Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
✝ Guðbjörn Jósías-son fæddist á Haf-
urstöðum í Þistilfirði
12.3. 1921. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri að
kvöldi 15. janúar sl.
Foreldrar hans
voru Guðný Þórarins-
dóttir, f. 30.11. 1887 á
Syðra-Álandi í Þist-
ilfirði, d. 28.9. 1974,
og Jósías Stefánsson,
f. 2.8. 1882 á Ingj-
aldsstöðum í Keldu-
hverfi, d. 19.10. 1965.
Guðný og Jósías eignuðust auk
Guðbjörns eina dóttur Sig-
urbjörgu, f. 4.5. 1914, búsetta í
Reykjavík, og dreng fæddan og dá-
inn 1915. Guðbjörn bjó fyrstu ævi-
árin á Hafurstöðum í Þistilfirði en
fluttist síðan að Heiðarhöfn á
Langanesi með foreldrum sínum
og síðan til Þórshafnar. Guðbjörn
giftist 20.1. 1950 Aðalbjörgu Guð-
mundsdóttur, f. 20.1. 1925 á Hrol-
laugsstöðum á Langanesi. For-
eldrar hennar voru Hólmfríður
Guðbrandsdóttir, f. 9.6. 1888 á
Hrollaugsstöðum, d. 3.12. 1980, og
Guðmundur Jósefsson, f. 21.8. 1892
í Skoruvík á Langanesi, d. 3.12.
1966. Börn Aðalbjargar og Guð-
aðalstarf eða með annarri vinnu. Á
Þórshöfn var hann í kirkjukórnum
og þótti lagviss með fallega söng-
rödd. Hann spilaði á harmonikku
og þótti vel liðtækur á hljómborð.
Þau Aðalbjörg áttu góðan og sam-
stilltan vinahóp á Þórshöfn. Þegar
þau fluttu síðan til Akureyrar 1958
bjó fjölskyldan í Gróðrarstöðinni
og hann starfaði sem ráðsmaður
hjá Tilraunastöð ríkisins. Þar var
m.a. stunduð nautgriparækt, kart-
öflurækt og allur búskapur sem því
fylgdi og vann hann þar til ársins
1970 en þá flutti fjölskyldan í nýtt
hús sem hann hafði byggt við Ás-
hlíð á Akureyri. Hann vann um
tíma í ullarverksmiðjunni Gefjun
og í sjö ár rak hann verslun á bens-
ínstöðinni sem þá hét BP en nú Ol-
ís. Guðbjörn átti alltaf bát og
stundaði grásleppuveiðar á vorin
frá Flatey á Skjálfanda, þar var bú-
ið í bátnum og söltuð hrogn í ver-
stöð. Hann stundaði færaveiðar og
veiddi kola í net í Eyjafirði. Veiði-
mennska var mikið áhugamál hjá
Guðbirni, stangveiði og skotveiði
og útivistin sem því fylgdi. Heimili
Guðbjörns og Aðalbjargar var
þekkt fyrir gestrisni enda var mjög
gestkvæmt þar og má segja um
heimili þeirra að þar ríkti alla tíð
hugsunin: Húsið mitt er húsið þitt.
Jarðarför Guðbjörns verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag,
25. janúar, og hefst athöfnin kl.
13.30.
björns eru 1) Reynir
Eðvarð, f. 26.6. 1946,
maki Kolbrún Kol-
beinsd. Börn: Guð-
finna Reynis, Aðal-
björg Reynis,
Barnabörn 2. 2) Emil
Þór, f. 15.7. 1952
maki Hrafnhildur
Jónsd. Börn: Bjarnd-
ís, Guðbjörn, Dagur,
Jón Sindri. Barna-
börn 6. 3) Ester, f.
16.4. 1961 maki Arn-
ar þór Gunnarsson.
Börn: Guðni Þór,
Andri Þór, Dagný Lilja, Emil Þór.
