Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
✝ Eggert Steinsenrafmagnsverk-
fræðingur fæddist í
Reykjavík 5. desem-
ber 1924. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 15.
janúar sl. Foreldrar
hans voru Anna
Eggertsdóttir, f.
1893, d. 1965, og
Steinn Steinsen,
byggingarverkfræð-
ingur, f. 1891, d.
1981. Bróðir Eggerts
er Gunnar M. Stein-
sen byggingarverkfræðingur, f.
28.3. 1928, maki Sjöfn Zophanías-
ardóttir, f. 22.6. 1931. Þeirra börn
eru Snorri, f. 1966, maki Hróðný
Njarðardóttir, f. 1972, og Lilja
Anna, f. 1973.
Eiginkona Eggerts er Steinunn
Jónsdóttir, f. 7. janúar 1930 á
Ytri-Bakka, Arnarneshreppi. Þau
giftust 7. júlí 1949. Foreldrar
Steinunnar voru Jón Ólafsson,
bóndi á Ytri-Bakka, Arnarnes-
hreppi, f. 1898, d. 1981, og k.h.
Hansína Guðrún Gísladóttir, f.
1895, d. 1950. Börn Eggerts og
Steinunnar eru: 1) Rúnar Hans, f.
3.11. 1949, maki Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 5.7. 1953. Þeirra
börn eru a) Eggert, f. 1973, maki
Halldóra Hilmarsdóttir, f. 1972,
og eiga þau tvo syni, Ísak Rúnar
og Hilmar Viggó, b) Guðmundur,
f. 1981, maki Fjóla Helgadóttir, f.
1982, og eiga þau tvo syni, Arnar
Mána og Hauk, c) Steinn, f. 1986,
maki Anna Þóra Andrésdóttir, f.
1987, d) Svavar, f. 1986. 2) Steinn,
f. 20.2. 1953, maki Ásta María
Björnsdóttir, f. 22.3. 1957. Þeirra
börn eru a) Steinunn Dögg, f.
1979, maki Kristbjörn Helgi
Björnsson, f. 1977, b) Steinarr
Logi, f. 1985, maki Arnbjörg Jó-
hannsdóttir, f. 1985, og á hún
einn son, Ævar Frey, c) Auðun, f.
1993. 3) Anna, f. 24.9. 1959, maki
Sigurður Már Einarsson, f. 28.12.
1955. Þeirra börn eru a) Ragnar
Már Steinsen, f. 1975, maki Ce-
um, á skíðum og skautum á yngri
árum. Eins lengi og heilsan leyfði
fór hann á skíði og skauta sér til
ánægju. Eggert fékk snemma
áhuga á útvarpstækni og var
virkur félagi í Félagi íslenskra
radíóamatöra alla tíð.
Eggert tók virkan þátt í stjórn-
málum á þeim árum sem Kópa-
vogsbær var að byggjast upp.
Hann gegndi mörgum trún-
aðarstörfum á vegum Sjálfstæð-
isflokksins í bæjarstjórn á árunum
1962-1982, sat í ýmsum nefndum
og var bæði aðal- og varafulltrúi
ásamt því að vera forseti bæj-
arstjórnar 1971-1972. Hann
gegndi einnig trúnaðarstörfum á
vegum Sjálfstæðisflokksins vegna
staðsetninga og umhverfisáhrifa
álvera. Eggert var einn af stofn-
endum Rótarýklúbbs Kópavogs og
gegndi þar bæði störfum ritara
og forseta og var einnig Paul
Harris-félagi. Starfsemi Rótarý-
hreyfingarinnar var honum mjög
hugleikin og tók hann þar virkan
þátt og mætti á alla fundi eins
lengi og kraftar hans leyfðu. Egg-
ert sat í stjórn og gegndi for-
mennsku meðal annars í Skauta-
félagi Akureyrar, Félagi íslenskra
bifreiðaeigenda og Skautafélagi
Reykjavíkur.
Eins og í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur starfaði hann af lífi
og sál að þeim málefnum sem
voru honum hugleikin og voru
ófáar stundir sem hann varði til
félagsmála, samfélagi sínu til
heilla. Eggert hlaut ýmsar við-
urkenningar fyrir þessi störf sín.
Hann var heiðursfélagi í Rót-
arýklúbbi Kópavogs, Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda og Ís-
lenskra radíóamatöra. Einnig
fékk hann gullmerki ÍSÍ 1994 og
ÍBR 1998.
