Morgunblaðið - 25.01.2010, Side 27
Fornvinur og gamall
nemandi minn, Hall-
dór Bjarnason, varð
bráðkvaddur laugar-
daginn 9. janúar sl. Lát hans kom öll-
um á óvart. En dauðinn gerir ekki
mannamun. Eftir situr minning um
góðan og gagnheiðarlegan mann,
fundvísan og samviskusaman fræði-
mann.
Halldór hóf nám í sagnfræði 1981.
Hann var virkur nemandi við BA-stig
í sagnfræði þegar ég hóf kennslu þar
1982. Milli okkar tókst strax góð vin-
átta sem aldrei bar skugga á. Áhuga-
mál okkar í fræðigreininni hafa alltaf
verið svipuð, viðfangsefni í félags- og
hagsögu. Hann sótti framan af öll
námskeið sem ég kenndi og hafði
jafnvel frumkvæði að því að hvað ég
kenndi næst! Ég var leiðbeinandi
hans við smíði BA-ritgerðar hans, um
mismun í fólksfjöldaþróun hér á landi
eftir landshlutum á 19. öld.
Eftir að hafa lokið BA-námi hóf
Halldór ýmis störf sem tengdust
fræðum hans. Nú hafði hann fyrir
fjölskyldu að sjá og þurfti á sæmilega
öruggum tekjum að halda. Nám hans
tafðist því nokkuð en hann lauk samt
cand.mag. prófi og doktorsgráðu í
sagnfræði. Oft hlýtur vinnudagurinn
að hafa verið langur
Ég votta Elínu og börnum hennar
og Halldórs öllum fjórum innilegustu
samúð mína.
Un við þín óskamál
og arinhlýju.
Hljóðnaða söngva um sál
lát svífa að nýju.
Vettugi virða skal
hvort vonin svíkur.
Kvöldskuggar drúpa um dal,
og degi lýkur.
( Henry F. Chorley, í þýðingu Helga
Hálfdánarsonar.)
Gísli Gunnarsson.
Kær kollegi og vinur er fallinn frá í
blóma lífsins. Leiðir okkar Halldórs
Bjarnasonar lágu saman í sagnfræði-
námi í Háskóla Íslands upp úr 1980.
Við sátum m.a. saman í námskeiðum
og í ritstjórn tímarits nemenda og
varð fljótt vel til vina. Ég minnist
þess sérstaklega þegar ég kom í
fyrsta skipti heim til hans á náms-
árunum hversu gífurlega margar
bækur hann átti en hann var bóka-
safnari af lífi og sál og átti margt fá-
gæti. Reyndar hafði maður á tilfinn-
ingunni að hann hefði lesið allar
þessar bækur því sjaldnast kom mað-
ur að tómum kofunum hjá honum.
Á námsárunum komu fræðimanns-
hæfileikar Halldórs strax í ljós. Hann
var skarpur rannsakandi, víðlesinn,
rökfastur, nákvæmur, vandvirkur,
heiðarlegur, samviskusamur og
vinnusamur. Þessir eiginleikar áttu
eftir að einkenna öll hans störf. Meg-
inrannsóknarsvið Halldórs var hags-
aga og það er vandfyllt í skarðið sem
nú hefur myndast á þeim vettvangi.
Hann var m.a. þátttakandi í stórum
innlendum og erlendum rannsókna-
verkefnum og hafði margt til mál-
anna að leggja. Einnig sinnti hann
rannsóknum í félags- og menningar-
sögu. Sem háskólakennari var hann
undanfarin ár einn af aðalkennurun-
um í Íslands- og heimssögu 1500-
1815 og aðferðafræði sagnfræðinnar.
Fræðasvið hans var því afar fjöl-
breytt. Hann var snemma valinn til
ábyrgðarstarfa enda traustur og
ráðagóður, var í stjórn Félags sagn-
fræðinema og síðar í stjórn Sagn-
fræðingafélags Íslands og stjórnum
fleiri fræðafélaga.