Aðalbjörg átti frá fyrra hjónabandi
1) Gunnar, f. 24.8. 1942, maki Guð-
rún Ísaksd. Börn: Valborg, Arna,
Sigurður. Barnabörn 7. 2) Guð-
mundur Hólm, f. 7.6. 1945, maki
Ragnhildur Karlsd. Börn Guð-
mundar: Sigrún Björg, Sigurður
Aðils. Börn Guðmundar og Ragn-
hildar: Vilborg, Aðalbjörg, Þór-
hildur. Barnabörn 8. Guðbjörn
starfaði á Heiðarfjalli sem véla-
maður og var með réttindi á hvers
kyns vélar og krana. Hann starfaði
hjá Vegagerðinni á veghefli í Þist-
ilfirði. Sjómennska átti alla tíð hug
hans og gerði hann út báta frá
Þórshöfn og Akureyri ýmist sem
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Kallið er komið hjá þér elsku
Bjössi. Við þökkum þér einstakan
kærleika, vináttu og stuðning. Þú
áttir gullhjarta, gestrisnin ykkar
Öbbu var endalaus, oft var heimilið
eins og hótel, allir velkomnir í mat
og næturskjól.
Þú varst hörkuduglegur og
vinnusamur, svo kom áfallið, veik-
indin, eins og högg.
Þú sýndir ávallt mikið æðruleysi
það var ekki þinn stíll að kvarta.
Það var mér mikils virði að finna að
ég var ein af fjölskyldunni alla tíð
og eiga þig að.
Við kveðjum þig með þakklæti og
virðingu.
Elsku frænka mín og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur, minning-
in um góðan mann lifir.
Hólmfríður (Lóa,) Ágúst
og fjölskylda.
Löngu ævikvöldi er nú lokið.
Bjössi hennar Öbbu frænku hefur
kvatt. Okkur systur langar að minn-
ast hans enda lífssaga hans samofin
æskuminningum okkar. Við systur
munum Bjössa í Gróðrarstöðinni,
ævintýralandi minninganna. Stóra
húsið, skógurinn, verkfærageymsl-
an og fjósið var okkur nýstárlegur
heimur: karlaveröld með bílum,
verkfærum og græjum til veiða á
sjó og landi. Áhugamál Bjössa var
starf hans og starfið áhugamál.
Húsið í Gróðrarstöðinni er í
minningunni völundarhúsi líkast.
Herbergi og skúmaskot í kjallara
og háalofti og dularfullur bakstiga-
gangur eru eins og sviðsmynd úr
sögum með leynidyrum að löndum
ævintýranna. Strákaheimur þar
sem Bjössi lék aðalhlutverkið.
Bjössi var skemmtilegur maður
og vinsæll. Unglingarnir í vinnu-
skólanum sáu ekki sólina fyrir hon-
um og kepptust um að vera í sam-
neyti við hann og hápunkturinn var
að fá að sitja með honum í Willys-
jeppanum hans ef fara þurfti sendi-
ferð. Meðal samferðamanna var
hann hrókur alls fagnaðar, spilaði á
harmonikku og orgel á góðum
stundum og var sannur vinur vina
sinna. Í Aðalstrætinu var alltaf
glatt á hjalla þegar Abba og Bjössi
og annað samferðafólk kom að spila
brids. Í þá daga var spilamennska
fastur liður í tilverunni.
Langvarandi veikindi vörnuðu
Bjössa máls en aldrei hvarf brosið
og blíðan úr augum hans sem tindr-
uðu skært þegar sjóinn, báta og fisk
bar á góma.
Um leið og við systur kveðjum og
minnumst manns sem gefur æsku-
minningum okkar lit vottum við föð-
ursystur okkar og hennar fólki inni-
Guðbjörn Jósíasson
Þann fyrsta nóvem-
ber 1958 hófum við Sig-
urður Guðmundsson
nám við tækniskólann í
Kaupmannahöfn og al-
gjör tilviljun réð því að við settumst
hlið við hlið í skólastofunni. Þetta var
upphafið á vináttu og samstarfi sem
varað hefur öll árin. Við kölluðum
hvor annan „nafna“ og hefur það
haldist síðan.
