Monitor - 15.04.2010, Síða 21

Monitor - 15.04.2010, Síða 21
21 fílófaxið FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2010 Monitor „Það er náttúrlega bara harmleikur, mjög harmrænt,“ segir Eggert Þorleifsson, aðspurður hvernig það sé að leika í verki sem fjallar um nágrannaerjur sem snúast um frosna kjúklinga. „Þetta sýnir hvað maðurinn getur verið smár í sniðum sem er náttúrlega frekar sorglegt,“ bætir Eggert við en aðsókn að verkinu sem er sýnt í Þjóðleikhúsinu hefur verið gríðarlega góð. „Sýningin hefur gengið þannig að það eru ekki til miðar fyrr en í haust. Við höfum mjög gaman af því vegna þess að þetta er mjög vel skrifað og skemmtilegt verk og svo eru allir með fínar rullur,“ segir Eggert sem hefur einnig leikið aðalhlutverkið í Brennuvörgunum samhliða Hænuungunum. Hann segir það þó ekkert tiltökumál. „Svona er bara bransinn á Íslandi.“ Harmleikur að rífast um kjúklinga HÆNUUNGARNIR Þjóðleikhúsið, Kassinn 20:00 laugardagur SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, litli salur 12:00 og 14:00 Tilvalin sýning tilað fara á með krakka enda hafa Skoppa og Skrítla verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. TÓNLEIKAR TÓNLISTAR- SKÓLA KÓPAVOGS Salurinn 13:00 Kennarar og nemendurTónlistarskóla Kópavogs spila tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Oliver Messiaen, Atla Heimi Sveinsson, George Crumb og Hilmar Þórðarson. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 og 15:00 Fíasól í Hosiló ersprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur en sýningunni er leikstýrt af Vigdísi Jakobsdóttur. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS – LITLI TÓN- SPROTINN Háskólabíó 14:00 og 17:00 Litli tónsprotinn eráskrift að góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna og gefur yngstu tónlistarunnendunum einstakt tækifæri til að kynnast töfrum tónlistarinnar á klukkutíma löngum tónleikum. LANDSLEIKUR Í HANDBOLTA Laugardalshöll 16:00 Tvö bestu handknattleiks-landslið heims mætast í Laugardalshöll þegar Strákarnir okkar mæta heims-, Evrópu- og ólympíumeisturum Frakka í sínum fyrsta leik eftir Evrópumótið í Austurríki. GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 16:00 og 20:00 Ormur Óðinssonog félagar eru mættir aftur á fjalirnar í þessu ástæla verki Ólafs Hauks Símonarsonar. Í þetta skipti er gaura- gangurinn í Borgarleikhúsinu og það ætti enginn að láta þetta stykki framhjá sér fara. Aðalhlutverkið er í höndum Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný dönsk þegar leikritið var sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í HNEFALEIKUM Broadway 19:00 Íslandsmeistaramótiðí hnefaleikum hefst á laugardagskvöldið með forkeppni en úrslitin fara svo fram miðvikudaginn 21. apríl. 39 ÞREP Leikfélag Akureyrar 19:00 39 þrep, eða The 39 Steps,er nýlegur gamanleikur eftir Patrick Barlow, sem byggður er á hinni þekktu kvikmynd Alfreds Hitchcocks, eftir samnefndri skáldsögu Johns Buchans. Í þessu nýstárlega verki blandast saman spenna og gamanleikur en sýningin þykir afar hröð og spennandi. Þess má til gamans geta að leikar- arnir fjórir í sýningunni, Atli Þór Albertsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir, þurfa að bregða sér í 139 hlutverk meðan á sýningu stendur. Leikstjórn er í höndum Maríu Sigurðardóttur. GERPLA Þjóðleikhúsið 20:00 Baltasar Kormákur leggurtil atlögu við meistaraverk nóbelskáldsins, en Gerpla hefur aldrei áður verið sett á svið. Með hlutverk fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds fara Jóhannes Haukur og Björn Thors. OKIDOKI-TÓNLEIKA- KVÖLD Sódóma 21:00 Breski tónlistarmaðurinnTristram kemur fram á tónleikunum en hann hefur fengið mikið lof fyrir lagasmíðar sínar og söngrödd. Auk hans spila Rökkurró, Miri og Nolo á tónleikunum sem OkiDoki stendur fyrir. SÁLARTÓNLEIKAR Nasa 22:00 Sálin hans Jóns míns spilar ífyrsta skipti í langan tíma á tónleikum á Nasa og búast má við miklu fjöri eins og venjan er þegar þeir koma saman. SAMKYNHNEIGÐUR ROKKFISKUR Sódóma 23:00 Haffi Haff stendur ísamvinnu við Sódóma fyrir kvöldi með samkynhneigðu þema sem hefur hlotið nafnið Rockfish. 17 apríl EGGERT ÞORLEIFSON RÍFST UM FROSNA KJÚLLA

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.