Þrátt fyrir að vera störfum
hlaðinn alla sína starfsævi var
hann mikill fjölskyldumaður og
fylgdist fram á síðasta dag mjög
vel með afkomendum sínum og
studdi þá af heilum hug í öllu því
sem þeir tóku sér fyrir hendur.
Útför Eggerts fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, mánudag-
inn 25. janúar, og hefst athöfnin
kl. 13.
cilia Steinsen, f.
1977, og eiga þau
þrjá syni, Nóa, Leó
og Max, b) Friðrik
Rafn Ísleifsson, f.
1978, c) Flosi Hrafn,
f. 1985, maki Þórunn
Kjartansdóttir, f.
1983, d) Eggert Örn,
f. 1991. 4) Ragnheið-
ur, f. 13.3. 1963,
maki Steinþór Hlöð-
versson, f. 12.10.
1962. Þeirra börn
eru a) Héðinn Hilm-
arsson, f. 1983, maki
Guðný Sif Guðmundsdóttir, f.
1973, og á hann einn son, Anton
Mána, b) Sandra Steinþórsdóttir,
f. 1987, c) Viktor, f. 1992, d) Guð-
bergur Már, f. 1994. 5) Jón, f.
10.2. 1967, d. 9.2. 1995, maki
Brynja Sigurðardóttir, f. 24.3.
1967. Þeirra barn er a) Rakel, f.
1990. Brynja giftist síðar Sverri
Andreassen, f. 6.6. 1970. Þeirra
börn eru b) Orri, f. 1996, og c)
Aron, f. 2003, sem Eggert og
Steinunn tóku sem sínum barna-
börnum. Einkasystir Steinunnar
var Gíslína, f. 19.1. 1935, d. 15.5.
2001, og voru tengsl hennar við
fjölskylduna afar náin. Sonur
Gíslínu er Jóhann Viggó Jónsson,
f. 19.3. 1965. Sonur hans er Jón
Húni. Maki Jóhanns er Nanna
Briem, f. 5.10. 1968, og eiga þau
þrjú börn, Daníel Eggert, Tómas
Gísla og Kirsten Margreti.
Eggert varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1944,
tók fyrrihlutapróf í verkfræði frá
Háskóla Íslands 1947 og próf í
raforkuverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1951.
Eggert starfaði hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, Vita- og hafn-
armálaskrifstofunni, Íslenska
járnblendifélaginu, Rafmagnseft-
irliti ríksins og Vatnsveitu
Reykjavíkur auk þess að starfa
sem ráðgefandi verkfræðingur og
stundakennari bæði við Tækni-
skóla Íslands og Háskóla Íslands.
Eggert keppti í frjálsum íþrótt-
Kveðja frá börnum
Við andlát föður okkar leitar
hugurinn til baka og fram streyma
minningar um bernsku og upp-
vaxtarár sem einkenndust af ör-
yggi og hlýju. Í æsku héldum við
að þannig væri því farið á öllum
heimilum en eftir því sem árin liðu
áttuðum við okkur á því hversu
lánsöm við værum. Þá skildum við
að það er ekki sjálfgefið að alast
upp á heimili þar sem við værum
studd í öllu því sem við tókum
okkur fyrir hendur, þar sem allir
okkar vinir voru velkomnir og við
gætum alltaf treyst því að fá að-
stoð ef eitthvað bjátaði á.
Pabbi var okkar helsti stuðn-
ingsmaður og fyrirmynd fram á
síðasta dag. Hann fylgdist vel með
öllu því sem við vorum að fást við
hvort sem var í leik eða starfi,
sýndi því öllu mikinn áhuga og
hvatti okkur áfram þegar þess
þurfti. Því er okkur þakklæti efst í
huga núna, þakklæti fyrir hversu
vel hann hélt utan um okkur öll.
Elsku mamma, undanfarnir
mánuðir voru ekki auðveldir hjá
ykkur pabba. Við erum svo þakk-
lát fyrir hversu vel þér tókst að
gera honum lífið eins létt og kost-
ur var og uppfylla þá ósk hans að
fá að vera heima eins lengi og auð-
ið var. Við höfum dáðst að þeim
styrk sem þú hefur sýnt og mun-
um uppfylla hans síðustu ósk sem
hann bar upp við okkur öll að
hugsa vel um þig þegar hann væri
farinn. Minningin um okkar góða
pabba mun lifa í hjörtum okkar.