Fyrsti veturinn í skólanum var
strembinn og orðabókin var óspart
notuð, en um vorið var farið að rofa til
og eftir prófin fórum við heim til Ís-
lands, til að vinna fyrir uppihaldi á
næstu önn. Á þessum tíma var Lána-
sjóður námsmanna ekki til og því var
ekki um annað að ræða en að vinna
sér sem mest inn yfir sumarið og vona
að eitthvert lán fengist hjá ráðuneyti
menntamála. Um haustið fórum við
nafnarnir að leita okkur að herbergi
og næsta árið leigðum við saman her-
bergi á gistiheimilum. Sigurður lauk
námi 1961 og hóf störf hjá Húsnæðis-
málastofnun, við hönnun á íbúðarhús-
um, en stofnunin rak tæknideild sem
mikið var leitað til, einkum af fólki frá
landsbyggðinni, en einnig héðan úr
þéttbýlinu. Sigurður var mjög fær
hönnuður, þau hús sem hann hannaði
nutu mikilla vinsælda bæði fyrir útlit
og innra skipulag. Fyrir eina hús-
teikningu sem byggt var eftir í nokk-
ur hundruð eintökum, var honum
veitt viðurkenning, áletrað gullúr.
Eftir þessum uppdrætti var byggt
hús sem var vinningur í happdrætti
DAS. Á þessum árum byggðu Sigurð-
Sigurður
Guðmundsson
✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist
í Reykjavík 27. júlí
1938. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 7. janúar síðastlið-
inn. Útför Sigurðar fór
fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 19. janúar.
ur og Sólveig íbúðar-
hús sitt á Háaleitis-
braut 125. Eftir 12 ára
starf hjá Húsnæðis-
stofnun hættum við
störfum þar og settum
ásamt tveimur sam-
starfsfélögum á stofn
teiknistofu og starf-
ræktum í þrjú ár en þá
stofnuðum við Sigurð-
ur teiknistofuna Stað-
alhús. Nú urðu verk-
efnin fjölbreyttari,
iðnaðar- og verzlunar-
hús, leikskólar, stjórn-
sýsluhús og dvalarheimili fyrir aldr-
aða. Sýndi Sigurður mikla færni og
hugkvæmni við öll þessi verk. Hann
hafði hæfileika til að sjá margt í fáu og
stórt í smáu. Við lestur þessarar
greinar mætti halda að aldrei hafi
verið litið upp frá teikniborðinu, en
sem betur fer er það ekki rétt.
Margar veiðiferðir voru farnar í
Stóru Laxá og vestur í dali. Einnig
eru minnisstæðar tvær ferðir sem við
fórum til Þýskalands. Á hverju ári frá
1989 höfum við farið saman til veiða í
Grenlæk, til Þórunnar og Erlends,
vinafólks okkar sem býr á Seglbúð-
um, og var ferðin í haust sú tuttug-
asta. Til þessara ferða var ætíð hugs-
að með mikilli tilhlökkun og þær voru
eiginlega orðnar fastur punktur í til-
verunni. Árið 1994 hóf Sigurður störf
hjá Búnaðarbanka við eignaumsjón
og hætti vinnu á teiknistofunni. Hjá
Búnaðarbanka og síðar Kaupþingi
starfaði Sigurður til ársins 2008 að
hann lét af störfum.
Þegar ég tek lauslega saman yfirlit
yfir hönnunarstarf Sigurðar reiknast
mér til að hann sé aðalhönnuður tölu-
vert á annað þúsund húsa af ýmsum
gerðum.
