fremur, að Kristi- legi þjóðar- flokkurinn í Noregi vilji að norsk stjórnvöld staðfesti við Ís- land að Íslend- ingar fái lán frá Noregi án tillits til þess hvernig þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave-lögin fer. Flokkurinn lagði í síðustu viku fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Stórþinginu í Ósló. Telur flokkurinn mikilvægt að óvissu um afstöðu Noregs í málinu sé rutt úr vegi og ríkisstjórnin veiti Íslend- ingum skýra tryggingu fyrir því að lánið verði veitt. Algjörlega út í hött Einar Karl Haraldsson, upplýs- ingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir það ekki rétt sem fram komi á vef Dagbladet, að íslensk stjórnvöld telji að Frakkland, Noregur og Þýskaland komi til greina til að miðla málum í Icesave-deilu Íslands við Breta og Hollendinga. Þetta hafi hins vegar komið fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og það hafi hann nefnt í óformlegu samtali sínu við tíðindamann Dagbladet þegar hann hringdi og óskaði eftir viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra. Annað í málinu væri ekki frá sér komið. „Þetta er algjörlega út í hött,“ segir Einar Karl í samtali við mbl.is. í gærkvöldi. Þrjár þjóðir nefndar sem sáttasemjarar í Icesave Einar Karl Haraldsson Með ákveðið hlutverk, segir norska utanríkisráðuneytið EINBEITINGIN leynir sér ekki í andliti mark- mannsins unga sem æfir sig hér með félögum sínum í íshokkííþróttinni. Um helgina var haldið barnamót í íshokkíi í Egilshöll, Egilsmótið, á svo- kallaðri Hokkíhelgi á vegum Íshokkísambands Íslands. Þar kepptu krakkar í fimmta, sjötta og sjöunda flokki sín á milli. Barnamótið nú var eitt það stærsta sem hefur verið haldið og mættu fjölmörg lið til leiks. Morgunblaðið/Golli Egilsmót í íshokkíi Forsvarsmenn Indefence-hóps- ins ætla sér í fundaherferð um landið á næstu vikum. Herferðin verður farin í þeim tilgangi að fræða landsmenn um efni Icesave- samningsins sem liggur til grundvallar Icesave- lögunum um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir áramót. Indefence hefur barist hart gegn því að fyrir- liggjandi Icesave-samningur verði samþykktur. „Við stefnum á að bjóða lands- mönnum upp á fundi víða um land. Við ætlum okkur að fara á helstu þéttbýlisstaði og bjóða almenningi upp á að spyrja okkur um samn- ingana. Þetta verða málefnalegir fundir, þar sem fólk mun fá grein- argóð svör við spurningum sínum,“ segir Ólafur Elíasson, einn for- svarsmanna Indefence-hópsins, í samtali við Morgunblaðið. Ólafur segist reikna með því að fundirnir fari allflestir fram í febrúar. thg@mbl.is Indefence á leið í funda- herferð Ólafur Elíasson Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SETJA þarf skýrari reglur um efnahagslegt samráð ríkis og sveitarfélaga en samvinna í þeim efnum fer fram með fremur óform- legum hætti í dag. Þetta er mat Björns Rún- ars Guðmundssonar, skrifstofustjóra í efna- hags- og viðskiptaráðuneytinu. Björn hélt erindi fyrir helgi um aukna samræmingu fjármálastefnu ríkis og sveitarfélaga á nám- stefnu á vegum Evrópuráðsins, sem haldin var í Reykjavík fyrir helgi. „Aukinni sam- vinnu væri til dæmis hægt að ná fram með nokkurs konar hagstjórnarsamningi milli rík- is og sveitarfélaga,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hugsa mætti sér að um leið og fjárlög ríkisins yrðu sam- þykkt árlega ætti að fylgja með skuld- bindandi samningur milli opinberra aðila um skiptingu tekna og heildarmarkmiða í fjár- málum. Fjármálastefna sveitarfélaga mikilvæg Að sögn Björns eru sveitarfélög ábyrg fyr- ir um þriðjungi allra opinberra útgjalda. Því skiptir fjármálastefna sveitarfélaga mjög miklu máli í hagstjórnarlegu tilliti: „Hlutur sveitarfélaga mun fara vaxandi á næstu ár- um. Fyrir hendi er undirliggjandi krafa um að fjarlægð minnki milli þeirra sem þiggja opinbera þjónustu og þeirra sem veita hana. Afleiðing þess er að aukin verkefni eru flutt til sveitarfélaganna, nær íbúum þeirra. Þarna má til dæmis nefna framhaldsskóla og mál- efni fatlaðra. Það er því fyrirsjáanlegt að hlutverk sveitarfélaganna mun fara vaxandi á næstu árum, og það kallar á viðunandi ramma utan um fjármálareglur,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa sveitarfélög ekki skil- að þeim fjárhagslega jöfnuði sem ætlast er til af þeim í lögum um sveitarstjórnir. Í 61. grein laga um sveitarstjórnir segir að „sveitarstjórnir skuli árlega gæta þess svo sem kostur er að heildarútgjöld sveitarfélags, þar með talin rekstrarútgjöld, fari ekki fram úr heildartekjum þess“. Að mati Björns opn- ar þetta orðalag á nokkuð frjálslega túlkun. Frá árinu 1980 hefur sveitarstjórnarstigið í heild sinni skilað jákvæðri afkomu aðeins átta sinnum. Jafnframt hafi 30 sveitarfélög haft neikvæða afkomu á tímabilinu 2002- 2008, en á því tímabili jukust tekjur hins op- inbera mikið. Þörf á efnahagslegu samráði  Sveitarfélög eru ábyrg fyrir þriðjungi opinberra útgjalda  Auka þarf samvinnu ríkis og sveitarfé- laga í hagstjórn  Fyrirsjáanlegt að efnahagslegt vægi sveitarfélaga muni aukast á næstu árum Í HNOTSKURN »Setja þarf skýrari reglur um sam-vinnu ríkis og sveitarfélaga í hag- stjórnarmarkmiðum. »Hlutur sveitarfélaga í opinberum út-gjöldum nemur um þriðjungi og mun aukast á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.