Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is DJÚPSTÆÐUR klofningur á Banda- ríkjaþingi veldur því að þingið er illa í stakk búið til að beita sér í brýnum málum sem eru lítt fallin til vinsælda til skemmri tíma litið. Og til að bæta gráu ofan á svart hefur skortur á trausti á störfum þingsins í för með sér að enn erfiðara er að tryggja hljómgrunn fyrir slíkum málum hjá almenningi en ella. Svona lýsir Jackie Calmes, blaðamaður New York Times, ástandinu í hnot- skurn í fréttaskýringu um vaxandi áhyggjur af því að ný skuldakreppa kunni að vera í augsýn. Loforð Obama í uppnámi? Eins og kunnugt er lagði Barack Obama Bandaríkjaforseti ríka áherslu á efnahagsmálin í kosningabaráttunni haustið 2008 þar sem hann benti ítrek- að á fjárlagahallann sem leitt hefði af stjórn George W. Bush, forvera hans í embætti. Nú þegar rétt rúmlega ár er liðið frá því Obama sór embættiseið bendir hins vegar flest til að stjórn hans gangi hægt að vinda ofan af skulda- halanum en hann fullyrti í gær að 862 milljarða dala viðreisnarpakki stjórn- valda hefði skapað eða tryggt millj- ónir starfa í landinu. Á fullri ferð á ísjakana Eins og Calmes rekur hafa hag- fræðingar varað við því lengi að stig- vaxandi útgjöld til heilbrigðismála og hækkandi meðalaldur þjóðarinnar myndi fyrr en síðar vega að tekju- grundvelli bandaríska ríkisins og þar með þrýsta á um lántökur til að stoppa upp í útgjaldagatið. Vart þarf að taka fram að fjár- málakreppan hefur hraðað þessari þróun, enda skatttekjur dregist sam- an á meðan ríkið hefur þurft að ausa fé í fjármálarisa sem tóku mikla áhættu fyrir hrunið. Staðan á þinginu gefur ekki tilefni til bjartsýni ef marka má ummæli G. Williams Hoagland, fyrrverandi ráð- gjafa leiðtoga repúblikana í öld- ungadeildinni, sem kveðst í samtali við Calmes efast um að landið sé stjórnhæft, svo samstöðulítið sé þing- ið andspænis vandanum. Og vandinn er mikill. Árið 2014 er áætlað að vaxtakostnaður ríkisins nemi 516 milljörðum dala, eða sem svarar 65.619 milljörðum króna miðað við gengi gærdagsins. Það fer langleiðina með að vera þjóðarframleiðsla Íslands í hálfa öld. Gífurlegur fjárlagahalli Þröng staða Obama-stjórnarinnar er einnig gerð að umtalsefni á vef Wall Street Journal en þar segir að fjár- lagahallinn stefni í 1,6 billjónir dala á þessu fjárlagaári, eða í 1.600.000.000.000 dala. Til að eiga fyrir útgjöldum sam- þykkti Obama fyrr í mánuðinum lög sem auka heimild stjórnarinnar til lántöku um 1,9 billjónir dala og getur ríkið því nú tekið 14,3 billjónir dala að láni. Stjórnin hefur þegar eytt viðbót- inni. Búist er við að Obama skipi í dag þverpólitíska þingnefnd til að fara í saumana á skuldavandanum en ef fram heldur sem horfir er Kínastjórn talin geta krafið bandarísk stjórnvöld um hærri vexti af lánum á komandi árum og þar með aukið á ærinn vanda. Sökkva dýpra í skuldafenið  Djúpstæður klofningur á Bandaríkjaþingi tefur fyrir því að tekið sé af festu á vandanum  Önnur skuldakreppa gæti verið í augsýn  Bandaríkin horfa fram á gífurlegar vaxtaafborganir af lánum Barack Obama Reuters Útsala Fasteignaverð hefur víða hrunið í Bandaríkjunum eftir að fasteignabólan sprakk. Hér er afslátturinn 50%. Í HNOTSKURN »Sérfræðingar telja aðbandaríska ríkið geti lent í samkeppni við einkageirann um lánsfé sem aftur geti orðið til þess að hækka vaxtastigið. »Vaxtabyrði bandarískaríkissjóðsins dregur úr svigrúmi stjórnvalda hverju sinni til útgjalda og gildir þá einu hver málaflokkurinn er. »Skuldbagginn jafngildirþví verri lífskjörum fyrir komandi kynslóðir. »Repúblikanar sem styðjaTeboðshreyfinguna svo- nefndu (e. Tea Party move- ment) eru andvígir því að stoppa upp í fjárlagagatið með aukinni skattheimtu. »Samkvæmt nýlegri könn-un CBS/New York Times styður 18% bandaríku þjóð- arinnar hreyfinguna sem kennd er við teboðið fræga í Boston árið 1773. Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst stofna þverpólitíska nefnd til að taka á skuldavanda þjóðarinnar. Verkefnið er ærið. SÍÐUSTU daga hefur vandinn á evrusvæðinu yfir- skyggt umræður um skuldavanda Bandaríkjanna en eins og sjá má á kortinu eru evruríkin búin að sprengja Maastricht-skilyrðin svonefndu sem liggja evrópska myntbandalaginu til grundvallar en þau kveða á um að halli af fjárlögum skuli ekki vera meiri en 3% af VLF. Miklar umræður hafa spunnist um hvort Grikkir rambi á barmi greiðsluþrots en eins og sjá má eru Írar enn skuldugri. Líkt og á Íslandi gegnir fjármálaútrás þar lykilhlutverki en skammt er síðan írska hagkerfið var kallað „keltneski tígurinn“ vegna mikilla umsvifa. Lítið þykir nú fara fyrir þeim tígri. SKULDIR EVRURÍKJANNA Heimildir: Eurostat, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EC) -15 -12 -9 -6 -3 0 AU STU RR ÍKI BE LG ÍA FR AK KL AN D ÍTA LÍA PO RT ÚG AL ÞÝ SK AL AN D LÚ XE MB OR G SLÓ VA KÍA KÝ PU R GR IKK LA ND MA LTA SLÓ VE NÍA FIN NL AN D ÍRL AN D HO LLA ND SPÁ NN Maastricht-skilyrðin 2009 ÁÆTLAÐUR HALLI (SPÁ EC) Prósent af vergri landsframleiðslu 2010 2011 Hallinn langt umfram Maastricht-skilyrðin BRESKIR dýra- læknar telja til- efni til að brýna fyrir hundaeig- endum að spara fóðrið því um þriðji hver hund- ur í Bretlandi er nú of þungur, að því er ný rann- sókn leiðir í ljós. Fjallað er um málið á vef The Daily Telegraph en þar kemur einnig fram að hlutfall katta sem eru of þungir hefur aukist um 5% og er nú svo komið að fjórði hver köttur er of þungur, að því er samtök dýralækna (PDSA) sem láta sér annt um velferð dýra áætla. Fyrrnefnda rannsóknin náði til um 8.000 hunda en hún bendir til að yfir 3,5 milljónir hunda á Bretlandi glími við offituvandamál. Stríðaldir og í hættu Það er hundalíf að vera allt of feitur. 50 kassar Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Sruli Recht hönnuður UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.