Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 ✝ Stella Olsen fædd-ist í Keflavík 21. febrúar 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 9. febrúar 2010. Foreldrar hennar voru Þóra Gísladóttir, húsmóðir í Keflavík, frá Eskifirði, f. 21.7. 1916, d. 12.6. 1995, og Ole Olsen, sjómaður í Keflavík, frá Toftum í Færeyjum, f. 8.3. 1908, d. 13.6. 1979. Systkini hennar eru Ragnar Olsen, f. 10.12. 1940, Rakel Olsen, f. 17.1. 1942, og Jónína Ol- sen, f. 23.7. 1952. Stella giftist Birgi Ólafssyni lög- reglumanni, f. 4.2. 1967. Birgir fæddist í Hafnarfirði 8.11. 1942. Foreldrar hans voru Ólafur Frí- mannsson, f. 13.5. 1921, d. 5.5. 1987, Stella og rak verslunina Drauma- land í Keflavík frá árinu 1983-1987. Frá árinu 1975-2004 starfaði Stella á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, m.a. sem skrifstofustjóri og stað- gengill framkvæmdastjóra. Stella útskrifaðist árið 1996 sem rekstr- arfræðingur frá Háskóla Íslands, var í stjórn JC Suðurnes 1980-1984. Stella sat í samninganefnd ríkisins frá árinu 1996-2000 og þá átti hún sæti í launanefnd Landssambands sjúkrahúsa frá 2001-2002. Í stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum frá 2001-2006. Stella var varaformaður Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. 2002-2004. Stella tók virkan þátt í starfi Soroptimista og var hún einn af stofnendum Soroptimistaklúbbs Keflavíkur 1975. Stella tók þátt í starfi Landssambands Soroptimista og var hún í stjórn sambandsins 2007-2009. Síðustu árin starfaði Stella sem rekstrarfulltrúi hjá fé- lagsþjónustu Kópavogsbæjar. Stella verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. febrúar, og hefst athöfnin kl. 14. vélvirki í Hafnarfirði og Kristín Sigurð- ardóttir, f. 10.10. 1921, d. 6.2. 1986, húsmóðir. Börn Stellu og Birgis eru 1) Telma Birgisdóttir, f. 25.11. 1972, versl- unarmaður, eig- inmaður Finnur Kol- beinsson, f. 21.3. 1972, lögfræðingur og verslunarmaður. Börn þeirra Ásdís Ósk, f. 9.8. 1994, Kol- beinn Birgir, f. 25.8. 1999, og Stella Dís, f. 12.9. 2007. 2) Snorri Birgisson, f. 1.1. 1984, lög- reglumaður, sambýliskona Martha Sandholt Haraldsdóttir, f. 8.4. 1983, lögreglumaður. Barn þeirra Jenný Sandholt, f. 21.10. 2008. Stella starfaði í Bókabúð Kefla- víkur frá árinu 1965-1975. Þá átti Mín fyrsta minning um Stellu systur er úr litlu stofunni okkar á Vallargötu 19, en þar rogast Stella á þriðja ári með þungan mjólkurbrúsa og stóra ausu, hún var í mjólkurbúð- arleik. Seinna uppgötvaði ég að hún komst upp með að drekka sjaldan mjólk og alls ekki hjá ömmu sem fékk mjólkina hjá Helgu Geirs, hún hafði beljur. Stellu fannst skárra að fá mjólk heima því hún var keypt í kaupfélaginu og þar voru engar belj- ur. Helsti leikvangur okkar sem ól- umst upp á Vallargötunni fyrir góðri hálfri öld var gatan, bílar voru fáir og slysahætta því hverfandi. Skemmti- legast þótti okkur að spila horna- bolta, fallin spýtan og stolna gullið, parís af öllum gerðum var líka vin- sæll og ekki var það leiðinlegt þegar eldri krakkarnir vildu vera með. Börn í dag skilja illa hvað gat verið skemmtilegt að vera til fyrir tíma sjónvarps og tölvuleikja og án þess að eiga gsm-síma. Á Vallargötunni eignaðist Stella sínar fyrstu vinkonur og vináttuna við þær ræktaði hún alla tíð. Hún hafði mikinn áhuga á fólki, hafði gjarnan frumkvæði að spjalli og hafði ótrúlegt minni á hagi hvers og eins, það fylgdi