Elsku pabbi hvíldu í friði.
Rúnar, Steinn, Anna
og Ragnheiður Steinsen.
Ég minnist Eggerts tengdaföður
míns með væntumþykju, hlýhug
og mikilli eftirsjá. Hann kvaddi
þennan heim að morgni föstudags-
ins 15. janúar snögglega, en sadd-
ur lífdaga eftir erfið veikindi. Ég
átti því láni að fagna að eiga með
honum samleið í hartnær þrjá ára-
tugi eftir að við Anna dóttir hans
kynntumst.
Í Steinsen-stórfjölskyldunni var
hann óumdeildur foringi ásamt
eiginkonu sinni Steinunni. Þau
hjón voru afar samhent jafnt í
blíðu og stríðu og héldu afskaplega
vel utan um alla sína afkomendur.
Þau vissu alltaf hvað var að gerast
hverju sinni hjá öllu sínu fólki þótt
dreift væri um víða veröld, og nýj-
asta tækni nýtt til hins ýtrasta,
hvort heldur var tölvupóstur eða
tölvusími. Þar var rafmagnsverk-
fræðingurinn Eggert á heimavelli,
en útvarps- og sjónvarpstækni var
honum afar hugleikin. Þegar tölv-
ur voru að ryðja sér til rúms fékk
Eggert tölvu í sextugsafmælisgjöf.
Ekki leið á löngu þar til öll nýjasta
tölvutækni og forrit voru komin í
hús og er þetta dæmi um hvað
Eggert var fljótur að tileinka sér
tækninýjungar, enda afburða-
greindur. Eggerti var einnig sér-
staklega umhugað um að fólkið
hans leitaði sér staðgóðrar mennt-
unar og sótti allar skólaútskriftir
og stóra áfanga í lífi afkomenda
sinna ef því varð viðkomið, jafnvel
þótt á erlendri grundu væri. Það
sópaði einnig að félagsmálamann-
inum Eggerti. Hann var alla tíð
mikill sjálfstæðismaður og tók
virkan þátt í stjórnmálum um ára-
tuga skeið. Því held ég að hann
hafi haft lúmskt gaman af því er
tengdasonurinn fór inn í bæjar-
stjórn í Borgarnesi fyrir Alþýðu-
flokkinn. Enn er þó í fersku minni
er hann keyrði okkur hjónin til
veislu í tengslum við flokksþing
Alþýðuflokksins að þegar hann fór
að nálgast veislustað þá runnu á
hann tvær grímur. Bílnum var
snarhemlað með eftirfarandi fleyg-
um orðum: „… nei nú fer ég ekki
lengra, hér get ekki látið nokkurn
mann sjá mig“. Við áttum samt
alltaf auðvelt með að velta fyrir
okkur vandamálum samfélagsins
hverju sinni og oftar en ekki vor-
um við sammála um leiðirnar.
Eggert var einnig einlægur tals-
maður þess að Íslendingar nýttu
sér orkulindir í fallvötnum lands-
ins. Á þessu sviði sem mörgum
öðrum var til hans leitað enda bjó
hann þar yfir mikilli þekkingu sem
tengdist hans fræðasviði. Þannig
tók hann virkan þótt í forathug-
unum á byggingu kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði og byggingu
álvers á Keilisnesi. Það var mikil
og góð reynsla að ræða við Eggert
um slík málefni. Hann var afar
rökfastur eins og verkfræðinga er
siður og með mikla reynslu sem
hann gat miðlað af.
Þessi fátæklegu minningabrot
megna þó lítið að varpa ljósi á líf
Eggerts tengdaföður míns, því
hann lagði hönd víða á plóg í lífs-
starfi sínu. Að leiðarlokum er
þakklæti efst í huga fyrir allar
samverustundirnar og hversu
mikla rækt hann lagði í að fylgjast
með börnum okkar hjóna. Á þess-
ari stundu er hugurinn einnig hjá
tengdamóður minni en þau hjón
áttu sextíu ára brúðkaupsafmæli
síðastliðið sumar. Við munum öll
reyna að hlúa að henni eftir bestu
getu. Guð varðveiti minningu Egg-
erts Steinsen.
Sigurður Már Einarsson.
Það er komið að kveðjustund.