Halldór var farsæll kennari og leit-
aðist stöðugt við að tileinka sér nýj-
ungar í kennslu, ekki síst á sviði fjar-
náms. Hann var einstaklega vel
Halldór Bjarnason
✝ Halldór Bjarna-son fæddist á Ak-
ureyri 27. október
1959. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu hinn 9. janúar
2010.
Halldór var jarð-
sunginn frá Graf-
arvogskirkju 18. jan-
úar sl.
metinn af nemendum
sem nutu mannkosta
hans og atgervis – var
ætíð til þjónustu
reiðubúinn, staðfastur
en sanngjarn, ljúfur í
viðmóti og hvatti nem-
endur með ráðum og
dáð. Þeir sakna nú sárt
mæts fræðara. Og vin-
ir og samstarfsfólk í
Sagnfræði- og heim-
spekideild Háskóla Ís-
lands sem og á Hugvís-
indasviði öllu sakna
góðs drengs. Fágæts
ljúflings með sérlega góða nærveru.
Halldór hafði skrifstofu í Nýja Garði
eins og ég og þar áttum við uppbyggi-
leg samtöl þegar við tókum okkur hlé
frá amstri hversdagsins. Stundum
var engu líkara en við værum aftur
komnir til stúdentsáranna og þá var
gaman.
Á námsárum okkar Halldórs í Há-
skólanum varð til fótboltaklúbbur
sem kallar sig því mikla nafni Hið ís-
lenska fótboltafélag. Þetta er hópur
sparkara sem hefur hist nánast
hvern laugardagsmorgun í nærri
þrjátíu ár og leikið saman. Halldór
varð fljótlega ómissandi liðsmaður í
þessum vinahópi og kjölfesta í liðinu.
Í boltanum kom keppnisskap hans og
baráttuandi skýrt í ljós en alltaf var
stutt í umhyggjusemina ef einhver
félaginn meiddist í hita leiksins. Stórt
skarð er nú rofið í þennan hóp og
laugardagsmorgnarnir verða ekki
samir án Halldórs.
Nú er komið að leiðarlokum en
minningin um traustan og heilsteypt-
an sómamann lifir. Sem gamall vinur
og fyrir hönd Sagnfræði- og heim-
spekideildar Háskóla Íslands sendi
ég Elínu, Hildi, Hannesi, Bjarna og
Kristjönu og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Eggert Þór Bernharðsson.
Sláttumaðurinn er hræðilega óút-
reiknanlegur. Enginn veit hvar hann
bregður næst ljá sínum á loft og allra
síst áttum við sem kvöddum Halldór
Bjarnason eftir fótboltaæfingu á
laugardag von á því að síðar þann dag
yrði hann allur. Já, líf mannlegt end-
ar skjótt.
Fljótlega eftir að Halldór hóf nám í
sagnfræði við Háskóla Íslands gekk
hann í hóp knárra kappa Hins ís-
lenska fótboltafélags. Hann hafði
fram að því lítt komið nærri knatt-
leik, en lét það ekki á sig fá og bætti
æfingarleysi fyrri ára upp með kapp-
semi og dugnaði. En hann gat ekki
bara verið harður í horn að taka,
heldur var hann einnig hlaupagikkur
og fljótur fram ef svo bar við. Það var
því oft gott að hafa Halldór í sínu liði
þegar líða tók á leiki. Seinni árin
komu synir hans stundum með í bolt-
ann og það fór ekki milli mála hve
stoltur Halldór var af sonum sínum.
Halldór var drengur góður. Stað-
fastur í skoðunum, en þó kreddulaus
og þótti gaman að ræða dægurmálin
jafnt sem alvarlegri fræði. Hann var
fræðimaður fram í fingurgóma, ósér-
hlífinn og eljusamur, og einstaklega
áhugasamur jafnt um eigin rann-
sóknir sem annarra. Hann var, eins
og jafnan, með mörg verkefni á
prjónunum og fráfall hans er mikill
missir fyrir íslenska sagnfræði.
