Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
LÍKLEGA
leggja margir
listunnendur leið
sína til Rómar
næstu mánuði til
að skoða lykil-
verk eins helsta
meistara pent-
skúfsins. Þar
verður í dag opn-
uð stærsta og án
efa mikilvægasta
sýningin sem sett verður upp á
þessu ári, til að minnast þess að 400
ár eru liðin frá því að ítalski barokk-
málarinn Caravaggio lést. Sýningin
er sett upp í Scuderie del Quirinale í
Róm.
Því hefur verið haldið fram að ein-
ungis verk Vincents Van Goghs njóti
meiri hylli, jafnt á meðal sérfræð-
inga sem almennings. Ekki aðeins
sökum listræns mikilvægis, sem er
óumdeilt, heldur hafa ýmsir þættir
lífshlaups hans öðlast frægð.
Á sýningunni eru mörg kunnustu
verk Caravaggios, en þekkt málverk
hans eru aðeins um 60 talsins. Mörg
söfn lána lykilverk; þar á meðal Nat-
ional Gallery, Metopolitan-safnið,
Galleria Borghese, Uffizi- og Hermi-
tage-safnið, auk Vatíkansins.
Samhliða sýninguni kemur út veg-
leg bók með greinum eftir marga
kunna Caravaggio-sérfræðinga.
Borgaryfirvöld í Rómaborg hafa
sett upp merkingar milli safnsins og
kirkna í borginni, þar sem enn má
sjá sum frægustu verk hans hanga á
upprunalegum stað.
Caravagg-
io í Róm
Stór sýning á verkum
málarans opnuð í dag
Sjálfsmynd
Caravaggios.
TÓNLEIKA-
SYRPAN 15:15
hefst að nýju í
Norræna húsinu
næstkomandi
sunnudag, en þá
troða upp þær
María Jónsdóttir
sópransöngkona
og Ástríður Alda
Sigurðardóttir
píanóleikari. Þær
hyggjast flytja
sönglög og óp-
eruaríur eftir
Sigvalda Kalda-
lóns, Sibelius,
Chopin, Stan-
islaw Moniuszko,
Francesco Cilea,
Verdi og Dvorák.
María Jóns-
dóttir hóf söng-
nám sitt í Söng-
skólanum í Reykjavík árið 1997 og
lauk 8. stigi í söng með hæstu ein-
kunn vorið 2003. Hún hlaut fyrir vik-
ið alþjóðastyrk ABRSM til að nema
við einn af bestu tónslistarháskólum
Bretlands og að loknu burtfarar-
prófi hélt hún til Skotlands til náms,
en að því loknu sneri hún heim og
stundar nú nám hjá Alinu Dubik í
Nýja tónlistarskólanum.
Ástríður Alda Sigurðardóttir lauk
einleikaraprófi 1999 frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík undir hand-
leiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Á ár-
unum 2000-2003 stundaði hún nám
hjá Reiko Neriki við Indiana Uni-
versity í Bandaríkjunum. Á síðasta
ári kom út geisladiskurinn Aldarblik
með Ástríði og söngvurunum Eyjólfi
Eyjólfsyni og Ágústi Ólafssyni.
Sönglög og
óperuaríur
María
Jónsdóttir
Ástríður Alda
Sigurðardóttir
BLÁIR skuggar, djass- og
blúshljómsveit saxófónleik-
arans Sigurðar Flosasonar,
leikur á djassklúbbnum Múl-
anum, í kjallara Café Cultura á
Hverfisgötu 18, næstkomandi
fimmtudag kl. 21.00.
Í sveitinni eru auk Sigurðar
þeir Þórir Baldursson, sem
leikur á á Hammond B-3-orgel,
Jón Páll Bjarnason, sem leikur
á gítar, og Einar Scheving,
sem leikur á trommur.
Flutt verður tónlist af plötunum Blátt ljós og
Bláir skuggar, auk nýrra laga úr smiðju Sigurðar,
en hann lýsir tónlistinni sem „blúsuðum djass og
djössuðum blús, fornfönki og subbugrúvi“.
Tónlist
Bláir skuggar á
Múlanum
Sigurður
Flosason
BÆKUR Péturs Gunnars-
sonar ÞÞ – Í fátæktarlandi og
ÞÞ – Í forheimskunarlandi,
sem byggðar eru á ævisögu
Þórbergs Þórðarsonar, komu
út í kilju á dögunum. Fyrri
bókin kom út 2007 og var til-
nefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna en sú síðari kom
út fyrir síðustu jól og seldist þá
upp. Í bókunum endurskapar
Pétur þroskasögu Þórbergs
sem rithöfundar og einstaklings og leitar víða
fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu
ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þór-
bergs, en hann segir líka sögu menningarlífs á Ís-
landi á tuttugustu öldinni.
