Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Geir Kristinn Aðalsteinsson, 35 ára rekstrarstjóri hjá Vodafone, verður í efsta sæti L-lista fólksins fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í vor.    Oddur Helgi Halldórsson, 50 ára blikksmiður og bæjarfulltrúi, sem stofnaði L-listann og er nú að ljúka þriðja kjörtímabilinu sem leiðtogi hans, verður hins vegar í þriðja sæt- inu. Oddur var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í fjögur ár áður en L-listinn varð til.    Halla Björk Reynisdóttir flug- umferðarstjóri verður í öðru sæti L- listans en var í fimmta sæti við síð- ustu kosningar. Tryggvi Gunn- arsson sölumaður verður fjórði og Hlín Bolladóttir kennari í fimmta sæti.    Stutt og mjög óvísindaleg könnun leiddi það í ljós í gær að nokkur tonn af sælgæti skipta um hendur á Ak- ureyri á öskudaginn. Ein dætra minna kom nefnilega heim með fjög- ur kíló.    Töluvert líf og fjör var hér í höfuð- stað Norðurlands í gær sem endra- nær á öskudegi. Krakkarnir tóku daginn snemma, fóru fyrst á verk- stæði og framleiðslufyrirtæki en héldu svo í helstu verslunargötur. Söngurinn ómaði hvarvetna, börnin brostu út að eyrum og sömu sögu er að segja af mörgum, ekki alveg öll- um, sem á hlýddu … Vert er að vekja athygli á skemmti- legri örsýningu á Minjasafninu hér í bæ sem er hluti af fjölskyldusýningu safnsins Allir krakkar, allir krakkar – líf og leikir barna. Á sýningunni gefur að líta heimagerða öskudags- búninga sem ýmist hafa verið lán- aðir á sýninguna eða eru úr fórum safnsins. Þarna má sjá öskupoka frá því snemma á síðustu öld, tunnu- kóngsmerki og ýmsa gripi sem not- aðir voru í öskudagsliðunum.    Ýmsir atburðir verða á dagskrá Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ á Akureyri um næstu helgi. Snjóhlaup UFA má nefna, sem og opna Bautamótið í tölti, en hvort tveggja er á laugar- daginn. Þá verður líka boðið upp á dagskrá á Hömrum í tengslum við hátíðina. Þar verður t.d. liðakeppni í gerð snjómynda, ætluð fjölskyldum. Á laugardaginn verður líka keppt í ískrossi á Leirutjörn og skíðagöngu- námskeið verður í Hlíðarfjalli.    Ekki er ástæða til annars en gleðjast yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Leikfélags Akureyrar að fresta sýn- ingum á söngleiknum Rocky Horror þar til í september. Bæði er að um er að „kenna“ velgengni 39 þrepa á fjöl- um Samkomuhússins og svo verður söngleikurinn örugglega miklu flott- ari í Hofi!    Hljómsveitin AM/PM treður upp á Græna hattinum í kvöld en hún leik- ur tónlist eftir gítarsnillinginn Pat Metheny.    Ein athyglisverðasta hljómsveit landsins, Hjaltalín, verður svo með tónleika á Græna hattinum annað kvöld og á laugardagskvöld. Þar kynnir sveitin m.a. plötuna Terminal sem hún sendi frá sér í fyrra. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jól á öskudegi Margir krakkarnir voru í flottum búningum; þessi þrefaldi jólapakki var einn sá óvenjulegasti sem blaðamaður rakst á í gær. Eftir Sigurð Sigmundsson Biskupstungur | Leikdeild Ung- mennafélags Biskupstungna sýnir í Aratungu um þessar mundir leikritið Undir Hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Leikendur eru átta en alls koma 22 að verk- inu að meðtöldum leikstjóranum, Gunnari Birni Guðmundssyni. Leikritið gerist í sveit fyrir margt löngu, á prestssetri og kotinu Út- nára. Búningar, sem eru allsér- stæðir, bera þess enda merki. Það gengur á ýmsu, bæði vegna mis- skilnings, ágirndar og ástamála. Sett hafa verið upp 26 leikrit í Biskupstungum síðan Aratunga var tekin í notkun árið 1961. Sýningar eru á miðvikudags-, föstudags- og laugardags- kvöldum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Leikarar Runólfur Einarsson, Hjalti Gunnarsson og Elín Erlingssen. Undir Hamrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.