henni allt lífið að eiga nána vini. Við stríddum henni á að hún væri forvitin, sem hún vissulega var, og aldrei talaði hún illa um nokkurn mann. Fjölskylda okkar naut heldur bet- ur góðs af velvilja og umhyggju Stellu, ungir sem eldri í fjölskyld- unni soguðust að henni og ófáar sam- verustundir áttum við á heimili þeirra Birgis og nutum einstakrar gestrisni þeirra beggja. Við Stella vorum nánar vinkonur en lengst af ævinni var langt á milli okkar, símtölin áttu því til með að dragast á langinn, umræðuefnin voru margvísleg, við töluðum um börnin okkar, fjölskyldu og vini og allt sem var efst á baugi. Það var því ekki skrítið þótt fjölskyldan kallaði okkur stundum „Tass“ og „Reuter“. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki lengur hringt í hana þegar eitthvað brennur á mér. Fyrir rúmu ári greindist Stella með krabbamein og var það mikið reiðarslag, hún var samt ótrúlega bjartsýn og æðrulaus, þegar maður spurði um líðan hennar var svar hennar oftast að hún hefði það gott. Í veikindunum stóð Birgir eins og klettur við hlið hennar og vék varla frá henni síðustu mánuðina, það sama má segja um börnin þeirra, Telmu og Snorra, meðan Stella gat verið heima nutu þau frábærrar að- stoðar heimahjúkrunar Karítas. Síðustu þrjár vikurnar dvaldi hún á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi og átti ég þess kost að vera með henni og fjölskyldu hennar síðustu sólarhringana. Það er dýrmætt að upplifa það einstaka starf sem þar er unnið, í kyrrþey og mikilli auðmýkt er þar hlúð að dauðvona sjúklingum og aðstandendum þeirra með þeim hætti að engan lætur ósnortinn. Ég veit að við öll sem þarna vorum síðustu sólarhringana við dánarbeð systur minnar munum geyma í hjarta okkar minninguna um þá frið- sælu stund, allt hjálpaðist að, jafnvel veðrið var fallegt og á grasinu fyrir framan gluggann hennar vappaði þjóðarfugl Færeyinga, tjaldurinn. Rakel Olsen (Sissa systir). Elsku Stella frænka. Okkur finnst svo erfitt að þurfa að kveðja þig. Eft- ir erfið veikindi leggur þú af stað í þína hinstu ferð, mun fyrr en nokkur gerði ráð fyrir. Það var alltaf gott að hitta þig, þú tókst öllum sem jafn- ingjum. Í þínum huga vorum við öll mikilvæg. Þú hringdir reglulega til að fá fréttir af fólkinu þínu og varst einskonar samnefnari fyrir stórfjöl- skylduna. Þú vissir hvað allir voru að gera og gast fyllt í eyðurnar hjá okk- ur hinum. Þið Biggi opnuðuð heimili ykkar fyrir okkur Óla þegar við biðum eftir fæðingu frumburðarins. Ekkert mál að hafa okkur þótt biðin yrði þrjár vikur. Þá var eitthvað gott eldað á hverju kvöldi, því ekki mátti neinn vera svangur í kringum þig. Þegar von var á öðru og síðan þriðja barni var sama upp á teningnum, ekkert mál að koma og vera hjá ykkur Bigga, bara eins lengi og þurfti. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem við Óli og börnin vorum að gera, spurðir mikið og fylgdist með. Þú komst oft í heimsókn og þegar við komum í Keflavík var boðið í mat. Þér fannst svo gaman að elda og taka á móti gestum. Eftir að þú fluttir í bæinn var oft grillað á Suðurásnum eða dýrindis kjötsúpa göldruð í stóran pott. Við eigum mjög margar góðar minning- ar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Við brosum gegnum tárin því það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér. Takk, elsku Stella, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við biðjum algóðan Guð