Bókmenntir
Þórbergsbækur
Péturs á kilju
Pétur
Gunnarsson
SVAVAR Sigmundsson, nafna-
fræðingur og forstöðumaður
Örnefnastofnunar, varð sjötug-
ur á síðasta ári og af því tilefni
gefur Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum út
afmælisrit honum til heiðurs. Í
ritinu er úrval greina sem
Svavar hefur skrifað í ýmis
tímarit, ráðstefnurit, afmæl-
isrit og aðrar bækur, alls 35
greinar á sex tungumálum; ís-
lensku, færeysku, dönsku, sænsku, ensku og
þýsku. Greinarnar fjalla einkum um örnefni og
nafnfræði en einnig aðrar greinar íslensks máls
og málfræði. Í ritinu er einnig ítarleg nafnaskrá
við greinarnar og ritaskrá Svavars.
Örnefnafræði
Nefningar Svavars
Sigmundssonar
Svavar
Sigmundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SL. SUNNUDAG var nýtt íslenskt
leikrit frumflutt í Útvarpsleikhús-
inu, Sagan af þriðjudegi eftir Steinar
Braga, en í vetur hefur meg-
ináhersla verið á flutning nýrra og
nýlegra íslenskra leikrita í útvarp-
inu, að sögn Viðars Eggertssonar,
stjórnanda Útvarpsleikhússins,
enda segir hann að eftir hrun krón-
unnar sé svo komið að það sé hag-
stæðara að kaupa íslensk leikverk
en að fá leikrit að utan.
„Það kostar um það bil það sama
að kaupa afnotarétt af erlendu verki
og láta þýða það og að kaupa nýtt ís-
lenskt verk. Við leggjum því áherslu
á íslenska leikritun. Það er menning-
arpólitískt hlutverk okkar að nýta
frekar naumt skammtaða fjármuni
okkar til þess, sérstaklega þar sem
það fjármagn sem við höfum til ráð-
stöfunar fer minnkandi ár frá ári,“
segir Viðar og bætir við að kostn-
aður Ríkisútvarpsins af rekstri Út-
varpsleikhússins sé líklega um 0,5%
af rekstri Ríkisútvarpsins.
„Útvarpsleikhúsið hefur alltaf
lagt metnað sinn í að flytja ný ís-
lensk verk, en eftir hrun höfum við
nánast eingöngu flutt ný íslensk
leikverk eða endurflutt nýleg verk.
Eina undantekningin er Antígóna
Sófóklesar og það var flutt til að
heiðra minningu Helga Hálfdan-
arsonar sem lést á síðasta ári. Að því
frátöldu höfum við flutt til skiptis á
okkar hefðbundna útsendingartíma,
sunnudögum kl. 14:00, ný íslensk
leikrit eða endurflutt nýleg íslensk
verk, sem endurspegla íslenskan
veruleika. Frumflutt verk eru að
jafnaði einu sinni til tvisvar í mánuði.
Við erum að fást við íslenska frum-
sköpun, leikskáld semja verk og tón-
skáld frumsemja tónlist fyrir þau.“
Ríkisútvarpið verður áttatíu ára
síðar á árinu og af því tilefni end-
urflytur Útvarpsleikhúsið upptökur
sem eru 50 ára og eldri, gömul
meistaraverk erlendra höfunda úr
safni Útvarpsins, á öðrum tímum en
hefðbundnum útsendingartíma Út-
varpsleikhússins á sunnudögum.
