Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
40. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
SJÁIÐ TINDINN!
ÞARNA FÓR ÉG
«BRIT-VERÐLAUNIN
Lady Gaga kom,
sá og sigraði
6
DRIFHVÍT mjöllin í Kjarnaskógi reyndist ómótstæðilegur
leikvöllur fyrir stelpu og hvutta úr sunnlensku snjóleysi sem
brugðu þar á leik í gær, á öskudag.
Öskudagshefðin á sterkar rætur á Akureyri og að venju
gengu þar um stórir hópar barna í grímubúningum af ýmsum
gerðum. Allir voru reiðubúnir að þenja raddböndin fyrir ljúf-
fenga sælgætismola. Hver veit nema nokkrir sunnlenskir
krakkar hafi slæðst inn í hinn grímuklædda hóp að þessu
sinni? Vetrarfrí er nú í fjölmörgum skólum og hafa margir
notað tækifærið til að bregða sér norður á skíði á meðan aðrir
hafa brugðið sér í bústað í snjóleysinu sunnanlands.
Óvenjumargt hefur verið um manninn í Hlíðarfjalli allt frá því
í síðustu viku og eftir ofankomuna í vikubyrjun er þar nóg af
snjó. Meira hefur raunar verið að gera í Hlíðarfjalli það sem
af er vetri en undanfarin ár og umferðin dreifðari. Hins vegar
virðist fátt benda til þess að hægt verði að bruna niður brekk-
urnar í Bláfjöllum á næstunni.
annaei@mbl.is
VETRARSÆLA Í KJARNASKÓGI
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nóg er af snjó norðan heiða og gott skíðafæri í Hlíðarfjalli
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„VIÐ höfum innistæðutryggingasjóð í Noregi sam-
kvæmt ákvæðum EES-samningsins. Skoðun mín er
sú að ef aðeins er horft til EES-samningsins sé
hvergi kveðið á um ríkisábyrgð,“ segir Arne Hyttnes,
forstjóri norska innistæðutrygg-
ingasjóðsins, um ábyrgð EES-
ríkja á innistæðum umfram það
sem sjóðir af þessum toga geta
bætt.
– Er það því skoðun ykkar í
sjóðnum að ef norskur banki hefði
rekið útibú sambærilegt við Ice-
save í ríki, sem EES-samningurinn
nær til, bæri norska ríkið enga
ábyrgð á innistæðum umfram það
sem sjóðurinn gæti bætt sparifjár-
eigendum?
„Ef Landsbankinn hefði verið norskur banki með
útibú í Belgíu eða öðru ríki sem samningurinn nær til
er ljóst að það væri engin ríkisábyrgð á innistæðum.
Það er afstaða okkar í sjóðnum.“
Sjóðurinn sem Hyttnes fer fyrir var stofnaður árið
2004 með samruna tveggja tryggingasjóða.
Öllum bankastofnunum sem hafa höfuðstöðvar í
Noregi er skylt að vera aðili að sjóðnum og eru inni-
stæður upp að tveimur milljónum norskra króna, eða
sem svarar 43,4 milljónum íslenskra króna, tryggðar
hjá sparifjáreigendum, að því er fram kemur á vef
sjóðsins.
Erlendir bankar geta
gerst aðilar að sjóðnum
Jafnframt kemur þar fram að fjármálastofnanir
sem hafa höfuðstöðvar í öðrum aðildarríkjum EES-
samningsins en taka við innlánum frá norskum al-
menningi í gegnum útibú í Noregi geti gerst aðilar
að norska innistæðutryggingasjóðnum, að því gefnu
að innistæðutryggingakerfi í viðkomandi landi sé
ekki talið veita sparifjáreigendum sömu tryggingu
og sjóðurinn í Noregi. Sá möguleiki undirstrikar að
ríki eiga ekki að bera ábyrgð á innistæðum.
Bera enga ábyrgð
á innistæðunum
Norski innistæðutryggingasjóðurinn hefur ekki ríkisábyrgð
Arne
Hyttnes
NEFND um endurskoðun lyfjamála í
íþróttum vill að ólöglegir sterar verði
flokkaðir með fíkniefnum og þannig verði
refsingar við innflutningi á sterum stór-
lega hertar. Skúli Skúlason, formaður
lyfjaráðs ÍSÍ, sem á sæti í nefndinni, segir
að þeir sem verða uppvísir að ólöglegum
innflutningi á sterum hingað til lands,
jafnvel í miklu magni, sleppi yfirleitt með
lága sekt. Hann bendir á að í Danmörku
séu ólöglegir sterar flokkaðir með fíkni-
efnum. Ólöglegur innflutningur á sterum
varðar við lyfjalög en hámarksrefsing við
brotum gegn þeim er tveggja ára fang-
elsi, sem í flestum tilfellum þýðir sekt.
Skúli segir að ekki sjáist ummerki um
aukna steraneyslu við lyfjaeftirlit sam-
bandsins og ekkert bendi til að hún hafi
aukist meðal íþróttamanna innan ÍSÍ. Á
hinn bóginn séu ýmsar vísbendingar um
aukna steraneyslu meðal ungra karl-
manna sem æfa íþróttir utan vébanda
íþróttahreyfingarinnar. Hann hefur mikl-
ar áhyggjur af þróuninni. | 8
Ljósmynd/tollstjóri
Smygl Sterum smyglað sem sælgæti.
Sleppa
með sektir
Ýmsar vísbendingar um
aukna steranotkun
Fjármálaeftirlitið hefur ekki sam-
þykkt nýkjörna stjórn Íslands-
banka, sem tók við 25. janúar.
Gunnar Andersen, forstjóri eftir-
litsins, segir að vinna við mat á hæfi
stjórnarmanna sé ekki hafin.
VIÐSKIPTI
Ósamþykkt stjórn
Íslandsbanka
Skuldasöfnun ríkja á Vesturlöndum
vegna fjármálakreppunnar stenst
ekki til lengdar. Sérfræðingar telja
að hún muni á endanum leiða til
verðbólgu sem hætta sé á að fari úr
böndunum.
Valið á milli
vondra kosta
„HANN er að túlka sömu
reglugerð um innistæðu-
tryggingar á sama hátt
og við Lárus Blöndal höf-
um túlkað hana,“ segir
Stefán Már Stefánsson,
prófessor í lögfræði við
Háskóla Íslands. Það
sama gildi í Noregi og
hér.
Sami skilningur