Morgunblaðið - 25.01.2010, Qupperneq 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
til þess að þú sért búinn að kveðja
okkur í bili.
Seinustu 10 árin þín voru erfið en
þú varst einstakur baráttumaður
fram á síðustu stundu. Þrátt fyrir
veikindin varstu einn lífsglaðasti
maður sem við höfum kynnst, sífellt
brosandi og náðir alltaf að líta á
björtu hliðarnar. Þvílík gæfa fyrir
okkur að eiga svona flotta fyrir-
mynd. Hjartans þakkir, elsku afi,
fyrir allt og allt.
Hildur Karen, Kristín Þóra og
Sigurður Elí Haraldsbörn.
Ég ætlaði alltaf að verða búðar-
kona þegar ég yrði stór og draum-
urinn var að reka Elfi með Arnheiði
frænku þegar afi og amma myndu
láta af störfum. Trúlega gat ég ekki
flúið eðlið og upplagið því ég varð
aldrei búðarkona og ekki tók ég við
Elfi. Leið mín lá þess í stað inn á
sjúkrahús og í hjúkrun.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
byrjaði að vera með afa og ömmu í
búðinni og man ég fyrst eftir mér í
þeirri sem seldi barnafötin og var
staðsett í Þingholtsstræti. Til að
byrja með var ég mest að þvælast
um og fylgjast með afa og ömmu við
störf sín en með tímanum fór ég að
hjálpa meira til, taka upp úr kössum
og raða á slár og í hillur og þurrka
af, svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég
var ellefu ára vann ég mér svo inn
fyrstu aurana og fram til tvítugs
vann ég í Elfi öll sumur, jól og
páska.
Elfur var hluti af lífinu og þar
naut ég þeirra forréttinda að vinna
með afa mínum og ömmu og njóta
handleiðslu þeirra og visku. Þau
voru bestu fyrirmyndir sem hægt er
að hugsa sér og það sem ég lærði á
þessum árum nýttist mér ekki ein-
ungis við búðarstörfin heldur reynd-
ist vera ómetanlegt veganesti inn í
framtíðina.
Í Elfi kynnist ég vel kostum afa
míns sem gerðu hann að góðum
kaupmanni, stjórnanda og mannvini.
Hann var duglegur, heiðarlegur og
góður maður. Hann var vel gefinn
og fylginn sér og traustari mann var
vart hægt að finna. Hann var líka
skemmtilegur og hafði gott skop-
skyn, naut sín vel í fjölmenni og kom
vel fyrir sig orði bæði í ræðu og riti.
Afi átti mörg áhugamál en fjöl-
skyldan var án efa þar efst á lista og
skipti hann öllu. Hann fylgdist vel
með sínu fólki bæði í starfi og leik,
var hvetjandi og umhyggjusamur.
Núna þegar afi er dáinn þá finnum
við öll hvað það er dýrmætt að eiga
góða fjölskyldu og vil ég þakka afa
mínum fyrir hana. Ég þakka honum
einnig fyrir samveruna og elskuna í
minn garð og bið góðan guð að passa
hann vel.
Kristín Sigurðardóttir.
Afi minn.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Hvíl í friði elsku langafi.
Kjartan Ísak og Birna Lind.
Kær frændi er fallinn frá. Sigurð-
ur Elí, sem ég kallaði aldrei annað
en Ella frænda, var einstakur mað-
ur. Hann var frumkvöðull og kaup-
maður í áratugi. Hann var í forystu-
sveit kaupmanna í miðbænum og
formaður Kaupmannasamtaka Ís-
lands til margra ára. Í ræðu og riti
var hann afar vel máli farinn. Hann
hafði sérstaklega góða nærveru, það
var bjart yfir honum og hann var
skemmtilegur. Ég minnist hans með
mikilli virðingu.
Ein af æskuminningunum er
mynd af Ella á gangi í miðbænum
þar sem hann rak verslunina Elfur.
Sem sendill var ég oft á ferðinni og
sá hann stundum og var mjög stolt-
ur af þessum frænda mínum. Á
myndinni er Elli á gangi í gráum
jakkafötum, hár og myndarlegur,
grár í vöngum, virðulegur en um-
fram allt glaðlegur og góðlegur. Það
var eftir honum tekið.
