Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Öskudagsfagnaður Foreldrar nema í Rimaskóla þurftu ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum á öskudeginum, sem var í gær, því í stað þess að flakka á milli fyrirtækja fengu þau veitingar í boði skólans og foreldrafélagsins, fóru í skrúðgöngu við undirleik lúðrasveitar og á furðufataball. Þau gátu fengið andlitsmálningu og búið til öskupoka. Kristinn ÞAÐ KANN að vera örþunn lína milli þess þegar banki er í stöðu ráð- gjafa annars vegar og skuggastjórnanda hins vegar. Hugtakið skuggastjórnandi er ekki til í íslenskum rétti en gera má ráð fyrir svipaðri merk- ingu og t.d. á Bret- landi, þar sem löng hefð er til staðar. Þar hefur verið ákveðin tregða við að gera banka ábyrga þar sem það gæti skekkt stöðu þeirra varðandi ráðgjöf, svo og vegna aðstoðar við end- urskipulagningu fyrirtækja. Það er ekki óvarlega áætlað að svipuð tregða geti verið í íslensku bankaumhverfi. Þegar fyrirtæki kemst í fjár- hagsvandræði er algengt að leit- að sé til viðskiptabanka um að- stoð. Ef vandamálið er alvarlegt má reikna með að bankinn skoði raunverulega stöðu fyrirtækisins með eins konar áreiðanleikakönn- un. Bankinn getur gert t.d. kröfu um aukið hlutafé og kallað eftir auknum veðum vegna þeirrar fyrirgreiðslu sem hann ætlar að veita til viðbótar þeim sem þegar eru tryggð. Allt eru þetta atriði sem þekkjast í venjubundnum viðskiptum en hér er það skil- greiningin á hegðun bankans við ákvörðunartökuna sem skiptir máli. Ef bankinn tekur ákvörð- unina án þess að láta stjórnendur fyrirtækisins hafa neitt um hana að segja er hann kominn í stöðu skuggastjórnanda. Ef hins vegar farið er að ráðleggingum bank- ans af hálfu stjórnenda fyrirtæk- isins og umfjöllun um ákvörð- unina er með formlegum hætti eru líkur á að ekki sé um skugg- astjórnendur að ræða. Bankinn verður þar af leiðandi ekki ábyrgur fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru, þótt þær kunni að vera í þágu bankans að veru- legu leyti. Bankastjórnendur verða að varast að veita ráðgjöf sem gefur aðeins einn valmöguleika fyrir fyrirtækið. Valmöguleikarnir verða að vera fleiri svo samskipti stjórnar fyrirtækisins við bank- ann leiði ekki til venju um að fylgja eftir öllum ábendingum og óska eftir umsögn eða leiðbein- ingum um önnur málefni félags- ins. Bankinn skal kappkosta að hafa öll samskipti milli sín og fyrirtækisins opin, helst skrifleg, til að forðast beinar skipanir eða eindregnar óskir um ákveðin málefni. Bankinn á að hvetja til þess að fleiri sérfræðingar veiti ráð til að félagið geti tekið upp- lýsta afstöðu til þeirra atriða sem bankinn er að fjalla um í ráðgjöf sinni. Þá verður bankinn að halda sig við þá ráðleggingu sem bankinn er fær um, það er, end- urfjármögnun félagsins. Það er viðurkennt að bankinn og fyr- irtækið geti átt sameiginlega hagsmuni. Bankinn sem lántakandi hefur hagsmuni af því að fyrirtækið blómstri til að fá greitt lán sem bankinn hefur veitt félaginu. Fyrirtækið hefur hag af því að bankinn fái greitt svo auðveldara verði að fá fyrirgreiðslu hjá hon- um þegar fyrirtækið þarfnast viðbótarfjármagns. Bankinn þarf að varast að blanda sér í málefni sem eru ekki á sviði hans og láta stjórn og starfsmenn taka ákvarðanir um þau málefni sem þeir þekkja best. Við skoðun á því hvort banki hafi orð- ið skuggastjórnandi má skoða gjaldþrot verslunarinnar Na- noq í dæmaskyni, en um málefni félagsins var fjallað í hæsta- rétttardómi frá árinu 2004 á bls. 2660. Rekstrarfélag Nanoq fór í þrot eft- ir að hafa verið í taprekstri í nokkur ár. Í upphafi voru samskipti fyrirtækisins og bank- ans eðlileg. Bankinn lánaði fé til rekstrarins en vegna stöðugs taprekstrar var svo komið að venjubundin trygging bankans nægði ekki til tryggingar á lán- unum, þar með talinn yfirdráttur, sem var nokkur. Var því gripið til þess ráðs að setja bankareikn- inga fyrirtækisins að handveði til tryggingar, en um það segir í dómnum: „Yrði þá jafnframt veittur handveðréttur yfir bankareikn- ingi, sem færslur af kred- itkortum gengju inn á, ásamt því að félagið gæfi yfirlýsingu um að það myndi virða yfirráðarétt sparisjóðsins „yfir ráðstöfun posafærslna debetkorta“. Gaf fé- lagið í framhaldi af þessu út yf- irlýsingu til sparisjóðsins 11. des- ember 2001 um handveðrétt hans yfir nánar tilteknum bankareikn- ingi þess fyrir hvers konar skuld- um, sem það stæði í við hann.