Það er með miklum söknuði og
trega sem við kveðjum góðan vin.
Hans verður sárt saknað. Elínu og
börnunum sendum við okkar bestu
kveðjur og vonum að allar góðar
vættir megi styrkja þau í þeirra sorg.
Fyrir hönd félaga í Hinu íslenska
fótboltafélagi,
Sveinn Agnarsson.
Sjaldan hef ég séð nokkurn sinna
starfi sínu af jafn mikilli alúð og Hall-
dór. Hann hafði skýrar hugmyndir
um skyldur sínar sem kennari, hikaði
ekki við að breyta og bæta, fara á nýj-
ar slóðir, leggja á sig mikla vinnu til
að nemendur kynntust fjölbreytileg-
um heimildum og viðfangsefnum.
Fyrir kennslu hans við Háskólann
eru ótalmargir þakklátir. Þetta höf-
um við fundið síðustu daga og það
kemur ekki á óvart. Samkennarar
nutu líka víðtækrar þekkingar hans
og skilnings á faginu.
Halldór var greiðvikinn, nákvæm-
ur, hlýr, glaðlyndur og ósérhlífinn.
Sjálf stal ég oft frá honum dýrmæt-
um tíma og aldrei sýndi hann hik eða
óþolinmæði. Eftirminnilegt er þegar
honum tókst að fylla í vandræðaleg
göt á þekkingu minni á verslunar-
sögu og útskýra fyrir mér álitamál
um túlkun, hálftíma áður en ég þurfti
að standa skil á efninu. Fyrir vikið
slapp ég með skrekkinn.
Ég kveð hann með söknuði og
sendi innilegar samúðarkveðjur til
Elínar, barnanna fjögurra og ann-
arra aðstandenda.
Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Ég kynntist Halldóri Bjarnasyni
fyrir hartnær aldarfjórðungi þegar
ég kenndi honum í mínu fyrsta nám-
skeiði við Háskóla Íslands, þá enn
sjálfur nemandi við erlendan há-
skóla. Þetta var á þeim árum þegar
stúdentar voru tiltölulega fáir í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, en Halldór
var einn af einungis níu nemendum í
námskeiðinu. Einstaklega góður andi
myndaðist í þessum litla hópi og urðu
umræður oft svo fjörugar að kenn-
arinn mátti hafa sig allan við að fylgja
þeim eftir. Efni námskeiðsins byggð-
ist á doktorsritgerð sem ég var með í
smíðum, en jákvæð viðbrögð nem-
endanna gáfu mér bæði nýjar hug-
myndir sem nýttust vel við ritgerð-
arskrifin og sannfærðu mig um að ég
væri á réttri leið.
Halldór vakti strax athygli mína
fyrir skarpar athugasemdir, sam-
viskusemi og einstaklega ljúft við-
mót. Hann var ávallt reiðubúinn til
rökræðna, en hlustaði um leið á rök
annarra. Það sem hann sagði var líka
alltaf vel ígrundað og byggt á þekk-
ingu á efninu. Þegar Halldór kom til
starfa við sagnfræðiskor Háskóla Ís-
lands fyrir tæpum þremur árum fann
ég fljótt að fyrsta mat mitt á honum
var á rökum reist. Mikið vinnuálag er
á kennurum sem eru að hefja störf
við háskóla, ekki síst aðjunktum, því
að þeir þurfa að byggja upp þau nám-
skeið sem þeir kenna og um leið er
kennsluálag á þeim oft meira en á
öðrum kennurum. En þrátt fyrir það
sinnti hann kennslunni og öðrum
skyldustörfum sínum við námsbraut-
ina af þeirri sömu vinnugleði og
áhuga og einkennt hafði þátttöku
hans í námskeiðinu sem ég kenndi
um árið. Hann hafði t.a.m. frum-
kvæði að fjarkennslu í námskeiðum
sínum, til að auðvelda þeim sem ekki
geta sótt tíma reglulega sökum vinnu
eða fjölskylduaðstæðna að stunda
nám, og í samtölum mínum við nem-
endur síðustu daga hafa þeir lýst fyr-
ir mér hvernig áhugi hans á viðfangs-
efni námskeiðanna smitaði út frá sér
til þeirra og einstök hjálpsemi hans
auðveldaði þeim námið.
Víðfeðmt áhuga- og þekkingarsvið
Halldórs gerði líka það að verkum að
námskeið hans voru fjölbreytt, en
auk hagsögu – sem var hans sérsvið –
hafði hann góða innsýn í félags- og
menningarsögu 18. og 19. aldar.
Námsbraut í sagnfræði hefur því
misst frábæran starfsmann og ís-
lensk sagnfræði misst öflugan vís-
indamann í blóma lífsins. Sviplegt og
óvænt andlát Halldórs Bjarnasonar
var mikið áfall bæði fyrir okkur sam-
starfsfólk hans og nemendur. Við
munum sakna góðs drengs, frábærs
kennara og hugmyndaríks sagnfræð-
ings. Missir fjölskyldunnar er þó
miklu meiri og því er hugur okkar
samstarfsfólks hans hjá Elínu og
börnunum á þessari sorgarstundu.
Guðmundur
Hálfdanarson.
Halldór Bjarnason var óvenjuheil-
steyptur maður og vandaður. Og fáa
menn ljúfmannlegri í framkomu hef
ég þekkt um ævina. Við kynntumst
fyrir rúmum tveimur áratugum og
lékum um langt árabil saman knatt-
spyrnu á laugardagsmorgnum með
félögum okkar í Hinu íslenska fót-
boltafélagi. Að lokinni fótboltaæfingu
var síðan sest að kaffidrykkju og
rætt um heima og geima. Þá eru
ótaldar þær stundir er við fótbolta-
félagarnir gerðum okkur glaðan dag
saman.
Aldrei voru þó samskipti okkar
Halldórs meiri en á nýliðnum haust-
mánuðum þegar einungis voru
nokkrir metrar á milli vinnuher-
bergja okkar í Nýja Garði við Há-
skóla Íslands. Ekki leið á löngu þar
til hann var búinn að draga mig með
sér í fasta íþróttatíma í hádeginu þar
sem við æfðum með góðum hópi
manna undir styrkri stjórn Mar-
grétar Jónsdóttur íþróttakennara og
spiluðum körfubolta. Mér létti jafnan
þegar við Halldór lentum saman í liði
í körfunni því hann var erfiður and-
stæðingur, kappsamur og fastur fyr-
ir. Hann gaf sig allan í leikinn líkt og
önnur verkefni sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Slíkan mann var gott að
þekkja.
Ég minnist Halldórs með þakklæti
í huga og votta Elínu og börnunum
samúð mína.
Gunnar Þór Bjarnason.
Halldór á ferð með fjölskyldunni á
Þingvöllum síðdegis á björtum ágúst-
degi, rennir þar að óvænt sem tilvilj-
unin kemur því svo fyrir að skrifari
stendur. Það urðu fagnaðarfundir
eins og ævinlega. Önnur mynd: Hall-
dór á námsárunum innan um bækur
sínar. Svo vel búið einkasafn náms-
mannsins vakti aðdáun skólafélag-
ans. Þriðja minningabrot: Halldór að
koma af ráðstefnu sagnfræðinga í
Svíþjóð og gerir stans í Kaupmanna-
höfn. Langt og gott morgunverðar-
spjall er hluti af þeirri viðstöðu áður
en haldið er heim. Fyrir hugskots-
sjónum bregður upp þessum og fleiri
myndum af dýrmætum samveru-
stundum sem geymast í minning-
unni.
Leiðir okkar Halldórs Bjarnason-
ar lágu fyrst saman í háskólanum.
Síðan hafa kynnin haldist þótt langt
liði stundum milli þess að við hitt-
umst enda lengst af búsettir hvor í
sínu landi síðan námsárum lauk.
Notaleg stund með Halldóri var, ef
nokkur tök voru á að koma því við,
einn liðurinn á dagskrá Íslandsdvala.
Gott var að njóta gestrisni Elínar og
Halldórs á heimili þeirra og fá fréttir
af fjölskyldunni, hvað drifið hefði á
daga síðan síðast.
Þegar á fyrstu háskólaárum sínum
sýndi Halldór þeim viðfangsefnum
einbeittastan áhuga sem áttu eftir að
verða meginrannsóknarsvið hans,
hagsögu síðustu tveggja alda. Var þó
áhugasvið bókavinarins ástríðufulla
vítt. Óvenjulega efnismikilli BA-rit-
gerð skilaði hann af sér árið 1987 um
efni á vettvangi íslenskrar fólks-
fjöldasögu. Fólksfjöldasagan og at-
huganir á heimildum íslenskrar
mannfræði eru viðfang nokkurra
tímaritsgreina á ferli Halldórs og ber
það efnisval í og með vott um ætt- og
mannfræðiáhugann sem hann hafði
með í farteskinu frá unglingsárunum.
1994 lauk Halldór cand.mag.-ritgerð
um markaðsstarf íslensks saltfisk-
siðnaðar eftir seinni heimsstyrjöld-
ina. Á svipuðum tíma lagði hann
gjörva hönd á plóg við að sigla í höfn
miklu verki Valdimars Unnars Valdi-
marssonar heitins, Saltfiskur í sögu
þjóðar.
Við tók doktorsnám við háskólann í
Glasgow sem Halldór lauk árið 2001
með ritgerð um utanríkisverslun Ís-
lendinga á síðustu áratugum 19. ald-
ar og fram til fyrri heimsstyrjaldar.
Rannsóknum á sviði íslenskrar versl-
unarsögu hélt hann áfram við Há-
skóla Íslands samhliða kennslu í
sagnfræði. Með þessu starfi öllu
fylgdist ég úr fjarlægð, fékk fréttir af
gangi mála þegar fundum bar saman.
Halldór var iðinn sagnfræðingur
sem veigraði sér ekki við tímafrekri
heimildakönnun og ítarlegri úr-
vinnslu gagna til að varpa nýju ljósi á
þau efni sem hann tók til athugunar.
Þeir sem með Halldóri hafa fylgst
síðustu árin vita að hann átti ólokið
miklum rannsóknarverkum. Ferill
Halldórs sem sagnfræðings er glæsi-
legur, en minningin um mannkosti
hans og vináttan við hann rísa hæst:
Hlýr maður og prúður, umhyggju-
samur um þá sem voru honum nánir,
glaður og reifur, fróður og fús að
miðla öðrum. Vænn drengur er fall-
inn frá sem þakkarvert er að hafa átt
kynni við og sárt að sjá á bak. Ég
votta Elínu og börnum þeirra Hall-
dórs dýpstu samúð mína.
Magnús Hauksson.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
lega samúð okkar á kveðjustundu.
Guð blessi Bjössa hennar Öbbu og
gefi henni og börnum hennar hugg-
un og frið.
Sigurlína, Hólmfríður,
Þorgerður Ásdís og Ólöf
María Jóhannsdætur.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast hans Bjössa, sem lést á
dvalarheimilinu Hlíð hinn 15. janúar
sl. Við systur dvöldum oft sem börn
á heimili Öbbu og Bjössa að sumri
til og þar var oft glatt á hjalla.
Bjössi var mikill athafnamaður
og ef hann var ekki í smábátaút-
gerð, þá var hann á kafi í versl-
unarrekstri. Við systurnar nutum
svo sannarlega góðs af því og á ung-
lingsárunum fengum við sumar-
vinnu í sjoppunni eða á Flugkaffi.
Eftir vinnu skruppum við svo
kannski á sjóinn að veiða fisk sem
Bjössi seldi síðan í bænum.
Bjössi var einnig ótrúlega uppá-
tækjasamur og fannst ekkert eðli-
legra en að skella sér í útilegu
klukkan 23.30 þegar búið var að
loka sjoppunni, eða skreppa til
Þórshafnar. Þá var „græni dodg-
inn“ fylltur af dóti og keyrt af stað.
Það var alveg sama hvenær við
komum, alltaf mætti okkur sami
hlýhugur og umhyggja og minn-
umst við sérstaklega hinnar gríð-
arlegu gestrisni sem hélt áfram á
fullorðinsárum.
Þegar makar okkar voru með í
för voru þeir drifnir af stað í veiði-
ferð eða í smáskrepp til Þórshafnar.
Oft fylgdu þessu óðagoti ýmsar
skemmtilegar uppákomur sem við
geymum í hjarta okkar. Því miður
fékk þessi mikli athafnamaður ekki
að njóta sín nógu lengi og missti
hann heilsuna allt of snemma. Við
sendum Öbbu, börnum og ættingj-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu hans.
Helga Ragnheiður
og Ingveldur.
sjónarsamur fagmaður og allir sem til
þekkja, skyldir og óskyldir, nutu
greiðasemi hans við útfærslur og
teiknivinnu. Þar hefur enginn komið
bónleiður til búðar.
Ég get ekki lokið þessum fátæku
orðum án þess að minnast Kjósarinn-
ar, þessa sælureits sem þau og öll
stórfjölskyldan nutu og dáðu. Þar
skilur vinur minn eftir sig mörg
ánægjuleg handverk sem gaman er
að minnast og þakka fyrir að fá að
vera með í stöku sinnum.
Að endingu, kærar þakkir fyrir all-
ar góðu stundirnar heima, í sveitinni
og á ferðum erlendis. Þær munu aldr-
ei gleymast.
Við hjónin biðjum Sólveigu okkar
og fallega samstæða barnahópnum
bæði stórum og smáum blessunar
Guðs. Ykkar styrkur er hans vega-
nesti.
Hjörleif og Þorsteinn Sigurður.
Mig langar sem formaður Félags
starfsmanna Arion banka hf. minnast
látins samtarfsfélaga og vinar Sigurð-
ar Guðmundssonar sem lést eftir erfið
veikindi þann 7. janúar sl. Þegar Sig-
urður hóf störf hjá Búnaðarbanka Ís-
lands varð hann strax ötull félagsmað-
ur starfsmannafélagsins. Hann var
virkur þátttakandi í orlofshúsanefnd
félagsins, bæði vegna stöðu sinnar í
Eignaumsýslu og af óbilandi áhuga
sínum fyrir framgangi orlofshúsamála.
Sigurður hannaði m.a. sumarhús fé-
lagsins í Húsafelli og á Strönd við
Hellu. Starfsmenn minnast Sigurðar
sem einstaklega jákvæðs, bóngóðs og
glaðværs manns. Þægilegt var að leita
til hans og fá ráðleggingar, þá var hann
jafnan fljótur að taka ákvarðanir og á
honum var ekki hik að finna þegar
koma þurfti verkefnum af stað.
Félag starfsmanna Arion banka hf.
þakkar Sigurði fylgdina og framlag
hans við að gera starfsemi félagsins
gæfuríkari.
Sendum eiginkonu Sigurðar, Sól-
veigu Ástu, börnum þeirra og barna-
börnum innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar Guð-
mundssonar.
F.h. Félags starfsmanna Arion
banka hf.,
Svava H. Friðgeirsdóttir, formaður.