Í seinni tíð hittumst við oft á
Laugardalsvellinum á leikjum
Fram. Elli var að upplagi stuðnings-
maður Vals en þegar sonarsonur
hans og alnafni fór að leika með
Fram hittumst við oft á leikjum fé-
lagsins. Það var alltaf gaman að
hitta hann og spjalla. Hann spurði
alltaf fyrst um fréttir af fjölskyldu
og vinum en síðan var rætt um leik-
inn og gengi Framliðsins. Á þessum
árum átti Safamýrarliðið erfitt upp-
dráttar en Elli lét það ekkert slá sig
út af laginu og mætti vel þótt heilsan
væri farin að gefa sig. Þannig var
þessi frændi minn, þrautseigur og
viljasterkur.
Ég sendi Þorgerði og fjölskyldu
Ella innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Baldvinsson.
„Á ég ekki að kíkja við í kirkjunni
með smá vínarbrauð?“ Þetta voru
lykilorð að mörgum sælum stundum
á síðasta áratug liðinnar aldar, sam-
verustundum tveggja vina sem
kynnst höfðu í Hallgrímskirkju í
vinnu við fjáröflun fyrir hið mikla
orgel kirkjunnar. Höfðinglundað
góðmenni, lífsreyndur kaupmaður af
Laugaveginum og söngvinn áhuga-
maður um lífið, trúna og listina,
hafði árið 1988 gefið sig fram á fundi
í Hallgrímskirkju og strax fangað
athygli organistans, sem var að
safna liði í kringum fjáröflun til
kaupa á stóru konsertorgeli fyrir
nývígðan þjóðarhelgidóm. Um það
leyti var unnið að samningi um smíði
orgels hjá orgelsmiðju Klais í Bonn.
Þessi maður hét Sigurður Elí Har-
aldsson og tók vel í bón um að taka
að sér framkvæmdastjórn með fjár-
öflun, sem fólst í því að gefa ein-
staklingum og fyrirtækjum kost á að
eignast pípur í hljóðfærinu. Þessi
fjáröflunaraðferð reyndist mjög
áhrifarík.
Næstu fjögur árin kom Sigurður
Elí á hverjum virkum degi á skrif-
stofu í turninum og afgreiddi pant-
anir, fyllti út skírteini og gjafabréf
og kom þeim síðan í réttar hendur,
oft í eigin persónu, akandi á einka-
bifreið sinni. Alúð, samviskusemi og
vandvirkni einkenndu alla hans
vinnu og skilaði smám saman háum
upphæðum í orgelsjóð. Sá mikli
árangur sem þessi fjáröflun skilaði
til kaupa á veglegasta hljóðfæri
landsins var Sigurði mikið gleðiefni.
Löngu eftir að orgelið var komið
upp hélt Sigurður áfram að sjá um
að skrautrituð gjafabréf kæmust til
þeirra sem áfram vildu styrkja org-
elkaupin.
Í Sigurði Elí eignaðist Hallgríms-
kirkja frábæran liðsmann, undirrit-
aður eignaðist jafnframt einstakan
vin, sem með föðurlegri góðvild
fylgdist með, studdi og uppörvaði í
spennandi verkum á vettvangi lífs
og lista. Það var alltaf gott að hitta
Sigurð Elí, það stöfuðu af honum
geislar manngæsku og kærleika, en
jafnframt merlandi kímni. Nú hefur
þessi höfðingi kvatt þetta jarðlíf.
Honum fylgir bæn um blessun Guðs
og þakkir fyrir langa samferð.
Nokkuð er síðan við borðuðum sam-
an vínarbrauð síðast, minningin
mun lifa svo og von um endurfundi
með öðruvísi vínarbrauði, kannski
það verði alvöru smjörkaka með
rúsínum. Við Inga Rós sendum Þor-
gerði og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Hörður Áskelsson.
Í febrúarmánuði 1985 hóf ég störf
á endurskoðunarskrifstofu. Mitt
fyrsta verkefni þar var að ganga frá
ársuppgjöri fyrir verslunina Elfur,
sem Sigurður Elí rak á Laugavegi
38, ásamt eiginkonu sinni Þorgerði
Árnadóttur. Þannig lágu leiðir okk-
ar Sigurðar saman í fyrsta sinn. Allt
frá fyrstu stundu varð okkur vel til
vina og hélst sú vinátta alla tíð. Sig-
urður var mjög hógvær maður,
þrátt fyrir að hann hefði afar margt
til að hreykja sér af.