að hugga og styrkja Bigga, Telmu, Finn, Snorra, Mörthu og börnin. Þeirra missir er mikill. Hvíl í friði, Stella, við hittumst aftur seinna. Sigrún J. Baldursdóttir, Óli Olsen, Ragnar, Margrét og Baldur. Mig langar að skrifa nokkur orð um eina aðalfrænkuna í fjölskyld- unni, hana Stellu. Fyrstu minning- arnar um Stellu eru þegar hún og Biggi bjuggu í Keflavík við Hring- brautina, aðeins nokkrum húsum frá ömmu Þóru í Keflavík. Þegar við systurnar vorum á ferðalagi með mömmu og pabba var oft gist hjá þeim, og vorum við þá aðallega að leika við Telmu frænku í barbí, og ekki talað mikið við fullorðna fólkið. Svo á seinni árum þegar Þóra amma deyr 1995 þá tek ég mig til og ákveð að rækta sambandið við ættingjana í pabba fjölskyldu. Og Stella verður fyrir valinu. Ég er aðeins að manna mig upp í heimsókn, þekki hana nú ekkert mikið, en þá segir mamma að það sé nú ekki vandamál að heim- sækja hana Stellu, hún sjái nú alveg um að tala. Það reynist raunin, enda bara gaman að heimsækja hana, endalaust hægt að tala um allt, ekk- ert og hvað sem er. Svo veturinn 2000 er ég í Ferðamálaskóla Íslands, þá er ákveðið að skella sér í starfs- kynningu í Keflavík, og þá bý ég í viku hjá Stellu og Bigga. Það var eins og að vera heima hjá sér, og Stella einstök í eldhúsinu, að prófa nýjar uppskriftir o.fl. Stella var líka einstök að því leyti, að hún var aldrei að láta aldurinn skipta máli, fór í skóla á seinni árum, og skellti sér til Möltu eftir fimmtugt til að læra ensku. Hún var einstök kona sem vert var að taka sér til fyr- irmyndar. Einhvern veginn er samt lífið hverfult, maður sá hana fyrir sér verða gamla og maður gæti haldið áfram að heimsækja hana, hún yrði nokkurs konar önnur amma. En hennar bíða önnur hlutverk, en eitt er víst að hennar verður sárt saknað. Hún og pabbi áttu sérstakt samband og töluðu saman mikið í síma, og hittust þau systkinin í Danmörku fyrir nokkrum sumrum og ekki skal gleyma ættarmóti í Færeyjum sum- arið 2008. Hún Stella hefur gengið undir nafninu „Reuter“ heima hjá mömmu og pabba, enda hefur hún verið duglegust við að vera í sam- bandi við alla í ættinni og flytja tíð- indi á milli. Þannig að mikill missir er að henni. Svo skulum við nú hafa það á hreinu að „Reuter“ var að sjálfsögðu á Facebook. Og þegar við Þóra systir heimsóttum hana í Kópa- voginn þegar hún var orðin mikið veik var ekki að sjá að þessi eigin- leiki, að vilja vita allt um alla, væri nokkuð að missa sín, enda vildi hún endilega fá að vita hvað litla stelpan sem ég á að eiga í apríl ætti að heita, og er ég mjög ánægð að hafa deilt því með henni. Hún var þá að spyrja um alla, talandi um að kynið hjá Hönnu Lísu væri top secret, en hún getur nú væntanlega fylgst með ennþá bet- ur núna. Að lokum vil ég biðja guð að styrkja Bigga, Telmu, Snorra og fjölskyldu þeirra í þessari miklu sorg og missi og ætla ég að sjá hana fyrir mér skeggræða við Óla og Þóru ömmu og færa þeim fréttir af okkur. Karen Olsen, Egill og börnin. Elsku Stella okkar, nú ertu farin og líklega ertu komin til ömmu Þóru. Í okkar huga varst þú einstök mann- eskja. Hvernig þú tókst á við erfiðan sjúkdóm lýsir þér kannski best, en þar var aldrei neina uppgjöf að sjá. Börnin okkar litu á þig sem ömmu sína alla tíð, enda aldrei kölluð annað en amma Stella. Þú varst umhyggju- söm og úrræðagóð gagnvart okkur og almennt þeim sem stóðu þér nærri. Þau voru mörg matarboðin