“ Samkvæmt þessu er ljóst að fyrirtækið hafði ekki ráðstöf- unarrétt yfir nema hluta tekna sinna, enda stofnaði fyrirtækið reikning í öðrum banka til að safna saman staðgreiðslu- fjármunum til að standa skil á vörslusköttum félagsins. Sam- hliða handveðsetningu á reikn- ingunum var gefið út trygg- ingabréf þar sem allar innréttingar voru settar að veði sem og allur vörulager, bæði sá sem var til staðar og það sem kæmi inn eftir veðsetninguna. Þetta þýðir að allt sem var innan veggja fyrirtækisins var veðsett bankanum. Þegar fyrirtæki er í slíkri stöðu tekur það ekki sjálf- stæðar ákvarðanir til hagsbóta fyrir félagið, heldur bankann. Héraðsdómarinn hitti naglann á höfuðið þegar sagt var: „Félagið var því í raun svipt öllum ráð- stöfunarrétti yfir fjármunum fé- lagsins. Með þessari veðsetningu urðu því vörur þær sem stefn- andi seldi Íslenskri útivist þar með veðsettar Spron frá því að þær komu inn í verslunina.“ Sá sem hefur yfirráð yfir fjár- munum félags er í raun stjórn- andi þess. Sá sem stöðugt þarf að fá heimild þess sem með fjár- magnið fer er ekki í stöðu til að taka viðskiptaákvarðanir. Eftir Pétur Stein Guðmundsson » Sá sem hefur yf- irráð yfir fjár- munum félags er í raun stjórnandi þess. Sá sem stöðugt þarf að fá heimild þess sem með fjármagnið fer er ekki í stöðu til að taka við- skiptaákvarðanir. Pétur Steinn Guðmundsson Höfundur er lögfræðingur og skrif- aði meistararitgerð við lagadeild Háskólans í Reykjavík um ábyrgð hluthafa með viðurkenningu á brott- falli ábyrgðartakmörkunar og skuggastjórnun. Banki sem skugga- stjórnandi, þekkist það á Íslandi? EITT vandasam- asta en jafnframt mikilvægasta verk- efni næstu ára er að ná jafnvægi milli tekna og útgjalda hins opinbera. Slíkt jafn- vægi er forsenda þess að hægt verði að koma á stöðugleika í efnahagsmálum á nýj- an leik og leggja grunn að fjölgun starfa og aukningu kaupmáttar. Samkvæmt upphaflegri efnahags- áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins þarf að draga úr út- gjöldum ríkissjóðs um 20% til ársins 2012 frá því sem þau voru í fjárlögum 2009. Í greinargerð með fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2010 er fjallað um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum á árunum 2009-2013. Þar kemur fram að rík- isstjórnin ætlar sér að standa vörð um velferðarþjónustu, einkum í fé- lags- og heilbrigðismálum. Þá kemur fram að grunnþjónusta á borð við starfsemi skóla verði varin. Til að það sé hægt verður veruleg- ur hluti af lækkun ríkisútgjalda á tímabilinu að nást með aukinni hag- ræðingu í rekstri ríkisins svo sem með endurskipulagningu stofn- anakerfisins, verkefnatilflutningi og sameiningu ráðuneyta og stofnana sem og endurmati á þeim verkefnum sem verið er að sinna. Það kemur ágætlega fram í forsendum fjárlaga fyrir árið 2010 að gerður er grein- armunur á hagræðingu og niður- skurði. Um ofangreint er ekki deilt. Það er ekki fyrr en beinar hagræðingar- eða sparnaðartillögur eru lagðar fram sem deilurnar hefjast. Því er mikilvægt að nálgast við- fangsefnið með réttum hætti. Hag- ræðingu og sparnað þarf að byggja á stefnumörkun og forgangsröðun stjórnvalda, og framkvæma á grund- velli þekkingar og reynslu stjórn- enda og starfsmanna ríkis og sveitar- félaga. Fyrsta skrefið er að skilgreina hvaða þjónustu hið opinbera eigi að veita. Næsta skref er að kanna hvernig hagkvæmast sé að veita þá þjónustu. Þá eru eftir flóknustu og tímafrekustu skrefin þ.e. að útfæra og framkvæma nauðsynlegar breyt- ingar. Krafa um hraða lækkun ríkis- útgjalda kallar á almennar aðgerðir. Slíkt er gjarnan kallað flatur nið- urskurður