Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 „BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“ KVIKMYNDIR.IS-T.V. GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ! BJARNFREÐARSON HHHH MEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/ BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA BYGGT Á HINNI GRÍÐAR- LEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER YFIR 60.000 GESTIR FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Stórkostleg teiknimynd þar sem Laddi fer á kostum í hlutverki ljósflugunnar Ray Frá höfundum Aladdin og Litlu hafmeyjunnar kemur nýjasta meista- raverk Disney SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI Frá höfundi SHREK FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMA Sýnd með íslensku tali - SVEPPI - BJÖRGVIN FRANS - GÓI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má finna á www.operubio.is og á www.metoperafamily.org ATH. VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA VERÐA EFTIRTALDAR ENDURSÝNINGAR Á RÓSARIDDARANUM miðvikudaginn 27. jan. kl. 17:30 (örfá sæti laus) SÝND Í KRINGLUNNI OG Í SAMBÍÓUNUM AKUREYRI Á MIÐVIKUDAG / KEFLAVÍK SHERLOCK HOLMES kl. 8 -10:40 12 BJARNFREÐARSON kl. 8 L SORORITY ROW kl. 10:20 16 PLANET 51 m. ísl. tali kl. 6 L UP IN THE AIR kl. 8 - 10 12 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 L SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:30 12 SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12 MY LIFE IN RUINS kl. 8 L BAD LIEUTENANT: PORT OF CALL kl. 10 16 / SELFOSSI/ AKUREYRI FM91,9 OG FM103,9 Í REYKJAVÍK. FM93,9 Á AKUREYRI. FM92,9 Á SELFOSSI. FM104,7 Í VESTMANNAEYJUM. FM103,2 EGILSTÖÐUM DIGITAL ÍSLAND OG BREIÐBAND SÍMANS UM ALLT LAND. STREYMI Á KANINN.IS FRÉTTIR FRÁ SKJÁ EINUM 18:15 KANINN: BESTA TÓNLISTIN, FRÉTTIR OG SKEMMTILEGASTA FÓLKIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 13.00 - 16.00 GUNNA DÍS Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MYNDLISTARKONUNNI Höddu Fjólu Reykdal hefur verið boðið að sýna í borgarlistasafninu Liljevalchs í Stokkhólmi, á árlegri vorsýningu safnsins, Vårsalongen, sem mun standa frá 29. janúar til 28. mars. Listamenn sækja um að taka þátt í sýningunni ár hvert með því að senda möppu með myndum og upp- lýsingum og er dómnefnd breytileg frá ári til árs. Í ár var hún skipuð forstöðumönnum nokkurra virtra listasafna í Svíþjóð. 2.014 listamenn sóttu um að fá að sýna og var 131 valinn, þar af Hadda Fjóla en hún mun sýna þrjú olíumálverk. Hún segir um 40 þúsund manns sækja vorsýninguna. Fjölbreytileg sýning – Þú hlýtur að vera svolítið ánægð með að komast á þessa sýningu? „Já, ég er mjög ánægð með að hafa verið valin,“ segir Hadda Fjóla kímin. Verkin á sýningunni eru af öllum toga þar sem engin skilyrði eru sett fyrir því í hvaða miðil þau eru unnin. Hadda segir að sýningin veki oft athygli á listamönnum sem hafi litla fengið. – Heldurðu að sýningin opni fyrir þér einhverjar dyr? „Það væri auðvitað mjög gaman. Vårsalongen er stór viðburður í myndlistarlífinu í Stokkhólmi og því eiga margir eftir að koma á sýn- inguna og sjá verkin mín. Auðvitað vonast ég til þess að einhverjir hríf- ist af því sem ég er að gera og fleiri sýningarmöguleikar opnist.“ – Gengur þér vel að koma þér áfram í myndlistinni? „Já, ég finn að þetta fer hægt og bítandi upp á við en þetta er ótta- lega harður heimur,“ segir Hadda Fjóla. Eftir einkasýningu sína í Gall- eri Box í Gautaborg í fyrra hafi hjól- in farið að snúast og fleiri sýning- armöguleikar verið í boði. Heillandi áhrif veðurs – Hvernig verk býrðu til? „Hugmyndirnar að verkunum sæki ég í íslenska og sænska nátt- úru, þá eru það aðallega áhrif veð- ursins á litina í landslaginu sem heilla mig, að sjá hvernig litatónar náttúrunnar breytast með veðrinu og birtunni. Fyrir mér er til dæmis náttúran í rigningu og eftir rigningu tveir ólíkir heimar. Þegar ég er úti í náttúrunni hef ég alltaf með mér litla skissubók sem ég skrifa hug- myndir mínar í. Þessar skissur eru í raun eins og lítil ljóð og út frá þeim vinn ég svo málverkin mín. Þetta eru abstraktmálverk unnin með litlum punktum, ég mála punkt fyrir punkt, lag ofan á lag, þannig að það mynd- ast þétt heild punkta sem ná þessari stemningu fram.“ Mjög ánægð að hafa verið valin  Hadda Fjóla Reykdal sýnir málverk á vorsýningu Liljevalchs-safnsins í Stokk- hólmi  Á þriðja þúsund listamanna sótti um að fá að sýna en aðeins 131 komst að Hadda Fjóla Við þrjú verka sinna. Þau verða þó ekki sýnd á vorsýningunni. www.haddafjolareykdal.com www.liljevalchs.stockholm.se Kvikmynda- framleið- andinn Sigurjón Sighvatsson er einn þriggja sem sæti eiga í dómnefnd fyrir flokk- inn „World Dramatic Competition“ á Sundance- kvikmyndahátíðinni sem hófst í síðustu viku. Í þann flokk falla þær kvikmyndir á hátíðinni sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og er það verk dómefndarinnar að velja bestu erlendu mynd- ina auk ýmissa aukaverð- launa. Hinir tveir dómnefndarmennirnir eru Lisa Schwarzbaum, yf- irgagnrýnandi hjá Enter- ta- inment Weekly, og Alison Maclean, kvikmyndaleik- stjóri frá Nýja-Sjálandi. Dómnefndin þarf að horfa á 14 myndir á sjö dögum. Fjórtán myndir á sjö dögum Sigurjón Sighvatsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.