Sigurður er einn vandaðasti og
heiðarlegasti maður sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Fjölskyldan var
í fyrirrúmi hjá honum. Hann var af-
ar stoltur af börnum sínum og ekki
síður af barnabörnunum og bar hag
þeirra mjög fyrir brjósti. Við Sig-
urður eyddum löngum stundum í að
ræða saman. Hann hafði þann góða
kost að vera ekki síðri í að hlusta á
aðra en segja sjálfur frá, sem hann
þó gerði listavel. Hann sagði mér frá
barnabörnum sínum og ég frá mín-
um börnum. Barnabörn þeirra Sig-
urðar og Þorgerðar eru mikið hæfi-
leikafólk, eins og berlega kom í ljós í
áttræðisafmæli Sigurðar þar sem
þau fóru á kostum með söng og
hljóðfæraleik og upplifði maður þar
að Sigurður hafði ærna ástæðu fyrir
stolti sínu af þeim.
Á árinu 1992 varð ég fyrir því
áfalli að missa dóttur mína, tæplega
þriggja ára gamla. Vinátta Sigurðar
á þeim tíma var mér algjörlega
ómetanleg. Að tala við hann um lífið
og tilveruna á þessum tíma styrkti
mikið, auk þess sem hann skrifaði
mér mjög hjartnæmt bréf á þessum
tíma sem snart mig mjög mikið. Það
eru mikil forréttindi að njóta vináttu
manns á borð við Sigurð.
Þegar Sigurður hætti verslunar-
rekstri fyrir rúmum áratug ætlaði
hann að fara að njóta lífsins og
ferðast um heiminn með Þorgerði
sinni. Það er kannski skrýtið að taka
svona til orða, vegna þess að ég held
að Sigurður hafi alltaf notið lífsins
en lífshamingja hans fólst í því að
hugsa fyrst um aðra en sjálfan sig
og láta gott af sér leiða en það tókst
honum svo sannarlega að gera á lífs-
leiðinni. Honum varð hins vegar
ekki að þeirri ósk sinni að ferðast
um heiminn eins og hann stefndi að,
því að heilsan brást. Ég man hversu
ósanngjarnt mér þótti á sínum tíma
og þykir enn að hann og Þorgerður
hafi ekki fengið að njóta þess á efri
árum að láta drauma sína um ferða-
lög til fjarlægra landa rætast.
Kæri vinur, ég er mjög lánsamur
að hafa fengið að njóta vináttu þinn-
ar í um aldarfjórðung og hafa í leið-
inni fengið að kynnast þínu fólki, en
um afkomendur þína má segja að
sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Ég vil að lokum votta Þorgerði og
afkomendum ykkar samúð mína og
bið góðan guð að veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Rögnvaldur Dofri Pétursson.
Þegar mér var tilkynnt andlát
Sigurðar E. Haraldssonar kaup-
manns kom mér sú fregn ekki á
óvart, þar sem ég heimsótti hann
viku áður og virtist mér ljóst hvert
stefndi. Ég gat því kvatt vin minn til
margra ára. Meðan Sigurður dvaldi
á Sóltúni ásamt eiginkonu sinni
heimsótti ég þau oft og við Sigurður
ræddum okkar hugðarefni, sem
voru viðskipti og verslun og starf-
semi Kaupmannasamtakanna, en
þar lágu leiðir okkar fyrst saman.
Sigurður gekk í samtökin í byrjun
sjöunda áratugarins, en hann hafði
þá nýlega hafið rekstur við Lauga-
veg og gaf verslun sinni nafnið Elf-
ur. Þá verslun rak hann til ársins
1998, að hann lagði hana niður
vegna heilsubrests. Stuttu eftir að
hann gekk í Kaupmannasamtökin
var hann kjörinn í stjórn félags
vefnaðarvörukaupmanna, sem var
aðildarfélag innan Kaupmannasam-
takanna. Síðar var hann kjörinn for-
maður þess félags. Í framkvæmda-
stjórn Kaupmannasamtakanna var
Sigurður síðan kjörinn og sat þar
ásamt þeim sem þetta ritar sem þá
var formaður.
