Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 20

Monitor - 15.04.2010, Qupperneq 20
20 Monitor FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 fílófaxið föstudagur Hljómsveitirnar Retro Stefson og FM Belfast spila saman á tónleikum á Nasa en það er ávallt rífandi stuð þegar þessar tvær hljómsveitir leiða saman hesta sína. „Árni plús einn í FM Belfast var að vinna í félagsmiðstöðinni okkar í Austurbæjarskóla þegar við byrjuðum með Retro Stefson. Hann er frekar góður vinur okkar og það er bara rosalega skemmtilegt að spila með þeim,“ segir Þorgerður Roach Gunnarsdóttir, hljómborðsleikari Retro Stefson, spurð út í upphaf vinskapar þessara tveggja hljómsveita en þær hafa spilað talsvert mikið saman. Þorgerður er eina stelpan í Retro Stefson en hún segir það ekki breyta miklu. „Það er eiginlega bara mjög fínt. Það gefur mér frelsi til að sleppa mér aðeins og hegða mér pínulítið eins og strákur líka. Þeir kippa sér að minnsta kosti ekkert voðalega mikið upp við þetta,“ segir Þorgerður sem hlakkar til sumarsins. „Við ætlum að reyna að æfa mikið og spila mikið á tónleikum. Svo erum við að fara til Svíþjóðar í maí að spila á lítilli bæjarhátíð og það á örugg- lega eftir að verða geðveikt gaman.“ Skiptir engu að vera eina stelpan RETRO STEFSON TÓNLEIKAR Nasa 23:30 16 apríl BÍÓDAGAR Regnboginn 14:00 Græna ljósið stendurfyrir Bíódögum, þriggja vikna kvikmyndaveislu sem fer fram í Regnbogan- um, þar sem sýndar verða alls 24 kvikmyndir. 39 ÞREP Leikfélag Akureyrar 19:00 39 þrep, eða The 39 Steps,er nýlegur gamanleikur eftir Patrick Barlow, sem byggður er á hinni þekktu kvikmynd Alfreds Hitchcocks, eftir samnefndri skáldsögu Johns Buchans. Í þessu nýstárlega verki blandast saman spenna og gamanleikur en sýningin þykir afar hröð og spennandi. Þess má til gamans geta að leikar- arnir fjórir í sýningunni, Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir, þurfa að bregða sér í 139 hlutverk meðan á sýningu stendur. Leikstjórn er í höndum Maríu Sigurðardóttur. HELLISBÚINN Íslenska óperan 20:00 Íslendingar kunna greinilegavel að meta þennan vinsælasta einleik veraldar, en nú hafa 15.000 manns séð þessa uppfærslu af Hellisbúan- um. Í þetta skipti er Hellisbúinn leikinn af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. ÚTSKRIFTARSÝNING NEMENDALEIKHÚSSINS Smiðjan 20:00 Nemendaleikhúsið sýnirlokaverkefni sitt, leikritið Stræti eftir Jim Cartwright, einn af þekktari samtímahöfundum Breta. BRENNUVARGARNIR Þjóðleikhúsið 20:00 Brennuvargarnir eru eitt affrægustu leikritum 20. aldar- innar. Þetta er síðasta sýningin á verkinu að sinni en á meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson. GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 20:00 Ormur Óðinsson og félagareru mættir aftur á fjalirnar í þessu ástæla verki Ólafs Hauks Símonarson- ar. Í þetta skipti er gauragangurinn í Borgar- leikhúsinu og það ætti enginn að láta þetta stykki framhjá sér fara. Aðalhlutverkið er í höndum Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný dönsk þegar leikritið var sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. EILÍF ÓHAMINGJA Borgarleikhúsið – Litli salur 20:00 Eilíf óhamingja er sjálfstættframhald af verkinu Eilíf hamingja sem sett var upp í Borgarleikhúsinu árið 2007. Verkinu er lýst sem gamansamri en beittri ádeilu á markaðshyggjuna. Handrits- gerð er í höndum Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Þorleifur leikstýrir einnig verkinu en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri á erlendri grund, nú síðast fyrir uppsetningu á Rómeó og Júlíu í Sviss sem hlaut mikið lof. LANDSLEIKUR Í HANDBOLTA Laugardalshöll 20:15 Tvö bestu landslið heimsmætast í Laugardalshöll þegar strákarnir okkar mæta heims-, Evrópu- og ólympíumeisturum Frakka í sínum fyrsta leik eftir Evrópumótið í Austurríki. MARGRÉT EIR Í SÖNGLEIKJASTUÐI Miðgarður, Skagafirði 20:00 Söngkonan Margrét Eir ferí ferð í kringum landið og syngur lög úr söngleikjum á borð við Cabaret, Les Misarables og Jesus Christ Superstar. Með Margréti verða þeir Matti Kallio sem spilar á píanó og harmónikku og Ágúst Ólafsson barítónsöngvari. ÚRSLIT MORFÍS Háskólabíó 20:00 Verzlunarskóli Íslands ogMenntaskólinn við Sund mætast í úrslitum þessarar gríðarlega vinsælu ræðukeppni framhaldsskólanna. Umræðuefnið er „fáfræði er sæla“ og búast má við spennandi viðureign. DIKTU-TÓNLEIKAR Players 22:00 Strákarnir í Diktu mætaí Kópavoginn og alls ekki óraunhæft að áætla að það verði fullt út að dyrum miðað við vinsældir hljómsveitarinnar um þessar mundir. Maggi Mix sér um að skemmta gestum á milli atriða en Sing For Me Sandra hitar upp. Mynd/Jói Kjartans.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.