og er í raun andstæða markvissrar hagræðingar. Hættan er sú að mátturinn sé dreginn úr mikilvægri starfsemi og verkefnum – að aðeins sé verið að herða sult- arólina. Fyrir utan þá áhættu sem þetta skapar gagnvart þeim mannauði sem stofnanir ríkisins og sveitarfélaga búa yfir leiðir of mikil áhersla á lækkun kostnaðar sjónir manna frá því sem kalla má betri og skilvirkari rekstur. Sé áherslan á betri og skilvirkari rekstur byggir slíkt á stefnumörkun og forgangsröðun á grunni hennar, nauðsynlegum úrbótum á verkferl- um og skýrari ábyrgðar- og verka- skiptingu innan og milli stofnana rík- isins. Það er t.d. ekki sjálfgefið að sam- eining stofnana eða ráðuneyta skili sér í betri þjónustu og lægri kostn- aði. Slíkum ákvörðunum þarf að fylgja vel eftir og vinna einbeitt að framkvæmd nauðsynlegra breytinga á skipulagi og vinnubrögðum, oft með hjálp utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga. Mikil tregða er jafn- an ríkjandi gagnvart breytingum sem kosta bæði starfsorku og pen- inga til skamms tíma en eru forsenda raunverulegs árangurs til lengdar. Reynslan sýnir að þarna bregst mönnum oftast bogalistin. Rafræn skil á skattframtölum ein- staklinga eru gott dæmi um hvernig hægt er að bæta þjónustu með minni tilkostnaði, bæði fyrir þann sem veit- ir þjónustuna og neytandann. Hjá ríkisskattstjóra hefur á und- anförnum árum verið fjárfest í upp- lýsingatækni og breyttum vinnu- brögðum sem hafa skilað margvís- legum ávinningi s.s. lægri kostnaði við útsendingu og úrvinnslu fram- tala, betri skattskilum og þar með tekjuauka fyrir ríkissjóð svo ekki sé minnst á ómældan vinnusparnað fyr- ir tugþúsundir Íslendinga. Flatur niðurskurður skilar yfir- leitt litlu þegar upp er staðið. Hann er í eðli sínu skammtímaaðgerð sem getur valdið auknum kostnaði þegar fram í sækir. Hann bitnar jafnt á nauðsynlegum og verðugum verk- efnum og verkefnum sem ekki eru jafn mikilvæg. Við fáum einfaldlega minna af öllu, þörfu sem óþörfu. Meginhluti opinberra útgjalda rennur til málaflokka sem breið sátt er um að ríki og sveitarfélög sinni s.s. heilbrigðismála, menningar- og menntamála, félagslegra málefna og samgangna. Hins vegar vita þeir sem þekkja rekstur ríkis og sveitarfélaga að þar leynast víða dæmi um verk- efni sem ekki er með nokkru móti unnt að flokka sem hluta af grunn- þjónustu og jafnvel ekki heldur sem hluta af opinberri þjónustu. Stundum eru slík verkefni kölluð „gæluverkefni“ eða „kjördæmapot“. Oft eru þetta þó mál sem skipta ákveðna afmarkaða hópa miklu máli og væru talin sjálfsögð og eðlileg ef nægt fé væri fyrir hendi. Í sumum tilfellum er þó um að ræða verkefni sem þjóna engum sérstökum tilgangi og eru í raun óþörf. Nú eru aðstæður þannig að við verðum að horfast í augu við þá stað- reynd að við höfum ekki efni á að styðja við mörg af þessum málefnum lengur. Þau eru ákveðinn þjóðfélags- legur „lúxus“ sem skera þarf niður þegar herðir að til að hægt sé að standa vörð um annað. Auðvitað mun það valda sársauka og þrýstihópar munu berjast grimmilega fyrir því að nákvæmlega þeirra verkefni lendi ekki undir hnífnum. Hér verða menn að sýna þor og festu. Við verðum að nálgast útgjöld hins opinbera með breyttu hugarfari. Við þurfum að skilgreina hvaða þjónustu beri að veita og gera þá kröfu að hún sé veitt á hagkvæman hátt. Þetta tvennt, það er skynsamleg forgangsröðun á verkefnum hins op- inbera og aukin skilvirkni í rekstri, er eina raunhæfa leiðin til að draga úr útgjöldum og ná þar með nauð- synlegu jafnvægi í ríkisfjármálum án þess að draga um of úr nauðsynlegri þjónustu. Eftir Ingva Þór Elliðason og Arnar Jónsson »Krafa um hraða lækkun ríkisútgjalda kallar á almennar að- gerðir. Slíkt er gjarnan kallað flatur niðurskurð- ur og er andstæða mark- vissrar hagræðingar Ingvi Þór Elliðason Ingvi Þór er forstjóri Capacent á Ís- landi. Arnar Jónsson er stjórnsýslu- ráðgjafi hjá Capacent á Íslandi. Sparnaður er mikilvægur en hagræðing nauðsyn Arnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.