Í framhaldi af því tók Sigurður
svo við sem formaður samtakanna
og var mér það einkar ljúft að af-
henda honum stjórnartaumana því
ég vissi að þeir voru í góðum hönd-
um. Hann var mikill félagsmálamað-
ur, vann sín verk af alúð og vand-
virkni og var einkar nákvæmur í
sínum störfum. Samhliða formanns-
starfinu sat hann í nefndum og ráð-
um á vegum samtakanna.
Ég vil nota tækifærið og þakka
Sigurði fyrir hönd Kaupmannasam-
taka Íslands hans störf sem hann
vann af alhug. Hann naut þess að
vinna með góðum félögum eins og
hann sagði oftsinnis. Fyrir u.þ.b. níu
árum var stofnaður félagsskapur
sem hlaut nafnið Kaupmannaklúbb-
urinn. Félagar klúbbsins eru kaup-
menn í eldri kantinum og flestir
hættir rekstri. Klúbbfélagar hittast
einu sinni í mánuði í húsakynnum
Kaupmannasamtakanna og fá sér
kaffisopa. Umræðuefni fundanna er
fært til bókar og kemur þar fram
það sem spjallað hefur verið hverju
sinni. Sigurður var einn af stofnend-
um og lét sig ekki vanta á meðan
heilsan leyfði.
Við klúbbfélagar kveðjum góðan
félaga og verður hans sæti meðal
okkar vandfyllt. Ég vil að síðustu
þakka Sigurði E. Haraldssyni kaup-
manni óeigingjörn störf í þágu okk-
ar kaupmanna gegnum árin. Eigin-
konu Sigurðar, Þorgerði Blandon,
börnum þeirra hjóna og barnabörn-
um sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur. Hvíl í friði kæri vinur.
Gunnar Snorrason, fv. formað-
ur Kaupmannasamtaka Íslands.
Ljúfmennið Sigurður E. Haralds-
son hefur loks eftir erfið og langvinn
veikindi lokið jarðlífi sínu. Kynni
okkar voru hvorki löng né mikil, en
eftirminnileg voru þau. Við urðum
óvart sessunautar í Umferðarnefnd
Reykjavíkur árin 1982-1984. Sigurð-
ur sat þar fyrir hönd kaupmanna-
samtakanna sem formaður þeirra og
ég fyrir hönd SVR. Nánast alltaf
vorum við ósammála um helstu mál-
in sem okkur varðaði þar, m.a. hvort
strætisvagnarnir ættu að fara niður
Laugaveginn eða ekki, og hvort ekki
væri hægt að koma umferðinni þar
eitthvað hraðar niðureftir vagnanna
vegna og tímaáætlananna sem þeir
urðu að standa sig í. Sigurði fannst
bara fínt að hafa þetta eins og þetta
var forðum, að þorri strætisvagna-
flotans væri meira og minna fastur á
Laugaveginum, en mér að sjálf-
sögðu alls ekki. Ég man eiginlega
ekki eftir neinu máli sem við vorum
sammála um þarna í nefndinni.
Þannig sköruðust sjónarmiðin þá.
Utan funda í nefndinni áttum við
hins vegar oft stundir saman í versl-
un hans Elfur á Laugaveginum, að
ógleymdum þeim stundum sem við
áttum í sókninni okkar, Hallgríms-
kirkjunni. Eftir hann og marga aðra
liggur það stórverkefni að hafa stað-
ið fyrir söfnun til kaupa á Klais-
orgelinu góða í Hallgrímskirkju sem
glatt hefur hjarta okkar og svo
margra annarra á góðum stundum.
Þar og annars staðar varð mér ljóst
að það var enginn meðalmaður á
ferð þar sem Sigurður var.
Ógleymanleg eru mér einnig um-
mæli hans í blöðum og útvarpi mitt í
versta hluta kalda stríðsins um 1982
aðspurður um þau vopn og þær
meðaldrægu kjarnorkueldflaugar
sem Bandaríkjamenn voru þá að
koma sér upp víðast hvar í Evrópu
til að ögra Sovétríkjunum sálugu, og
umdeild voru í meira lagi, – að hann
væri sannfærður um að það væri alls
ekki mesta hjartans mál einhverrar
fjölskyldu í Bandaríkjunum að tor-
tíma einhverri annarri fjölskyldu í
Rússlandi og öfugt, og að þessu
brjálæði yrði að linna. Á þessum
tíma var nánast drottinssvik af sjálf-
stæðismanni að tala svona. En svona
talaði Sigurður samt. Beint frá
hjartanu og til hjarta viðmælandans,
og þá helst um hjartaþel fólks og
þjóða. Fyrir þetta sem og margt
annað sem Sigurður var mér innan-
handar í og utan umferðarnefndar-
funda skal þakkað nú á þessum
tímamótum. Sigurði fylgja árnaðar-
óskir til nýrra heimkynna sinna, og
þau huggunarorð til fjölskyldu hans
og vina að öll munum við hittast þar
síðar á grænum grundum skaparans
og gleðjast og hlæja hátt og innilega
eins og í þessu stutta jarðlífi.