Farsælli ævi er lokið, í byrjun nóv-
ember kenndi Sigurður sér meins
sem ekki var unnt að lækna og lést
hann þann sjöunda janúar. Á þessari
kveðjustund færi ég nafna mínum
þakkir, hann skilur eftir sig hlýjar
minningar.
Sólveigu, börnunum og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigurður P. Kristjánsson og
Ingibjörg G. Jónsdóttir.
Ég kynntist Sigurði fljótlega eftir
að við Sólveig kona hans fórum að
vinna saman á Barnageðdeild
Hringsins fyrir rúmum 30 árum. Það
var gaman að kynnast Sigurði, hann
var skemmtilegur og gaman að
spjalla við hann og fannst mér alltaf
að ég væri aufúsugestur á heimili
þeirra hjóna á Háaleitisbrautinni, en
þangað kom ég oft. Oftast vorum við
Sólveig að ræða uppeldismál, leik-
skólamál, eða mál Fóstrufélagsins,
síðan Félag leikskólakennara, og lá
oft mikið á hjarta. Ótal fundir voru
haldnir á heimili þeirra og alltaf tók
Siggi okkur vel. Hann sýndi málum
okkar áhuga og ótrúlega þolinmæði,
svo stundum var engu líkara en að
hann væri í félaginu. Seinna tókum
við Sólveig að okkur afar spennandi
verkefni, sem leikskólastjórar á nýj-
um foreldrareknum leikskóla í rúm-
lega 80 ára gömlu húsi. Leikskólinn
Mýri naut í ríkum mæli kunnáttu Sig-
urðar og starfskrafta. Hann var
byggingatæknifræðingur, handlag-
inn og duglegur og smíðaði meðal
annars glæsilegan kastala á lóðinni,
tók þátt í að gera grindverkið í kring
um lóðina, teiknaði leikfangaskúr og
lagfærði alla mögulega hluti. Leik-
skólinn býr ennþá að verkum Sigurð-
ar og vil ég fyrir hönd skólans þakka
fyrir öll hans verk þar.
Á þessum árum stofnuðum við,
nokkrir leikskólakennarar og eigin-
menn þeirra, sönghóp og það var sko
skemmtilegur sönghópur. Við hitt-
umst nokkrum sinnum á ári, borðuð-
um góðan mat, dreyptum á víni og
sungum saman langt fram á nótt, Sig-
urður hafði gaman af að syngja, hafði
góða rödd og var allra manna glað-
astur þegar við hittumst, og þegar á
þurfti að halda, til dæmis í stórafmæl-
um, gat hann brugðið sér í allskonar
hlutverk, bæði sungið og leikið.
Þegar ég skipti um íbúð eða keypti
mér bíl var gott að eiga Sigurð að.
Hann var fagmaður og vissi hvað
þurfti að skoða, hvað myndi þurfa að
lagfæra og allt þess háttar, þannig að
ég ákvað mig aldrei fyrr en eftir að
hann hafði gefið álit sitt.
Ég kveð Sigurð með söknuði og
virðingu og votta Sólveigu, börnum
þeirra og allri fjölskyldunni samúð
mína.
Unnur Jónsdóttir.
Kveðja frá
Kiwanisklúbbnum Esju
Í dag kveðjum við Esjufélagar góð-
an félaga og vin, sem féll frá allt of
fljótt. Sigurður Guðmundsson gékk
til liðs við Kiwanishreyfinguna fyrir
35 árum og lét fljótt til sín taka. Hann
gegndi öllum embættum klúbbsins og
varð forseti hans ótrúlega fljótt. Þrátt
fyrir miklar annir sinnti hann störfum
sínum fyrir klúbbinn af lífi og sál.
