Morgunblaðið - 25.01.2010, Side 8

Morgunblaðið - 25.01.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EKKI tæki langan tíma að ganga frá útboðsgögnum vegna vegafram- kvæmda á Suðurlands- og Vestur- landsvegi fáist fjárveiting til þessara framkvæmda. Alls er áætlað að kostn- aður við þessar framkvæmdir gæti verið um 1,9 milljarðar og gangi fjár- mögnun eftir á næstu dögum ætti að vera hægt að ganga frá samningum við verktaka um báðar framkvæmd- irnar í maí. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir hugs- anlegt að bjóða út framkvæmdir á Vesturlandsvegi um miðjan marz, en auk þess að ganga frá útboðsgögnum þarf að ganga frá samstarfssamningi við Mosfellsbæ um framkvæmdina. Kostnaður við þessar vegafram- kvæmdir er áætlaður um 500 milljónir króna, en þær tölur verða endurskoð- aðar á næstunni. Umrædd tvöföldun á Vesturlandsvegi nær frá Hafravatns- vegi að Þingvallavegi. Kostnaður við framkvæmdir á Suð- urlandsvegi er áætlaður 1,4 milljarðar króna. Eftir tvær vikur verður hægt að bjóða verkefnið út, en þær fram- kvæmdir þarf að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu og ferlið tekur lengri tíma en útboð innanlands. Þar er um að ræða fyrsta áfanga í breikk- un Suðurlandsvegar, frá Fossvöllum í Lögbergsbrekku, ofan við Lækjar- botna, og upp í Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna. Verktakar sem rætt var við í gær lýstu áhyggjum af því hversu lítið væri í pípunum og hversu hægt gengi að koma verkefnum af stað. „Ef við horfum á Vegagerðina þá er sam- drátturinn hjá verktökum 70-80% miðað 2008 ,“ sagði Elías Pétursson hjá Jarðmótun ehf. Hann og Halldór Ingólfsson hjá Glaumi ehf. hafa tekið saman upplýsingar um hversu margir starfsmenn eru um þessar mundir við vinnu að vegagerð. Samkvæmt þeirra niðurstöðum eru nú um 260 manns við slík störf, en Elí- as segir að inni í því séu ekki aðeins hefðbundnar vegaframkvæmdir, og nefnir í því sambandi vinnu við Land- eyjahöfn og frágang í Óshlíðar- og Héðinsfjarðargöngum. Því væri nær að miða við 103 starfsmenn í þessum útreikningi, sem er miklu minna en undanfarin ár. Starfsstéttir að lognast út af „Sumar starfsstéttir eru nánast að lognast út af,“ segir Elías. „Engar ný- byggingar eru að fara af stað, umsvif sveitarfélaga dragast harkalega sam- an, ríkið dregur lappirnar og orkufyr- irtæki hafa boðað framkvæmdastopp. Það er nánast sama hvert litið er, allt er að stöðvast.“ Hann segir að í sjálfu sér séu fyrirhuguð verkefni á Vest- urlands- og Suðurlandsvegi allra góðra gjalda verð, en þeim hafi oft verið lofað áður og frestað jafnoft. Auk þess sé einungis um tvö verk að ræða sem tveir stórir verktakar taki að sér. „Við höfum barist fyrir því að mörg lítil verk verði boðin út,“ segir Elías. „Það er nánast ekkert að gera fyrir minni og millistór fyrirtæki í jarð- vinnu. Nýlega var verk á vegum Orku- veitunnar boðið út í Borgarfirði og þar voru boðnar 30% lægri upphæðir en árið 2006 þrátt fyrir margfalt aukinn tilkostnað og verkið fór á 50% af kostnaðaráætlun. Neyðin er þvílík að menn bjóða langt undir kostn- aðarverði í það litla sem boðið er út.