Magnús H. Skarphéðinsson.
Kveðja frá Karlakórnum
Fóstbræðrum
Fátt er talið tengja fólk betur
saman en söngurinn, enda oft kall-
aður hjartans mál. Þegar safnast er
saman til söngs í því skyni að ná sem
bestum árangri þarf að syngja
fölskvalaust og hreint og hver að
hlusta á annan – ná að stilla saman
strengi – syngja af hjartans lyst. Þá
næst samhljómur.
Sú kenning er uppi að þeir, sem
ekki nái samhljómi í söng, skili slak-
ari samhljómi á öðrum vettvangi –
gangi ekki í takt.
Það á vel við að hafa þennan for-
mála, þegar Sigurðar Elís Haralds-
sonar er minnst af Fóstbræðrum.
Hann var gæddur þeim eiginleikum
í ríkum mæli, sem hafa þurfti til að
smellpassa í Fóstbræðrakórinn – ná
samhljómi og takti. Einnig varð
strax ljóst að Sigurður nýtti þessa
eiginleika í allri framgöngu og fram-
kvæmd, hvar sem hann gekk um
garð.
Siggi Har gekk í Fóstbræður
1954 og söng með kórnum í tæpan
áratug. Eftir að hann hætti í starf-
andi kórnum, vegna anna á öðrum
sviðum, skipaði hann sér í raðir
Gamalla Fóstbræðra og var þar
virkur þátttakandi næstu áratugi.
Vegna mikilla mannkosta sinna
voru honum á hverjum tíma falin
nánast öll trúnaðarstörf, sem sinna
þarf í svona félögum, bæði hjá starf-
andi og hjá Gömlum Fóstbræðrum.
Ekki verða þau störf talin upp hér;
það yrði löng saga. En geta má þess
að hann var formaður Fóstbræðra
1962-1963 og Gamalla Fóstbræðra
1964-1965. Hann kom mjög við sögu
og mótun félagsskapar Gamalla
Fóstbræðra á þeirra upphafsárum.
Skulu hér færðar bestu þakkir fyrir
vel unnin störf og góða viðveru í
báðum þessum félögum.
Sigurður var dagfarsprúður og
hæverskur. Hélt því fram af kurteisi
og festu, sem hann taldi rétt vera.
Hann var hnyttinn í tilsvörum og
hafði góða kímnigáfu, sem hann
beitti vel. Honum var einkar lagið að
stjórna og taka ákvarðanir, þó þann-
ig að viðkomandi urðu þess lítt varir,
en flestir ánægðir með niðurstöð-
urnar.
Hann hélt mikilli tryggð við Fóst-
bræður alla tíð meðan gat og mátti.
Við vorum að hitta Sigga Har á
hljómleikum og samkomum Fóst-
bræðra fram á síðustu ár.
Þeir Fóstbræður, er sungu með
Sigurði og þekktu hann, sem og
Fóstbræður allir, færa honum bestu
þakkir – já, þökk fyrir allt og allt.
Aðstandendum vottum við dýpstu
samúð.
Fyrir hönd Fóstbræðra,
Garðar Jökulsson.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, móðir,
tengdamóðir, systir og amma,
HJÖRDÍS ÁSKELSDÓTTIR
Rimasíðu 6,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 21. janúar. Útför hennar fer fram
frá Glerárkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13:30.
Stefán Traustason,
Svala Halldórsdóttir,
Trausti Adamsson, Monika M. Stefánsdóttir,
Monika M. Stefánsdóttir, Gunnar Á. Jónsson,
Halldór Á. Stefánsson, Guðbjörg L. Gylfadóttir,
Svala H. Stefánsdóttir, Jónas H. Friðriksson,
bræður og barnabörn.