Þrátt fyrir að hafa verið þér sam-
ferða í á fjórða áratug finnst mér
það of stutt. Líklega er það eins og
svo oft við svona aðstæður eig-
ingirni sem stjórnar en þú varst
tilbúinn.
Hugurinn er fullur af góðum
minningum. Minningum um hlýj-
an, góðan vin, ósvikna gleði þína
yfir börnunum, barnabörnunum og
barnabarnabörnunum. Þú fylgdist
með öllu sem þau gerðu af ótrú-
legri nákvæmni og stolti, enda vor-
uð þið hjónin sammála um að af-
komendur ykkar væru bæði þeir
fallegustu og best gerðu sem hægt
væri að eiga. Við vorum líka ágæt,
þessi tengdabörn og tengdabarna-
börn, því auðvitað gátu þessi frá-
bæru börn þín aðeins laðað að sér
ágætt fólk.
Ég man þegar við hittumst
fyrst, hvað þér fannst kjánalegt af
mér að hringja bjöllunni þrátt fyr-
ir að ég kæmi seint að heimsækja
drenginn þinn, það var jú alltaf op-
ið. Ég man eftir þér sitjandi með
Moggann að ráða krossgátuna þar
sem þú hélst uppi samræðum,
svaraðir börnunum sem þurftu at-
hygli þína og fylgdist líka með
fréttunum í útvarpinu. Þú virtist
gera þetta án áreynslu, allt í einu.
Ég man eftir frásögnum þar sem
upptalningar á ættingjum og
tengslum voru fléttaðar inn í sög-
una um leið og þú sagðir frá. Þér
fannst góður siður að tengja frá-
sagnir við ætt eða skólafélaga, ég
lærði svo margt af þessum teng-
ingum. Ég á minningar um ótal
skipti þar sem við áttum samleið,
bæði í gleði og sorg, matarboðum,
afmælum, skírnum, fermingum,
jarðarförum, brúðkaupum, við út-
skriftir, óskipulagðar en kær-
komnar heimsóknir og síðast en
ekki síst á áramótunum á Furu-
grund. Það urðu oft háværar rök-
ræður milli okkar tengdapabba því
það var ekki sjálfgefið við værum
á einu máli, hvorugt gaf eftir,
þannig eru vinir við treystum því
að ólík sýn breytti ekki vináttunni.
Mér þótti gott að heyra þína hlið á
málum og bera mínar skoðanir
undir þig og máta hvernig þér
þættu rök mín, það var þess virði
að hlusta á þig, þú hlustaðir líka,
sást bara hlutina með blárri aug-
um en ég.
Það er sagt að tíminn lækni öll
sár. Það kann að vera rétt. Tíminn
er vinur okkar. En sárin skilja eft-
ir sig ör sem aldrei hverfa. Sárin
eru sársaukafull og óvelkomin. En
örin verða að endingu kærkomin,
því við viljum muna.
Kæri Eggert, takk fyrir allar
fallegu minningarnar, takk fyrir
hvað þú varst góður tengdapabbi
og takk fyrir hvað þú varst börn-
unum mínum góður afi.
Elsku Steinunn, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur við fráfall
ástkærs eiginmanns.
Ég sakna góðs vinar og tengda-
föður og veit að góðu stundirnar,
þær lifa í minningunni.
Kveðja frá tengdadóttur,
Ásta María.
Fyrir rúmum 20 árum þegar ég
fór að vera með Nonna, yngsta
syni Eggerts, var mér tekið opn-
um örmum í Steinsenfjölskylduna.
Eggert og Steinunn voru samrýmd
hjón sem hugsuðu afskaplega vel
um fjölskylduna sína. Þau gerðu
alla hluti saman og voru í mínum
huga sem ein manneskja. Það
verður tómlegt að hafa Eggert
ekki með okkur. Eggert var ein-
staklega áhugasamur um börnin
sín, barnabörnin og barnabarna-
börnin. Hann vissi alltaf hvað þau
voru að gera og fylgdist vel með
þeim í leik og starfi. Hann var allt-
af með ferskar fréttir af öllum úr
stórfjölskyldunni þegar maður
heyrði í honum og voru þetta kall-
aðar Steinsenfréttir. Mér og minni
„nýju“ fjölskyldu hefur Eggert
tekið mjög vel, Orra og Aroni hef-
ur hann tekið sem sínum eigin
barnabörnum, Rakel náttúrlega
sem sannri prinsessu og Sverri
sem sínum eigin tengdasyni. Það
hefur oft verið hálfspaugilegt þeg-
ar Sverrir hefur verið að kynna
Eggert: „Þetta er tengdafaðir kon-
unnar minnar og tengdafaðir
minn“.