“ Jarðmótun ehf. var mest með 10-12 starfsmenn í vinnu auk undirverktaka yfir hávertíðina. „Núna er ég með einn starfsmann og svona er þetta hjá öllum þessum litlu fyrirtækjum. Því miður gengur seint og illa að koma þessum hjólum aftur af stað,“ segir Elías. Verkefnaskortur og seinagangur  Hægt væri að ganga frá samningum við verktaka um breikkun á Suður- og Vesturlandsvegi í maí  „Neyðin er þvílík að menn bjóða langt undir kostnaðarverði í það litla sem boðið er út,“ segir verktaki Samdráttur Verktakarnir Elías Pétursson og Halldór Ingólfsson hafa gert lauslega könnun á því hversu margir starfsmenn eru að störfum við framkvæmdir í vegagerð. Mörg þessara verkefna eru langt komin. Verkefni sem hafa verið boðin út og eru í framkvæmd 2010 Lyngdalsheiði 18 menn Lyngdalsheiðarvegur (365) Þingvallavegur - Laugavatns- vegur Verklok 2010 Suðurstrandarvegur 0 menn Suðurstrandarvegur (427) Krýsuvíkurvegur - Þorláks- hafnarvegur Verklok 2011 Langholtsvegur 0 menn Langholtsvegur (316) Hringvegur - Ármótasel Verklok 2010 Landeyjahöfn 10 menn vinna við vega- gerð • 20 menn vinna að hafnargerð Landeyjahöfn Hafnar- og vegagerð Verklok 01.07.2010 Bræðratunguvegur 20 menn vinna við vega- gerð • 20 menn vinna að brúarsmíði Bræðratunguvegur (539) Flúðir - Tungufljót Verklok 2011 Hella 4 menn Hringvegur (1) Um Hellu, 2. áfangi Verklok 2010 Rangárvellir 0 menn Rangárvallavegur (264) Hringvegur - Akurbrekka Verklok 2010 Valtýskambur 0 menn Hringvegur (1) Valtýskambur - Sandbrekka Verklok 2010 Litla Sandfell 0 menn Hringvegur (1) Litla Sandfell - Haugaá Verklok 2011 Hólmaháls 0 menn Norðfjarðarvegur (92) Um Hólmaháls Verki nánast lokið Bunguflói 20 menn Norðausturvegur (85) Bunguflói - Vopnafjörður Verklok 2012 Raufarhöfn 10 menn Raufarhafnarvegur (874) Hófaskarðsleið - Flugvöllur Verklok 2010 Hófaskarð 0 menn Norðausturvegur (85) Hófaskarðsleið Verklok 2010 Dettifoss 0 menn Dettifossvegur (862) Hringvegur - Dettifoss Verklok 01.10.2010 Héðinsfjarðargöng 50 menn vinna að frágangi ganga Héðinsfjarðargöng Verklok 2010 Bolungarvíkurgöng 30 menn vinna að frágangi ganga Djúpivogur (61) Bolungarvíkurgöng Verklok 2010 Þverá 0 menn Vestfjarðavegur (60) Þverá - Þingmannagata Verklok 2010 Arnkötludalur 0 menn Djúpvegur (61) UmArnkötludal, Þröskulda og Gautsdal Verklok 2010 Laxárdalsvegur 0 menn Laxárdalsvegur (59) Höskuldsstaðir - Leiðólfsstaðir Verklok 2010 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 13 12 14 15 16 17 18 19 Lítið hefur verið í gangi á verk- takamarkaði undanfarna mánuði. Erfiðleikar margra aukast með hverjum deginum. Vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu gætu þó verið á næsta leiti. „Það er ekkert að gerast, ég sé ekki að það sé kom- ið grænt ljós á nokkra framkvæmd,“ sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks í gær, en Ís- tak hefur í fjölda ára verið meðal umsvifamestu verktaka landsins. „Það er búið að tala aftur og aftur um þessa sömu spotta og nú ég vil ekki gera lítið úr fram- kvæmdum upp á hundruð milljóna, en ef þú skoðar heildina þá er ekki mikið í kortunum.