Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 226.710 kr Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Patti húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is JP Lögmenn · Höfðatorgi, 105 Reykjavík · Austurvegi 6, 800 Selfoss s. 588-5200 · fax 588-5210 · jp@jp.is · www.jp.is SECURITAS HF. - SÖLUFERLI JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að sölu á Securitas hf. Securitas hf. starfar á sviði öryggisgæslu og veitir einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á sviði öryggismála. Söluferlið, sem hefst formlega með birtingu þessarar auglýsingar, er opið öllum fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108, 2007 um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fjárfesta sem geta sýnt fram á eiginfjárstöðu sem nemur 300 milljónum króna eða meira eða fjármögnunar- vilyrði frá fjármálastofnun sem metið er fullnægjandi af seljanda. Áskilinn er réttur til að takmarka aðgang að söluferlinu í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist félagið, t.a.m. vegna samkeppnisreglna. Áhugasömum fjárfestum ber að undirrita trúnaðaryfirlýsingu, auk þess sem þeim ber að leggja fram upplýsingar og gögn til staðfestingar á að þeir uppfylli ofangreindar kröfur og skilyrði. Unnt er að nálgast trúnaðaryfirlýsingu og upplýsingablað til útfyllingar á vefsíðu JP Lögmanna, jp.is/securitas. Gögnum ber að skila undirrituðum á skrifstofu JP Lögmanna að 16. hæð Höfðatorgs, 105 Reykjavík og á rafrænu formi á netfangið soluferli@jp.is frá 19. febrúar til klukkan 12.00 þann 25. febrúar. Að afhentum ofangreindum upplýsingum fá fjárfestar afhent sölugögn um félagið, en þau verða afhent frá 22. febrúar til klukkan 16.00 þann 25. febrúar á skrifstofu JP Lögmanna. Óskuldbindandi tilboðum skal skilað á skrifstofu JP Lögmanna fyrir klukkan 14.00 þann 26. febrúar í lokuðu umslagi merkt „Söluferli Securitas“. Þeim fjárfestum sem leggja fram hæstu tilboðin og geta sýnt fram á fjárhagslega burði til að standa við þau verður boðið til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur kostur á að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu. Nánari upplýsingar um söluferlið má nálgast á vefsíðunni jp.is/securitas en einnig má senda fyrirspurnir á póstfangið soluferli@jp.is. VIÐBYGGING gjörgæsludeildar á Landspítala Hringbraut var form- lega tekin í notkun í gær. Gjörgæslu- deildin við Hringbraut er í „gamla spítala“ sem byggður var árið 1930, en deildin var orðin alltof lítil miðað við umfang starfseminnar. Heilbrigðismálaráðherra heim- ilaði í árslok 2007 sérstaka 40 millj- óna króna fjárveitingu til viðbygg- ingarinnar. Fyrirtækið K16 ehf. annaðist framkvæmdir. Með tilkomu viðbyggingarinnar hefur gjörgæsludeildin stækkað verulega; úr 250 fermetrum í um 350 fermetra, og þykir vel hafa tek- ist til, segir á heimasíðu spítalans. Við stækkunina var legurýmum fjölgað úr 9 í 11, og að auki er eitt vararými. Einnig var hægt að stækka nokkur sjúkrarýmanna og margvíslegar aðrar endurbætur voru gerðar. Krabbameinsdeildin fékk neðri hæð viðbyggingarinnar en hún bíð- ur innréttingar. Byrjað var að nota gjörgæsluhluta viðbyggingarinnar í miðjum svínaflensufaraldri. Þörf fyrir gjörgæslumeðferð hef- ur vaxið undanfarin ár. Ástæður eru vaxandi mannfjöldi, hækkandi aldur og auknar tækniframfarir, bæði í gjörgæslu svo og öðrum sérgreinum læknisfræðinnar. Bætt aðstaða gjörgæsludeildar Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Ísinn á Mývatni hefur átt frekar erfitt uppdráttar í vetur. Umhleypingasöm veðrátta hefur veikt hann á stundum og stórar eyður þá myndast. Þessu hefur fylgt töluvert ísrek og átök í fjörum þar sem ís mætir landi. Ef sandfjara er verða til sandhryggir, þeim fjölgar í tímans rás og verða að sérkennilegu landslagi. Mývetningar nefna það fyrirbrigði bárugarða. Einhver stærsta báran við vatnið heitir Belgjarbára, myndin sýn- ir hvernig ísinn hefur ruðst þar upp í fjöru og ýtt sand- inum á undan sér. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Efnað í bárugarð á Belgjarbáru Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Guðmund Sv. Hermannsson HELMINGUR stjórnenda fyrir- tækja í landinu telur skattabreyt- ingar stjórnvalda leiða til þess að þeir þurfi að fækka starfsfólki sínu á komandi misserum. Þetta kom fram í ræðu Tómasar Más Sigurðs- sonar, formanns Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í gær. Hann vitnaði í þessu efni til könnunar sem Viðskiptaráð lét gera og segir niðurstöðuna sýna að skattastefna stjórnvalda muni skila þveröfugri niðurstöðu en ætlað sé og hrekja burt fjármagn og verð- mætt vinnuafl. „Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði Tómas Már. Formaður Viðskiptaráðs segir að í stað þeirra gagngeru breytinga í skattamálum, sem nýlega komu til framkvæmda, hefðu stjórnvöld átt að setja sér einfalt markmið um að engir nýir skattar yrðu lagðir á. Með því væri hinsvegar ekki úti- lokað að stjórnvöld auki skatt- tekjur með skattahækkunum á fyr- irliggjandi stofnum. Þá ættu stjórnvöld að leggja mun ríkari áherslu á hagræðingu í ríkisrekstr- inum. Opinber útþensla illa hamin „Viðskiptaráð hefur ítrekað bent á hversu illa hefur tekist að hemja útþenslu hins opinbera á undan- förnum árum. Á síðasta áratug hafa útgjöld ríkissjóðs vaxið um 50% að raungildi. Á sama tíma hef- ur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 30%, starfsfólki í opinberri stjórn- sýslu um 55% en störfum á al- mennum vinnumarkaði hefur ein- ungis fjölgað um 3%,“ segir Tómas Már sem telur íslenskt samfélag og hagkerfi hafa allt sem þarf til að skapa grundvöll góðra lífskjara. Þrátt fyrir að skaði heimila, at- vinnulífs og ríkissjóðs af efnahags- hruninu sé umtalsverður séu bjarg- ræðin til staðar. „Við viljum tryggja að Ísland verði ekki ein- göngu dæmisaga um það hvað beri að varast, heldur einnig dæmi um það hvernig megi vinna sig hratt og vel úr jafn umfangsmiklu efna- hagsáfalli og við er að glíma.“ Stuðning til að standast ágang Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni á Við- skiptaþingi að ekki yrði undan því vikist að ríkið tæki á sig stærri hlut við að koma efnahagslífinu á kjöl að nýju. Þá þurfi að reka ríkið og stofnanir þess á einfaldari og ódýrari hátt en nú er gert. „Óspart er skorið niður í opin- berum rekstri. Á tveimur árum mun halli ríkissjóðs fara úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 100 millj- arða. Það verður því að nást árang- ur í sameiningu ráðuneyta og stofnana og verkefna og endur- skoðun á starfsemi hins opinbera ef okkur á að takast að knýja fram einfaldari og betri rekstur,“ sagði Jóhanna. Hún vitnaði í skýrslu Viðskiptaráðs, sem lá fyrir þinginu, þar sem segir að stærsta áskorun stjórnmálamanna sé að standast ágang þrýstihópa og láta heildar- hagsmuni ráða för við ráðstöfun fjármuna. „Þetta eru orð í tíma töluð þegar við sjáum volduga hagsmunahópa rísa upp á afturlappirnar og gera hróp að stjórnvöldum gegnum aug- lýsingastofur, fjölmiðla og áróðurs- herferðir. Þá er vissulega nauðsyn að hafa sterk bein og vonandi fáum við stuðning Viðskiptaráðs til þess að standast áganginn.“ Stjórnvöld sýni fram- sýni í skattastefnu  Rekum ríkið ódýrar, sagði forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Tómas Már Sigurðsson. Jóhanna Sigurðardóttir Tæplega 60% forsvarsmanna ís- lenskra fyrirtækja telja hags- munum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan ESB. Þetta kemur fram í könnun sem Capa- cent Gallup gerði fyrir Við- skiptaráð og var kynnt á Við- skiptaþingi í gær. Einungis 31% aðspurðra töldu að íslensku við- skiptalífi væri betur borgið innan ESB. Þessi afstaða gegn aðild að ESB er talsvert önnur en fram kom í könnun sem Viðskiptaráð lét gera fyrir Viðskiptaþingið 2009. Þá var meirihluti hlynntur aðild og taldi hana hafa jákvæð áhrif. Þegar spurt var um afstöðu at- vinnurekenda til krónunnar kvað þar við annan tón. Þannig töldu forsvarsmenn um 51% fyrirtækja að viðskiptalífinu væri betur borgið með annan gjaldmiðil, en 37% aðspurðra töldu heillavæn- legast að halda sig við krónuna. Viðskiptaráð segir að ef niður- stöður þessara tveggja spurninga séu bornar saman komi í ljós að stjórnendur 90% fyrirtækja sem telja viðskiptalífinu mikið betur borgið innan ESB telja því að sama skapi betur borgið með annan gjaldmiðil. Þessar niður- stöður gefi ásamt öðru til kynna að atvinnurekendur sem horfa til kosta ESB séu að miklu leyti að horfa til evrunnar. Minni stuðningur við ESB-umsókn en fyrir ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.