Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Útgefandi Árvakur Blaðamenn Elín Albertsdóttir elal@simnet.is María Ólafsdóttir maria@mbl.is Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir svanhvit@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðan Hildur Ólafsdóttir situr fyrir í kjól frá Brúð- arkjólaleigu Katrínar og með vönd frá Blómabúð Binna. Hárið var gert í Salon Veh Forsíðumynd Árni Sæberg LifunBrúðkaup 37 Það er hefðbundið að gefa eitthvað til heimilisins í brúðargjöf. 18 Á brúðkaupsdaginn vilja flestar brúðir vera náttúrulegar og fallegar. 26 Björn og Elisa giftu sig í Orvieto og í veisluna mættu gestir frá tólf þjóð- löndum. 19.03.2010 42 Brúðkaupsmyndatakan á að vera skemmtileg upp- lifun sem snýst um brúð- hjónin og þeirra karakter. 34 Beinhvítir brúðar- kjólar úr satíni eru vinsælastir. 40 Hvítar brúðartertur eru alltaf vinsælar í veisluna en súkkulaði- kökur verða æ vinsælli. Brúðkaupsdagurinn er oft nefndur stóri dag- urinn manna á milli. Stóri dagurinn er sannarlega réttnefni þegar horft er til þess að þá er verið að bindast öðrum aðila ævilangt. Þetta er vissulega mikil skuldbinding og fallegur dagur fyrir alla sem hjónunum tengjast. Dagur sem einkennist af ást, skuldbindingu og fegurð. Skuldbindingin hefur þó jafnvel hafist miklu fyrr því að íslensk- um sið hafa hjón gjarnan verið í sambúð svo ár- um skiptir og eiga jafnvel einhver börn saman. Dagurinn er engu að síður mikilvægur og mikið í hann lagt. Stundum er kannski of miklu púðri eytt í skipulagningu á deginum sjálfum en minna hugað að því sem á eftir kemur. Það er nauðsyn- legt að vinna að sambandinu alla daga, eins og Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur talar um en hún tekur á móti pörum í ráðgjöf fyrir giftingu, til að skipuleggja líf sitt saman og koma í veg fyrir óþarfa vandræði og samskiptaleysi. Kannski er lausnin sú að kunna að fyrirgefa eins og Gísli Arason talar um en hann hefur verið giftur konu sinni í 70 ár. Umfram allt er þó nauð- synlegt að hafa daginn skemmti- legan og góða byrjun á farsælu og góðu lífi saman. Að gleðjast með vinum og vandamönnum og hylla ástina. Ástin hyllt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.