„Flutningur er einu sinni í mánuði
allt þetta afmælisár, síðla á fimmtu-
dagskvöldum. Reyndar var fyrsta
leikritið flutt á sunnudeginum 3. jan-
úar sl., á eftirmiðdegi, en þá var flutt
upptaka frá 1946 af hinum geysi-
vinsæla söngleik Ævintýri á göngu-
för eftir Hostrup. Fyrsta fimmtu-
dagskvöld í febrúar sl. var síðan flutt
Horft af brúnni eftir Arthur Miller,
næst á dagskrá er Mánuður í sveit-
inni eftir Túrgenev og að kvöldi skír-
dags verður flutt upptaka af Páskum
eftir August Stringberg.“
Vetrardagskrá Útvarpsins lýkur
brátt og ekki eftir að frumflytja
nema eitt nýtt leikverk, Blessuð sé
minning næturinnar eftir Ragnar Ís-
leif Bragason, sem Símon Birgisson
leikstýrir og er með tónlist eftir
Önnu Þorvaldsdóttur, en næstu
sunnudaga verða flutt nýleg verk
eftir íslensk leikskáld, þau Andra
Snæ Magnason, Kristján Þórð
Hrafnsson og Guðrúnu Evu Mín-
ervudóttur. „Við erum svo byrjuð á
að taka upp verk til að eiga og flutt
verða í haust. Erum að vinna að
verki eftir Elísabetu Jökulsdóttur
og tókum fyrir stuttu upp Djúpið
eftir Jón Atla Jónasson, með Ingvari
E. Sigurðssyni, sem er ekki síðra í
útvarpi en á sviði og þar gátum við
nýtt okkur galdra útvarpsins, bætt
aðeins í hljóðmyndina og fært leik-
arann nær okkur. Útvarpsleikhús-
formið, sem er eina listformið sem
útvarpið hefur skapað, er náskylt
kvikmyndinni og við notum hljóð-
heiminn, míkrófóninn, nánast eins
og kvikmyndatökumaðurinn notar
tökuvélina.“
Íslensk leikrit í öndvegi
Megináhersla á flutning nýrra og nýlegra íslenskra leikrita í Útvarpsleikhúsinu
eftir hrun „Erum að fást við íslenska frumsköpun,“ segir Viðar Eggertsson
Morgunblaðið/Ómar
Íslenskt Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, með Einari Sig-
urðssyni, tæknimanni þess, en mest mæðir á honum í upptökum leikrita.
GRADUALEKÓR Langholtskirkju
flytur Litlu djassmessuna, A Little
Jazz Mass, eftir Bob Chilcott í kirkj-
unni næstkomandi sunnudag. Litla
djassmessan var samin árið 2004 og
frumflutt í New Orleans sama ár.
Hún er samin við hinn klassíska lat-
ínutexta Kyrie, Gloria, Sanctus,
Benedictus og Agnus Dei, en hver
kafli sýnir mismunandi stíltegundir
djassins. Með kórnum leika Einar
Valur Scheving á trommur, Kjartan
Valdemarsson á píanó, Sigurður
Flosason á saxófón og Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson á kontrabassa.
Nokkrir kórfélaga koma fram sem
einsöngvarar, en svo vill til að nítján
kórfélagar af tuttugu og sjö eru í
söngnámi ýmist við söngdeild Kór-
skóla Langholtskirkju eða í Söng-
skólanum í Reykjavík.
Höfundur djassmessunnar, Bob
Chilcott, fæddist 1955 og hefur helg-
að sig kórtónlist alla ævi. Hann söng
lengi með King’s Singers en sneri
sér svo alfarið að tónsmíðum
Auk messunnar flytur kórinn ým-
is verk bæði sígild og djasskend s.s.
Java Jive, What a wonderful world
og Cantate Domino eftir Rupert
Lang. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
og verður miðasala við innganginn.
Litla djassmessan
í Langholtskirkju
Djasssveifla Gradualekór Langholtskirkju syngur djassmessu í Langholts-
kirkju næstkomandi sunnudag.
Gradualekórinn syngur djass
ÆVINTÝRI á gönguför eftir Jens
Christian Hostrup, sem kom fyrst út
1847, er eitt vinsælasta leikverk sem
sett hefur verið á svið hér á landi allt
frá því það var fyrst sett upp 1882.
Það heldur enn vinsældum sínum ef
marka má mælingar á útvarps-
hlustun því þegar það var sent út í
Útvarpsleikhúsinu 3. janúar var Rás 1
vinsælasta útvarpsstöð landsins á
meðan á flutningnum stóð.
Upptakan sem þá var flutt er elsta
leiklistarupptaka sem varðveist hef-
ur hjá Útvarpinu, tekin upp 1946, en
verkið var tekið upp á lakkplötur sem
rúmuðu aðeins 17 mínútur hver plata
og bunkinn því ærið stór.
Leikstjóri 1946 var Lárus Pálsson,
sem lék einnig í verkinu, en af öðrum
leikurum má nefna Brynjólf Jóhann-
esson, Harald Björnsson og Nínu
Sveinsdóttur.
Ævintýrið um Ævintýri á gönguför
Nú þarf ekki að
þreyja neinar veður-
hörkur á þorranum40
»