Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
- tryggðu þér sæti strax á heimsferdir.is
Vorævintýri
Heimsferða
Vinsælustu ferðahelgar vorsins!
Barcelona frá kr. 69.990
Búdapest frá kr. 79.900
Prag frá kr. 79.900
Sevilla frá kr. 77.500
GOLFVEISLA
Frá kr. 159.900
Beint flug með Icelandair!
ÁHUGAFÓLK um prjónaskap lagði leið sína á Kjarvalsstaði í gær þar sem hönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir
sagði frá hugmyndum sínum og nálgun við prjónaskap. Hún leiðbeindi þátttakendum við að skapa sinn eigin
prjónaheim þar sem prjónauppskriftir koma ekki við sögu heldur önnur upplifun. Þátttakendur urðu að koma
með grófa prjóna, gróft garn og eftirlætistónlistina sína á iPod eða MP3-spilurum.
Morgunblaðið/Golli
SKÖPUÐU EIGIN PRJÓNAHEIM
„MÉR virðist
þetta mál í patt-
stöðu. Rio Tinto
Alcan hyggst ekki
stækka álverið
nema tillaga um
breytingu á deili-
skipulagi verði
samþykkt og
Hafnfirðingar
bíða þess að vilji
stjórnenda ál-
versins verði ljós,“ segir Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Um 4.500 atkvæðisbærir Hafn-
firðingar hafa óskað þess að aftur
verði kosið um breytingu á deili-
skipulagstillögu fyrir Straumsvík.
Slík tillaga var felld í almennri at-
kvæðagreiðslu í mars 2007 en þá var
gert ráð fyrir stækkun álversins í
krafti breytinga á tillögunni. Öllum
formskilyrðum um endurteknar
kosningar nú er fullnægt.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, að bæjaryfirvöld væru nú að
fara yfir málið. „Ég vona að þetta
skýrist í vikunni,“ sagði Lúðvík.
Til stendur að fara fljótlega í
framkvæmdir við fyrsta áfanga
straumhækkunar í álverinu í
Straumsvík. Frekari stækkun ál-
versins er enn í deiglunni en er und-
irorpin skipulagstillögunni og að hún
verði samþykkt.
Svandís Svavarsdóttir leggur
áherslu á að græn sjónarmið ráði
þegar ákvörðun um álversuppbygg-
ingu sé tekin. „Orkan er takmörkuð.
Það verður að hafa í huga og eins
náttúruverndarsjónarmið, atvinnu-
sköpun og hagsmuni komandi kyn-
slóða,“ segir Svandís. sbs@mbl.is
Takmörkuð orka
og grænt gildir
Álverskosningar í Hafnarfirði líklegar
Svandís
Svavarsdóttir
ÓSKAÐ hefur verið eftir því af hálfu
Borgarahreyfingarinnar að sérfræð-
ingar lagadeildar Háskóla Íslands
gefi út álit á því hvort ákæra skrif-
stofustjóra Alþingis, með vísan til
100. gr. almennra hegningarlaga, á
hendur níu mótmælendum sé viðeig-
andi.
Hópur mótmælenda réðst inn í Al-
þingishúsið hinn 8. desember 2008
meðan á þingfundi stóð.
Jónatan Þórmundsson, prófessor
við Háskóla Íslands, segir erfitt að
meta hvort athæfi
mótmælendanna
falli undir um-
rædda lagagrein
en það væri ólík-
legt að slíkt
ákæruskjal væri
birt án þess að
sakfelling væri
talin líkleg. „Sam-
kvæmt réttar-
farslögum á ákæruvaldið að höfða
mál ef það telur sennilegt eða líklegt
að það leiði til refsiábyrgðar.“
Jónmundur segir þó ekki hægt að
ætlast til þess að ákæruvaldið ákæri
einungis í þeim málum þar sem sak-
felling sé líkleg. Stundum sé talið eðli-
legt að láta dómstólana dæma um það
og það sé talið betra en að menn séu
dæmdir nánast af almenningsálitinu.
Þegar spurt er hvort viðeigandi sé
að ákæra segist Jónatan hafa búist
við því að sjá ákæru fyrr hafi ætlunin
verið að ákæra á annað borð.
sigrunrosa@mbl.is
Jónatan
Þórmundsson
Eðlilegt að láta dómstóla dæma
Eftir Guðni Einarsson
gudni @mbl.is
ATVINNUHORFUR rafiðnaðarmanna eru mjög
tvísýnar, að mati Guðmundar Gunnarssonar, for-
manns Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ). Hann
sagði að atvinnuleysi hefði verið um 3% hjá raf-
iðnaðarmönnum og því minna en hjá mörgum
öðrum stéttum.