“ Ístak er nú með samtals um 360 manns á launa- skrá, en þegar mest var störfuðu um eitt þúsund manns hjá fyrirtækinu. Kolbeinn sagðist áætla að um helmingur starfsmanna fyrirtækisins væri í vinnu hér á landi, en hinn hlutinn á Grænlandi, í Noregi og vegna verkefna sem hefjast í marzmánuði á Jamaíka. „Við erum með allar klær úti til að fá verkefni, en því miður hefur nánast ekkert verið að hafa hér heima,“ segir Kolbeinn. „Við höfum nýtt tæki okkar og vinnubúðir á Grænlandi og í Noregi og hluta af tækjum og búnaði hefur okkur tekist að selja. Það er kreppa víðar en á Íslandi þótt þar sé ekki stöðn- un eins og hér á landi. Okkur hefur tekist að halda í kjarna starfsmanna og tekist bærilega að halda verkefnum fyrir stjórn- endur og tæknimenn með þessum erlendu verk- efnum. Fyrir tímakaupsmenn fyrirtækisins hefur þetta því miður verið miklu þyngra.“ Framkvæmdir á Jamaíka byrja í marz. Tíu manns vinna að undirbúningi, en 30-40 starfsmenn verða sendir til Jamaíka þegar vinna hefst þar. Ekki fæst atvinnuleyfi fyrir aðra en sérfræðinga og stjórn- endur og verða heimamenn því stærstur hluti starfsmanna. Starfsmönnum Ístaks hefur fækkað úr þúsund í 360 UNNIÐ er að því á vegum Vegagerðar- innar að kort- leggja hvar brýnast er að koma upp vegriðum á milli akbrauta á fjöl- förnum leiðum á höfuðborgarsvæð- inu. Nefna má Hafnarfjarðarveg, veginn frá Reykjavík í Mosfellsbæ, Reykjanesbrautina milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar og Ártúns- brekku og Miklubraut að Grens- ásvegi. Spurð hvort byrjað verði á því að setja upp vegrið á Hafnar- fjarðavegi þar sem þrír menn biðu bana í umferðarslysi rétt fyrir jól segir Auður Þóra Árnadóttir, for- stöðumaður umferðadeildar, að ekki liggi endanlega fyrir hvar byrjað verði. Svæðið verði skoðað í heild og síðan forgangsraðað. Í fyrra var byrjað á að setja vegrið á milli akbrauta á umferðarmesta hluta Hafnarfjarðarvegar, þ.e. að Kópavogslæk, og í ár verður verk- inu haldið þar áfram til suðurs. „Það eru líkur á að meira fjár- magn verði sett í uppsetningu veg- riða en áður og að hægt verði að vinna hraðar að þessu heldur en hægt hefur verið hingað til,“ segir Auður. „Vegrið eru komin á hluta þessara vega, en síðan eru mjög umferðarþungir vegir, þar sem hraði er mikill, enn án vegriða á milli akbrauta. Við skoðum svæðið í heild og reynum að finna út hvað brýnast er að gera.“ aij@mbl.is Líkur á auknu fjármagni í vegrið Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjav ík | Þ jónusta á landsbyggðinni | s ími : 568 6880 | www.heyrnartækni . i s Eitt af fjölmörgum merkjum þess að heyrn þín sé farin að versna er að þú stillir sjónvarpið hærra en aðrir telja eðlilegt. Þá getur verið tímabært að láta mæla heyrnina og fá úr því skorið hvort heyrnin sé farin að dala. Heyrnartækni býður upp á nútímalegar lausnir við heyrnarskerðingu frá heyrnartækjaframleiðandanum Oticon. Heyrnartækin eru lítil og nett en hlaðin fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á. Auðvelt er að flytja hljóð úr sjónvarpi - þráðlaust - yfir í heyrnartækin þannig að sjónvarpshlustun verður ánægjuleg og þægileg á ný. Heyrir þú verr en aðrir ífjölskyldunni? Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og kynntu þér nútímalegar lausnir við heyrnarskerðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.