Ég vil þakka fyrir að hafa
kynnst Eggerti og hans stórfjöl-
skyldu og fengið að vera partur af
henni. Börnin mín hafa misst ynd-
islegan afa og við Sverrir frábær-
an tengdapabba.
Elsku Steinunn mín, lífið verður
skrítið án þíns elskulega eigin-
manns, við skulum gera allt sem
við getum til að gera þér það bæri-
legt. Allri stórfjölskyldunni votta
ég innilega samúð mína.
Brynja Sigurðardóttir.
Það er með djúpri sorg í hjarta
að ég kveð elsku afa Eggert. Þeg-
ar ég horfi til baka á líf mitt sé ég
hvað hann hefur haft mikil áhrif á
mig og stutt mig í því sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Þegar ég
var smápatti man ég eftir því að
ég beið eftir honum koma heim úr
vinnunni á hverjum degi til að
hann gæti skutlað mér niður í
„sigló“, og eftir siglingakeppnir
stóð ósjaldan yfir sig stoltur afi
með myndavélina á bryggjunni og
fylgdist með.
Á veturna fórum við oft á skíði
saman eftir vinnu þegar það var
opið í Bláfjöllum á þriðjudögum og
fimmtudögum til tíu. Þegar afi
fékk fyrstu tölvuna sína í sextugs-
afmælisgjöf var áhugi minn á tölv-
um að vakna. Má því segja að við
höfum alist saman upp í tölvu-
heiminum, aðstoðað hvor annan og
deilt þessu áhugamáli (sem síðar
varð mín atvinna). Á námsárunum
í Svíþjóð man ég eftir því að við
töluðum saman á IRC-inu, ég átti
langflottasta afann sem kunni að
fara á IRC-ið. Núna eftir að við
fluttum aftur til Svíþjóðar höfðum
við mikið samband með nútíma-
legri samskiptatæki eins og Skype
og Facebook. Svona var afi, alltaf
með nýjustu tækni á hreinu. Við
afi höfðum mikinn áhuga á flugi og
var það virkilega gaman að geta
boðið honum sem einum af mínum
fyrstu farþegum í flug eftir ég
fékk flugprófið.
Það var mikið af afa í mér – og
það er því mikið af mér sem ég
kveð. Ég lifi með afa Eggert í
hjarta mér.
Ragnar Már Steinsen.
Elsku afi Eggert.
Ég veit þér líður betur núna og
ert að fylgjast með okkur.
Þú varst alveg frábær afi, þú
studdir mig alltaf í öllu sem ég
gerði og fylgdist alltaf vel með öllu
sem ég tók mér fyrir hendur. Ég á
alltaf eftir að minnast þín með
gleði því ég á svo ótrúlega góðar
minningar sem tengjast þér.
Elsku afi minn, við pössum
ömmu fyrir þig og ég veit að þú og
pabbi eruð alltaf hjá okkur og
passið vel upp á okkur.
Þín
Rakel.
Elsku afi.
Þegar þú lagðir af stað af jörðinni
lá leið þín beint til himna
og úr okkar heimi.
Nú ert þú partur af öllu,
partur af sólinni,
partur af skýjunum.
Þó okkur líði illa
líður okkur betur að vita af þér á
betri stað
að fylgjast með og vernda okkur
hin.
Þinn
Orri.
Elsku afi minn.
Nú líður þér miklu betur uppi á
himnum með Nonna pabba.
Þinn
Aron.
Við munum eftir því hvað afi gat
gert marga hluti í einu.
Við munum eftir afa að leggja
kapal. Hann svindlaði stundum.
Við munum eftir afa og öllum
sjónvörpunum og tölvunum, græj-
unum og talstöðvunum … og her-
berginu sem þetta var allt í.
Við munum eftir afa og öllum
skoðununum hans.
Við munum eftir afa og rjúp-
unum sem honum þóttu svo góðar.
Við munum eftir afa og sög-
unum.
Við munum eftir afa á gamlárs-
kvöld þegar hann stóð upp frá
matarborðinu til að fara út með
börnin og kveikja í nokkrum flug-
eldum, börnin létu tilleiðast.
Eggert Steinsen