Nú hillir undir lok stórra verkefna t.d. við
byggingu Háskólans í Reykjavík þar sem 60-70
rafiðnaðarmenn hafa unnið. Guðmundur sagði að
einhverjir yrðu þar áfram en reiknað hefði verið
með að þeir myndu allir hætta þegar skólinn
yrði tekinn í notkun. Þá hefðu nokkur fyrirtæki,
sem hefðu verið verktakar hjá álverunum og
orkufyrirtækjum, sagt upp starfsfólki. Guð-
mundur sagði að þessi fyrirtæki hefðu haldið í
starfsfólkið í von um að eitthvað færi í gang. Nú
væri tvísýnt um það. Guðmundur sagði ljóst að
hópur rafiðnaðarmanna fengi vinnu við straum-
hækkunarverkefnið í álverinu í Straumsvík.
Ástandið yrði því ekki jafn slæmt og það hefði
mögulega getað orðið.
Guðmundur sagði að atvinnuhorfurnar réðust
m.a. af stórum verkefnum sem væru háð fjár-
mögnunarsamningum. Óvissa varðandi fram-
kvæmdir á Reykjanesi, við Suðvesturlínur, álver
í Helguvík og gagnaver, kæmi niður á rafiðn-
aðarmönnum. Öll þessi verk krefðust nokkurs
aðdraganda áður en rafiðnaðarmenn kæmu að
þeim.
„Þetta er allt verkefni sem hefðu skipt okkar
vinnumarkað máli,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði tvísýnuna felast í því hvort einhver eða öll
þessara verkefna frestuðust.
Nú eru rúmlega fimm þúsund félagsmenn í
RSÍ en þeir voru rúmlega sex þúsund þegar
hrunið varð. Meðal skýringa á tiltölulega litlu at-
vinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna er að 300-400
manns fóru í skóla, m.a. til að ljúka námi í raf-
iðn. Svipaður fjöldi útlendinga, sem unnu hér í
rafiðn, flutti aftur til útlanda. Auk þess hafa um
100 íslenskir rafiðnaðarmenn farið til starfa á
Norðurlöndunum, flestir til Noregs.
Tvísýnar atvinnuhorfur
Atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna hefur verið um 3% en það gæti aukist
Rafiðnaðarmönnum á vinnumarkaði hefur fækkað um þúsund frá því fyrir hrun
» Óvissa varðandi framkvæmdir
á Reykjanesi, við Suðvesturlínu,
álver í Helguvík og gagnaver, kem-
ur niður á rafiðnaðarmönnum.
VEÐURSTOFAN gaf í gær út
stormviðvörun en búist var við suð-
austan 18-23 m/s í nótt með tals-
verðri rigningu sunnan- og vestan-
lands. Samkvæmt spánni mun draga
úr úrkomu í dag. Þá er gert ráð fyrir
suðvestan 10-15 m/s síðdegis og 15-
23 m/s norðvestantil og að heldur
muni kólna.
„Þetta er dálítið skot en fer hratt
yfir. Á höfuðborgarsvæðinu gæti í
morgunsárið tekið vel í,“ segir Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Á
norðanveðu Snæfellsnesi er sömu-
leiðis alltaf mjög hvasst í þessari átt
og þegar vindur kemur neðan úr
fjallaskörðum þar gæti orðið svipti-
vindasamt.“ sbs@mbl.is
Spá stormi og sviptivindum
„SKAÐINN verður mikill ef þessar
fyrirætlanir ná fram að ganga,“ seg-
ir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Fé-
lags kvikmyndagerðarmanna.
Víðtækar sparnaðaraðgerðir hjá
Ríkisútvarpinu voru kynntar fyrir
helgina. Hluti af þeim er að hætt
verður að kaupa íslenskar kvik-
myndir og heimildaefni verður ekki
keypt í sama mæli og verið hefur.
Við þetta bætist svo að framlög rík-
isins til kvikmyndagerðar hafa nú
verið skorin niður um 35% frá því
sem var. „Gerð kvikmynda og sjón-
varpsefnis tekur langan tíma og nið-
urskurður getur haft víðtæk áhrif.
Ekki er víst að greinin taki við sér
nándar nærri strax þótt framlög
verði aukin þegar aftur vænkast
hagur,“ segir Hjálmtýr.
Kvikmynda-
gerðarmenn
uggandi