Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
ÞAU horfa forvitnum augum
mæðginin á austurríska gullpen-
inginn sem er til sýnis á sýningu á
fagurlega gerðum munum úr gulli í
Prag, höfuðborg Tékklands.
Peningurinn, sem vegur 31 kíló,
ætti að duga fyrir stöðumælinum
því hann er metinn á sem svarar
17,5 milljónir króna. Þvermálið er
37 sentimetrar og er það ekki til að
draga úr verðgildinu að aðeins 15
eintök eru til í heiminum.
Á kynningarsíðu fyrir sýninguna
kemur fram að hægt er að hand-
leika ýmsa sýningargripi.
Skiptimynt
í dýrara lagi
Reuters
GORDON Brown, forsætisráðherra
Bretlands, hefur fyrirskipað rann-
sókn á því hverjir notuðu fölsuð
bresk vegabréf til að komast inn í
Dubai í því skyni að taka Hamas-
liðann Mahmoud
al-Mabhouh af lífi
í síðasta mánuði.
Málið hefur
vakið gífurlega
athygli í Bret-
landi en háværar
kröfur hafa verið
uppi um að sendi-
herra Ísraels í
Bretlandi verði
kallaður á fund í
breska utanríkis-
ráðuneytinu til að svara fyrir ásak-
anir um að ísraelska leyniþjónustan,
Mossad, hafi staðið fyrir morðinu.
Sir Menzies Campbell, fyrrver-
andi leiðtogi Frjálslyndra demó-
krata, er á meðal þeirra sem hafa
lagt orð í belg en hann segir að ef
rétt reynist hafi Ísraelsstjórn brugð-
ist trausti með alvarlegum hætti.
Undir fölsku flaggi
Breska utanríkisþjónustan hefur
þegar gefið út yfirlýsingu um að sex
bresk vegabréf sem flugumennirnir
notuðu hafi verið fölsuð en talið er að
tíu karlar og ein kona hafi verið send
til Dubai til að ráða al-Mabhouh af
dögum. Var vegabréf Pauls John
Keely, sem hér er sýndur á mynd,
notað af einum mannanna. Þá hafa
írsk yfirvöld greint frá því að þau
hafi ekki gefið út vegabréfsáritanir
fyrir þá þrjá sem ferðuðust undir því
yfirskini að vera Írar.
Dulbúnir og með gerviskegg
Talið er að dauðasveitin hafi flogið
til Dubai með mismunandi áætlana-
flugi og dvalið á nokkrum hótelum til
að forðast grunsemdir. Jafnframt er
talið að flugumennirnir hafi borið
hárkollur og sett upp gerviskegg til
að líkjast sem mest mönnunum á
áðurnefndum vegabréfum.
Al-Mabhouh var hátt settur Ham-
as-liði og er talið að tveir mannanna
hafi veitt honum eftirför á hótelinu
þar sem hann dvaldi til að komast að
því á hvaða herbergi hann dvaldi.
Þeir bókuðu svo herbergi í nágrenni
við hann og létu svo til skarar skríða
um fimm tímum eftir að hann innrit-
aði sig inn í landið.
Avigdor Lieberman, utanríkisráð-
herra Ísraels, neitar ásökunum um
að stjórn sín hafi komið að aftökunni,
en sjö flugumannanna höfðu tvöfalt
ríkisfang, ísraelskt og breskt í sex
tilfellum og ísraelskt og bandarískt í
einu, að því er fram kom á vef breska
dagblaðsins Guardian.
Bretar rannsaka
launmorð í Dubai
Hamas-samtökin tengja dularfulla dauðasveit við Ísrael
Einn dulbjóst
sem Paul Keeley Reuters
Grimm barátta Flugumennirnir, dulbúnir sem ferðamenn, elta grunlausan
manninn til að komast að því á hvaða hótelherbergi hann dvaldi.
VÍSINDAMÖNNUM við öreinda-
hraðalinn í Brookhaven (RHIC) hef-
ur tekist að skapa fjögurra millj-
arða gráða hita í hraðlinum, eða
þann hita sem talið er að hafi verið
uppi í kvarkasúpunni andartökum
eftir miklahvell.
Þetta tókst með því að skjóta
saman gulljónum á hraða sem fór
nærri hraða ljóssins, hinum endan-
lega hraða, og leysa þannig slíkan
hita úr læðingi í brot úr sekúndu.
Gæti „brætt“ róteindir
Hitinn er svo mikill að hann næg-
ir til að „bræða“ róteindir og nift-
eindir í rafgas þar sem kvarkar og
límeindir ráða ríkjum, líkt og við
upphaf alheimsins fyrir um 13,7
milljörðum ára, samkvæmt nýjustu
áætlun heimsfræðinga.
Annar mælikvarði á hversu
gífurlegur hitinn var er að hann er
250.000 sinnum meiri en í kjarna
sólarinnar, heljarhiti sem varaði
aðeins í nokkra milljónustu hluta úr
sekúndu eftir miklahvell.
Hitastigið var mælt með háþró-
uðum nemum á augnabliki sem var-
aði aðeins um milljarðasta hluta úr
billjónasta hluta úr sekúndu.
RHIC Úr göngum hraðalsins þar
sem heljarhitanum var náð.
Ná sama
hita og í
miklahvelli
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Association of Icelandic Film Producers
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins.
Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir
kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem
sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2008.
Umsóknir berist fyrir 4. mars til:
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Túngötu 14, P.O. Box 5367, 125 Reykjavík
eða með tölvupósti á sik@producers.is
Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á
vefsíðu SÍK – www.producers.is
Greiðslur úr
IHM sjóði SÍK
Það felast miklir
möguleikar í
íslenskum landbúnaði
Í dag hefst Fræðaþing landbúnaðarins í Bændahöllinni.
Þar koma saman ýmsir aðilar sem starfa í íslenskum landbúnaði og kynna störf sín.
Á Fræðaþingi í ár er m.a. fjallað um fæðuöryggi og mikilvægi þess, sjálfbæra
orkuvinnslu, tækifæri í matvælaframleiðslu og erfðafjölbreytileika búfjár.
Fræðaþing landbúnaðarins er haldið dagana 18. og 19. febrúar í Bændahöllinni og
er opið öllum áhugasömum. Að þinginu standa auk Bændasamtaka Íslands og
búnaðarsambandanna, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matvælastofnun, Landgræðsla
ríkisins, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Skógrækt ríkisins, Veiðimálastofnun,
Hagþjónusta landbúnaðarins og Matís.
Hægt er að nálgast dagskrá Fræðaþings og nánari upplýsingar um skráningu á vef
Bændasamtakanna, www.bondi.is.
Þekking, reynsla og fagmennska er búmannsháttur nútímans