Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Í DAG, fimmtu- dag, kl. 12-13 mun Diana Wall- is halda erindi á vegum Alþjóða- málastofnunar og Rannsókna- seturs um smá- ríki, undir heit- inu „Iceland, Icesave and the EU – whose debt is it anyway?“ Er- indið verður haldið í fyrirlestrarsal 132 í Öskju. Diana Wallis hefur set- ið á Evrópuþinginu síðan árið 1999 og verið varaforseti þess í sl. þrjú ár. Icesave, Ísland og Evrópusambandið Diana Wallis Í DAG, fimmtudag, kl. 20-22 standa Hagsmunasamtök heimilanna fyrir fundi í Iðnó undir yfirskriftinni „Hingað og ekki lengra“. Þorvald- ur Þorvaldsson, formaður greiðslu- verkfallsstjórnar, flytur stutta tölu og Aldís Baldvinsdóttir flytur er- indið „Fjárhagsleg helför“. Þá mun Kristján Þór Magnússon kynna fund Félags um lýðheilsu á Íslandi, Sveinn Óskar Sigurðsson viðskipta- fræðingur flytur erindi um mynt- körfulán og Lilja Mósesdóttir flytur erindi um lyklafrumvarpið. Hagsmunasamtök með fund í Iðnó NÝTT húsnæði Hjálpartækjamið- stöðvar Sjúkratrygginga Íslands, á Vínlandsleið 16 í Reykjavík, var formlega tekið í notkun í fyrradag. Jafnframt var opnað nýtt vefsvæði stöðvarinnar. Með nýja húsnæðinu mun aðstaða batna mikið til hags- bóta fyrir viðskiptavini og starfs- fólk. Á 20 ára tímabili hefur starf- semi Hjálpartækjamiðstöðvarinnar aukist verulega en hlutverk hennar er að annast afgreiðslu umsókna um hjálpartæki, veita faglega ráð- gjöf og tryggja hagkvæma notkun hjálpartækja. Hjálpartæki Álfheiður Ingadóttir ráðherra klippti á borðann. Flutt í nýtt húsnæði Í DAG, fimmtudag, kl. 20.30 verður almennur baráttufundur í Félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. Kastljós- inu verður beint að þeim efnahags- og samfélagslegu áhrifum sem ríkjandi óvissa um framtíðarskipan í sjávarútvegi hefur á fiskvinnslu- fyrirtæki, fiskvinnslufólk, smábáta- útgerð og mannlíf á Snæfellsnesi, m.a. vegna hugmynda um svokall- aða fyrningarleið. Fundarboðendur eru Grundarfjarðarbær, Snæfells- bær, Stykkishólmsbær, Smábáta- félagið Snæfell, Útvegsmannafélag Snæfellsnes og Verkalýðsfélag Snæfellinga. Morgunblaðið/RAX Baráttufundur um sjávarútveg FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MERKI um aukna notkun á sterum hér á landi hafa ekki komið fram við lyfjaeftirlit Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en Skúli Skúlason, for- maður lyfjaráðs ÍSÍ, segir ljóst að miðað við upp- lýsingar frá tollgæslunni og lögreglu og fleira sé mun meira magn af sterum í umferð en áður. „Þetta sést meðal annars í auknum mæli inni á lík- amsræktarstöðvunum,“ segir hann. Ekki þurfi heldur að skoða netið lengi til að finna upplýsingar um steranotkun hér á landi. Skúli hefur verulegar áhyggjur af þessari þróun. Einn þeirra innlendu vefja þar sem finna má um- fjöllun um steranotkun er www.vaxtarvorur.com. Á spjallþræði sem er á þeim vef fara fram líflegar umræður um helstu eiginleika, kosti og galla ým- issa tegunda af sterum og sömuleiðis um fæðubót- arefni, lögleg sem ólögleg. Á þræði sem ber yf- irskriftina „Ólögleg efni og annað tengt þeim“ er orðsending frá versluninni Vaxtarvörum þar sem tekið er fram að hún beri ekki ábyrgð á umræðum um ólögleg efni. Mikið magn eykur líkur á neyslu „Þó svo við sjáum þetta ekki ennþá inni í íþrótta- hreyfingunni þá er það mikið áhyggjuefni hversu mikið magn er komið í umferð,“segir Skúli. Hið mikla magn auki líkurnar á því að íþróttamenn sem eru að æfa innan ÍSÍ freistist til að neyta stera. Skúli bendir á að refsingar fyrir innflutning á sterum séu vægari hér á landi en víða annars stað- ar. Ólöglegur innflutningur varði við lyfjalög en ekki fíkniefnalöggjöfina, eins og t.d. sé raunin í Danmörku. „Þetta verður að endurskoða,“ segir Skúli og bendir á að ráðgjafarnefnd lyfjaeftirlits- nefndar Evrópuráðsins hafi mælt með því að sterar verði flokkaðir sem ávana- og fíkniefni hér á landi. Skúli segir að margir sem nú flytji inn stera myndu láta af því ef refsingarnar yrðu hertar, m.a. vegna þess að þá myndu menn líta stera öðrum aug- um. Hertar refsingar myndu einnig hafa fæling- armátt.. „Ef þú færð bara litla sekt og næsta sekt borgar sektina margfalt, þá eru menn kannski til- búnir til að taka sénsinn.“ Fíkniefnasalar telja sig þurfa stera Hjá SÁÁ hafa menn lengi séð tengsl á milli am- fetamínneyslu og neyslu á sterum. Guðbjörn Björns- son læknir hjá SÁÁ segir algengt að þeir sem selja fíkniefni taki stera til að byggja sig upp og auka þor og kjark í hörðum heimi fíkniefnaviðskiptanna. Hann treystir sér ekki til að fullyrða hvort neyslan hafi aukist eða breyst, hún sé hins vegar ekki að minnka. Hefur miklar áhyggjur af auknu magni stera í umferð  Á íslenska vefnum vaxtarvorur.com fer fram opinská umræða um steranotkun Í fyrra tók tollgæslan metmagn af sterum og ýmsar aðrar vísbendingar eru um aukna steranotkun hér á landi. Á netinu fer fram opinská umræða um stera, þ.á m. um auka- verkanir, sem geta verið verulegar. Alvarlegar aukaverkanir geta hlotist af steranotkun, m.a. getur hún leitt til ótíma- bærra dauðsfalla. Getuleysi er einnig þekktur fylgifiskur steranotkunar. Á spjall- þræði á vefnum www.vaxtavorur.com má m.a. lesa lýsingu á því að maður sem tók stera hefur ekki náð „honum upp almenni- lega“ síðan. Þá mældist testósterónið og kólesterólið í blóði alltof hátt. Alvarlegar aukaverkanir Í sterasendingu frá Kína sem stöðvuð var fyrir jól voru 94 glös með samtals 940 lítrum af fljótandi sterum, pakkað inn í sælgætisbréf. Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs tollstjóra, segir að frágangurinn hafi verið mjög vandaður og innpökkunin virtist vera „upprunaleg“ við fyrstu sýn. Tæplega lítri af sterum falinn í sælgætisbréfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.