Ennfremur var hann féhirðir um-
dæmisins Ísland – Færeyjar. Hann
var afar samviskusamur í störfum
sínum, hvort sem var fyrir klúbbinn,
hreyfinguna eða á starfsvettvangi sín-
um. Þegar hann lét af erilsömun
störfum sínum við eignastýringu hjá
Kaupþingi síðast liðið vor og um
hægðist, hlökkuðum við félagarnir til
að njóta samvista hans í enn ríkari
mæli en áður. Því kom það eins og
þruma úr heiðskíru lofti, er okkur
bárust þær fregnir í haust að hann
hefði greinst með sjúkdóminn illvíga
sem engum hlífir.
Að leiðarlokum kveðjum við góðan
dreng og sannan vin með virðingu og
þökk.
Sólveigu, eiginkonu hans og fjöl-
skyldunni allri færum við hugheilar
samúðarkveðjur.
Góður vinur og sannur er horfinn á
braut. Minning hans lifir.
Guðmundur Pétursson
Vinur minn Sigurður Guðmundsson
hefur kvatt okkur. Margs er að minn-
ast. Við áttum fyrst samleið á æsku-
slóðum í Norðurmýrinni, í tímakennslu
og í Austurbæjarskóla. Þetta voru góð
ár og Klambratúnið vettvangur leikja
sem strákar stunduðu þá.
Sigurður vinur minn var jafnlyndur
og prúður drengur sem aldrei átti í
útistöðum, glaðlyndur og hvers
manns hugljúfi. Hann hafði gaman af
söng og raulaði oft lagstúf. Hann spil-
aði laglega á munnhörpu, en lagði það
af, ég held af tómri hógværð.
Siggi vinur bjó með fjölskyldu og
stórum frændgarði á Bollagötu 10.
Pabbi var stór kall í stjórnsýslunni og
mamma, hún Marta, var heimavinn-
andi húsmóðir. Góðar manneskjur og
minnisstæðar.
Frændgarðurinn bjó á efstu hæð,
úr móðurætt Sigga, en höfuðið var afi
Kristmundur, fáskiptinn en íbygginn
kall með hatt, staf og mikið efrivar-
arskegg, fyrrverandi kaupfélagsstjóri
á Borðeyri.
Á unglingsárunum kynntist ég
flestum frændanna. Skúli vann við
að keyra út kartöflur til kaup-
manna, spaugari og launstríðinn og
einkabílstjóri afa Kristmundar sem
átti Citroen með framhjóladrifi.
Bjössi frændi, hægur og virðulegur
sem engum duldist að var í metum í
dagblaðaheiminum. Stebbi frændi,
völundur á timbur, kátur og hafði
gaman af að spjalla og verður
minnst sem öðlings. Seinna kynnt-
ist ég hans ágætu konu, Unni. Þetta
fólk er nú gengið til feðranna sem
taka vel á móti stráknum sínum.
Við Siggi sátum saman í Austur-
bæjarskólanum og að hluta í Gaggó
Aust sem stafaði af vinsældum Sigga.
Þá tók við framhaldsnám og við fór-
um hvor í sína áttina, hann fór í tré-
smíðina. Þetta voru afar viðburðarík
ár. Ég eignaðist mótorhjól en Siggi
límósínu frá Akureyri, svarta og gljá-
andi. Þá var lagt land undir fót en
Siggi minn hafði ánægju af ferðalög-
um. Hann fór með frændum sínum yf-
ir hálendið og með okkur félögum
hans m.a. minnistæða ferð sem end-
aði á Vopnafirði með viðkomu í heitu
gjánni við Mývatn og hestagötu frá
Bakkafirði til Vopnafjarðar.
Siggi sigldi svo utan til að verða
fullnuma og lauk námi í hönnun og
teikningu mannvirkja, bygginga-
tæknifræði, sem hann lauk með láði.
Þetta voru góðir tímar fyrir hann og
hans heittelskuðu sem bjuggu erlend-
is um tíma. Hann giftist Sólveigu
sinni og stofnaði með henni heimili,
hóf störf við greinina og hefur alltaf
getið sér orð sem vandvirkur og út-
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur verið
gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar