Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Félagslíf MÍMIR 6010012519 III° þf.  GIMLI 6010012519 II° þf. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur www.gvendur.is Gvendur dúllari hefur opnað fornbókabúð á vefnum. Gott úrval bóka. Gvendur dúllari Alltaf góður Vestfirskur húmor í ellefu bókum 101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson í 8 bókum, 99 vestfirskar þjóðsögur í 3 bókum. Alls 1105 gam- ansögur af Vestfirðingum á 9.800,- kr. Sending innifalin. Vestfirska forlagið, netfang: jons@snerpa.is Sími 456-8181. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Kristal ljósakrónur, postulín, krystal glös, handskornar trévörur frá tékklandi og Slóvakíu Uppl. Í s. 5444331 opið laugardag 11-16 Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Helgi pípari Viðgerðir - Nýlagnir - Breytingar. Lítil sem stór verk, hitamál o.fl. Hafið samband í síma 820 8604, Helgi pípari. Ýmislegt FYRIR VEISLUNA Leigðu borðbúnaðinn fyrir þorra- blótið, árshátíðina, fermingarveisluna eða hvaða veislu sem er í Leigu- markaði BYKO. Mikið úrval af diskum, glösum, bollum og hnífapörum. Leigjum einnig út borð, stóla og veislutjöld. Nánari upplýsingar hjá LM BYKO í síma: 515 4020. Fallegir og þægilegir dömuskór úr leðri og með skinnfóðri. Litur: svart Stærðir: 36 - 41. Verð: 8.890. Fallegir og vel lagaðir dömuskór úr leðri og með skinnfóðri. Litir: rautt og svart. Stærðir: 37 - 41. Verð: 14.685.- Fallegir dömuskór með klassísku sniði gerðir úr leðri og með skinn- fóðri. Litur: svart. Stærðir. 37 - 41. Verð: 14.685.- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Bílar Til sölu Ford Escape XLT 3000 V6, árg. 2008, 5 dyra, bensín, sjálfsk., ekinn 27 þ.km., dráttarkrókur, vetrar- og sumardekk. Verð 4.2 millj. áhv. 2.9 millj. lán. Upplýsingar í síma 893 1712 eða helgafe@gmail.com. Til sölu efni í 2 Willys jeppa CJ2, árg. 1946, þ.á.m. vélar, gírkassar, grindur, hásingar, skúffur, fjaðrir, felgur og fl. og fl. Eftirspurn eftir þessum skemmtilegu léttu bílum er mikil og eru þeir mjög dýrir erlendis. Þetta er upplagt tækifæri fyrir bílaverkstæði að nýta dauðan tíma. Uppl. í síma 898 8577 milli 13 og 15. NISSAN PATHFINDER SE 33”, breyttur, 7/2007, ekinn aðeins 16 þús km. Dráttarkrókur, stigbretti ofl. Verð: 5.900 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Varahlutir atvinna Hrund Adamsdóttir ✝ HrundAdamsdóttir fæddist á Ak- ureyri 16. júní 1908. Hún lést í Winnipeg í Kan- ada hinn 12. jan- úar 2010. Foreldrar Hrundar voru Adam Þorgrímsson, f. 1879, frá Nesi í Aðaldal, og Sigrún Jónsdóttir, f. 1886 á Mýri í Bárðardal. Hrund bjó ásamt foreldrum sínum í Hayland Manitoba frá árinu 1919 þar sem faðir hennar Adam var prestur. Hrund giftist 1923 til Geysis, Jonasi Gesti Skúlasyni, f. 5. mars 1901, d. 1959, bónda og vörubílstjóra. Börn þeirra: Sigrún, Ada, Guðrún Jónína, Kristín Hólmfríður, Hermann Jónas, Thor Adam. Afkomendur Hrundar eru: Kristine Laxdal, Herman, Thor, Gordon, Lori Reid, Bradley, Kellym, Melvin McInnis, Sigrún Þóra, Signý Hrund, Inga Hlif, Ca- rol Anne McInnis, Danielle, Adam, Joni Shepheard, Regan, Gwen Noble, Kyle, Neil McInnis, Caitlin og Bryn, Jim Lax- dal, Austin, Derek Laxdal, Jessica og Jaime, Alison Lindsay, Maeghan og Lac- hlan, Darrell Skulason, Emma, Eliza- beth, Cassidy, Diana Thorsteinson, Christopher, Brett, Denise Smolinski, Hannah, Ethan, Laura Drover, Freyja, Andrea Skulason, Sophie og Emma, Heather Skulason, Claudia, Maggie Noble, Mark, Brynn og Oliver, Jordon, Aleesha, Edwina Schwindt og Anna Gyda. Hrund bjó í Geysi fram að 1960 þeg- ar hún flutti til Winnipeg. Hún var bóka- safnsvörður við Íslenska bókasafnið við University of Manitoba fram að 1975. Jarðarför Hrundar fór fram 16. jan- úar frá Árborg-Geysir lútersku kirkjunni í Árborg. Meira: mbl.is/minningar BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 21. janúar var spilað síðasta kvöldið í þriggja kvölda tvímenningi Bridgefélags Kópavogs. Fyrir lokakvöldið áttu nokkur pör möguleika á sigri. Úrslit kvöldsins urðu þessi. N-S Erla Sigurjónsd.– Guðni Ingvarss. 56,9% Leifur Kristjánss. – Gísli Tryggvas. 56,7% Guðm. Péturss. – Sigurjón Tryggvas. 53,7% Rósa Oddsd. – Arnþrúður Karlsd. 52,5% A-V Sveinn Símonars. – Sigurl. Bergvinsd. 66,4% Skúli Sigurðss. – Vigdís Sigurjónsd. 57,2% Guðm. Grétarss. – Óli B. Gunnarss. 53,9% Sig. Sigurjónss. – Ragnar Björnss. 52,8% Lokastaðan varð þessi. Leifur Kristjánss. – Gísli Tryggvas. 57,5 % Guðm. Péturss. – Sigurjón Tryggvas. 56,93% Sig. Sigurjónss. – Ragnar Björnss. 56,91% Guðm. Grétarss. – Óli B. Gunnarss. 54,0% Við óskum vinunum Leifi og Gísla til hamingju með sigurinn. Ekkert verður spilað fimmtudag- inn 28. janúar vegna Bridshátíð- arinnar. Fimmtudaginn 4. febrúar hefst Barometer félagsins. Áhugasamir geta hringt í Heimi í síma 698 1319 til að skrá sig eða til að fá hjálp við myndun para. Spilað er í félagsheimilinu Gjá- bakka í Fannborginni í Kópavogi. Spilamennska hefst klukkan 19. Elsku afi, elsku langafi, nokkur orð að kveðju. Við erum þakklát fyrir hverja mínútu sem við fengum að njóta samveru þinnar. Þó að þessar samverustundir hafi ekki verið margar síðustu árin skildu þær eftir sterkar og góðar minn- ingar. Fyrstu minningarnar úr Afabingói, óteljandi vinnustundir okkar í málningunni, fiskibollurnar góðu sem jafnvel eru orðnar frægar í Póllandi og síðast en ekki síst að sjálfsögðu margar útilegur og veiði- túrar. Sjálfur er ég sérstaklega þakklátur fyrir það að við, ég, þú og Daniel Thor, skulum hafa haft tæki- færi til að styrkja okkar sambönd með síðustu veiðitúrunum þínum. Daniel talar enn í dag um langafa sinn, þennan ótrúlega veiðimann, með sérstökum glans í augunum. Kveðjustund okkar í nóvember var gulls virði. Elsku afi, elsku langafi, við erum fullviss um að þér líður núna betur og að þú brosir til okkar að ofan. Ástarkveðjur, Eyjólfur, Adrianna, Daniel Thor og Natalia Anna. Eyjólfur Arthúrsson ✝ Eyjólfur Arthúrs-son málarameist- ari fæddist í Sól- eyjartungu á Akranesi 7. febrúar 1926. Hann lést sunnudaginn 10. jan- úar sl. Útför Eyjólfs var gerð frá Bústaða- kirkju 22. janúar sl. Föðurætt mín er ættuð af Akranesi. Þar fæddist Eyjólfur, föðurbróðir minn í Sóleyjartungu. Ólst upp á Geirsstöðum og var hann kenndur við það hús. Eyfi eins og hann var kallaður fell- ur fyrstur frá úr hópi alsystkina sinna, sem voru alls fimm. Tvo hálfbræður átti hann í móðurætt, sem báðir eru látnir. Hann fór ungur til náms í mál- araiðn til Reykjavíkur, og bjó þar alla tíð eftir nám. Í Reykjavík á námsárum sínum kynntist hann Guðrúnu Ingimundardóttur. Þau gengu í hjónaband ung að árum og eignuðust átta börn. Guðrún lést af ólæknandi sjúkdómi rúmlega þrí- tug. Það var mikið áfall í Ásgarði 3 sem frændi minn og börnin hans átta gengu í gegnum. Börnin voru á aldrinum eins árs til sextán ára. Frændi minn kynntist henni Svövu nokkrum árum eftir andlát Guðrún- ar. Svava var ein með þrjú börn. Hún hafði misst mann sinn af slys- förum. Heimilið í Ásgarði 3 var orð- ið fjölmennt. Svava lést fyrir þrem árum. Æviskeið frænda míns var ekki áfallalaust, en hann átti sína léttu lund sem lyfti honum oft upp úr sorginni. Hann missti son sinn og stjúpdóttur og tvö barnabörn. Það er ekki hægt að lýsa með orðum þeim missi og þeirri sorg sem á frænda minn var lögð. Margar sög- ur sagði Eyfi frændi mér af upp- vexti sínum á Skaganum. Það voru ljúfar minningar í frásögn hans um atburði liðins tíma. Hann sagði frá mörgum veiðiferðum sem hann fór í, enda rann varla sú lækjarspræna sem hann fór fram hjá, að ekki væri stoppað og rennt út færi. Mér er minnisstæðust veiðiferð sem hann og faðir minn fóru með okkur syn- ina í Reyðarvatn ofan við Lundar- reykjadal um hvítasunnu 1963. Það var svaðilför sem farin var á gúmmí- bát yfir vatnið. Feður og synir allir um borð. Þessi ferð hefur aldrei ver- ið til umræðu eftir það. Oft kom ég með fjölskyldu mína í Skorradal til Eyfa og Svövu þar sem þau eyddu mörgum sumrum í hjólhýsi sínu í landi Haga. Þar fór vel um þau. Eyfi hafði sinn litla bát og lagði oft net eða var að veiða á stöng. Þar undi frændi minn sér vel, sagði sögur og gerði grín. Ég vil þakka frænda mínum fyrir þá aðstoð og umhyggju sem hann sýndi mér alla tíð. Hann kom í tvígang og bauð aðstoð sína við málningarvinnu á heimili mínu. Börnum mínum hefur alltaf hlýnað um hjartarætur þegar minnst var á Eyfa frænda. Hann var þeim alltaf góði afabróðir. Að lokum sendi ég kvæði eftir Sólmund afa minn, þeim var vel til vina. Heyri ég raddir himins gjalla, hörpur stilltar, tóna falla, til að kalla okkur alla upp til starfs og rýmri hags. Yfir hraun og hamrastalla hrynur glóð hins nýja dags. Ber mig inn í óskalandið öldurótið kynngi blandið, ævistritsins strengda bandið sterka, greiðist mér af háls, baðað skini bíður landið, brautin opin, þrællinn frjáls. (Sólmundur Sigurðsson frá Smiðju- hólsveggjum.) Far í friði, elsku föðurbróðir. Sólmundur Þormar Maríusson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.