hjá þér, enda varst þú snilldarkokk- ur. Þegar leið á sjúkdóminn og þú gast sjálf ekki borðað eldaðir þú samt veislumat og bauðst okkur til þín. Stella var einstaklega félagslynd, drífandi og ákveðin. Þessir kraftar hennar áttu stóran þátt í því að mjög stór hópur frá Íslandi mætti á ætt- armót okkar sumarið 2007 í Færeyj- um. Við elskum þig svo mikið og vildum ekki að þú færir frá okkur en þér er greinilega ætlað annað og meira hlutverk á nýjum stað. Okkur langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Minningin um þig mun ylja okkur í framtíðinni. Elsku Biggi, Telma, Finnur, Snorri, Martha, Ásdís, Kolbeinn, Stella Dís og Jenný, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Agnar, Soffía Berglind Líf, Grétar Ágúst og Erna Rós. Það er frekar óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningarorð um Stellu frænku mína. Hún sem hefur alltaf tekið virkan þátt í lífi mínu al- veg frá upphafi, þar sem hún var við- stödd fæðingu mína. En hún fylgdist ekki bara með því sem ég var að gera heldur lét hún sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Mér þótti hún oft frekar forvitin en síðar áttaði ég mig á því að þetta var ekkert nema umhyggjusemi og einstaklega mikill áhugi á fólki. Ég held að það lýsi Stellu vel hvernig hún naut sín í Færeyjum sumarið 2008 þar sem Ol- sen-fjölskyldan hittist á Toftum, heimaslóðum afa. Hún þekkti alla þarna í Færeyjum, vissi hvernig allir voru tengdir og hvað Færeyingarnir voru að fást við svona dags daglega. Hún var svo sannarlega góð að rækta og viðhalda vina- og fjöl- skyldutengslum. Eftir að hún flutti í Árbæinn kom hún reglulega í heim- sóknir til Keflavíkur og var dugleg að heimsækja vini og ættingja. Síð- asta sumar hittum við hana í barna- afmæli í Keflavík en þá hafði hún nýtt Keflavíkurferðina og heimsótt nokkrar vinkonur sínar í leiðinni. Kári minn komst þá svo skemmti- lega að orði og sagði: „Það er bara allt að gerast hjá Stellu.“ En þannig var hún einmitt, það var alltaf nóg að gera hjá henni. Stella var mikil fjölskyldumann- eskja og var alltaf notalegt að koma í heimsókn til hennar og Bigga, bæði í Háholtið og svo síðar í Árbæinn. Ég man að þegar ég var yngri kom ég oft í heimsókn til þeirra í Háholtið eftir æfingar og oftar en ekki fékk ég dýrindiskvöldmat og svo skutl heim. Sumarið 2000 fékk ég svo að búa hjá þeim í Háholtinu og það var ekki að spyrja að því hve mikil hús- móðir Stella var, það var alltaf heit- ur matur öll kvöld. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með Stellu þótt ég hefði viljað hafa hann lengri. Það er kannski eitthvað til í því sem hún sagði við mig að ég ætti nú bara að fara að flytja til Íslands aftur því ég ætti heima of langt í burtu. Hingað til hefur mér þótt frekar stutt á milli en á stundum sem þessari finnst mér ég of langt í burtu frá fjölskyldunni. Elsku Biggi, Telma, Snorri og öll, innilegustu samúðarkveðjur. Við vildum að við gætum verið hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Hanna Lísa og fjölskylda. Með nokkrum línum vil ég minn- ast og kveðja vinkonu mína Stellu Olsen sem andaðist á líknardeild LSH í Kópavogi 9. febrúar. Fyrstu æviárin mín átti ég heima við hliðina á fjölskyldu Stellu á Vallargötunni í Keflavík og var reyndar vinkona Jónínu systur hennar. Síðar unnum við Stella í áratugi á sama vinnustað. Við Stella höfum verið með sex öðr- um konum í saumaklúbbi sem hefur starfað yfir 40 ár, en hvorug okkar var þó með frá byrjun. Fyrir utan smáhandavinnu, spjall og góðar veit- ingar í klúbbnum afrekuðum við að bjóða eiginmönnum okkar í tvær ut- anlandsferðir. Önnur ferðin var til Færeyja og var hún skipulögð af Stellu sem átti ættir að rekja þangað og var ferðin í alla staði frábær. Stella var höfðingi heim að sækja, gestrisin, félagslynd, alltaf hress í góðu skapi og stutt í brosið. Einu sinni var mikið hlegið í klúbbi hjá henni þegar komst upp um hana því bréf var á milli í einni tertunni. En hún var önnum kafin í vinnunni og stytti sér leið við undirbúning og keypti tertubotna og setti á þá, en gleymdi að taka smjörpappírinn af öðrum botninum. Í veikindum sínum sýndi Stella mikinn dugnað og æðruleysi. Hún tókst á við erfiðar geisla- og lyfja- meðferðir og eftirköst þeirra með því hugarfari að sigra og hún yljaði sér við tilhugsunina um allt sem hún ætlaði að gera þegar hún yrði aftur hress. Eftir að halla tók undan fæti í veikindum Stellu og sýnt var að með- ferð skilaði ekki árangri var mér huggun að sjá hversu umvafin hún var fjölskyldu, ættingjum og vinum. Það var mikill gestagangur, oft fullt hús, alveg eins og hún hafði alltaf haft það. Olsengengið er gott gengi þegar á reynir. Hinn 4. febrúar áttu þau Birgir 43 ára brúðkaupsafmæli og því var fagnað með kaffi og tertu sem ég fékk sneið af og Stella, það var sko ekki bréf á milli! Elsku Stella, ég þakka samfylgdina. Minningin um þig er björt. Erna Björnsdóttir. Frændi okkar Birgir Ólafsson fluttist til fjölskyldunnar á Skólaveg- inum í Keflavík ungur maður og varð strax eins og stóri bróðir, ljúfur og góður. Hann var fljótlega kominn með kærustu upp á arminn, Stellu Olsen. Frá fyrstu stundu heillaði hún okkur öll upp úr skónum með nær- veru sinni og glaðværð. Það var ein- hver sérstök ára í kringum Stellu, glettnin, brosið, hláturinn og tilsvör- in sem gerðu hana einstaka. Við systkinin höfum oft rætt það okkar í milli þvílíkt lán það var að Birgir og Stella skyldu koma inn í líf okkar. Þau bjuggu í næsta nágrenni og ólu börnin sín, gullmolana Telmu og Snorra, upp í faðmi foreldra okk- ar þeim til ómældrar gleði og ánægju og hlúðu síðar að þeim í veik- indum sínum af þvílíkri alúð að aldr- ei verður nógsamlega þakkað. Við fráfall Stellu langt fyrir aldur fram viljum við þakka fyrir allt og vonum að við getum nú orðið að liði við að styrkja fjölskylduna í sorg sinni. Sigríður Harðardóttir, Valdimar Harðarson, Auður Harðardóttir. Á fallegu vetrarkvöldi 9. febrúar lauk æviskeiði Stellu Olsen, eftir- minnilegu konunar sem við kynnt- umst fyrir nokkrum árum þegar ungur maður úr Keflavík var orðinn tíður gestur á heimili okkar í Dís- arási og væntanlegur lífsförunautur Mörthu dóttur okkar þar kominn. Allt frá fyrstu stundu urðu þau hjón, foreldrar Snorra, Stella og Birgir, eiginmaður hennar, góðir vinir okk- ar og allar samverustundir með þeim voru svo skemmtilegar. Við undir- bjuggum saman útskrift Mörthu og Snorra og skírnarveislu Jennýjar o.fl. o.fl., það voru gleðistundir. Það var alltaf tilhlökkun að hitta Stellu og Birgi yfir góðum mat, hlátri og spjalli langt fram á kvöld, þau voru oft góðir gestir okkar og frábærir gestgjafar á fallega heimilinu þeirra í Suðurási. Þau glöddust alltaf þegar við „kíktum við“ eins og Stella sagði. Við Stella Olsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.