Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ Ragnhildur Sigurðardóttir og Smári Grétar Sveinsson gengu í hjónaband í Las Vegas 19. maí 2005. Það var ekki skipulagt brúðkaup heldur voru þau á ferðalagi í borginni þegar þessi ákvörðun var tekin. Brúðarandi er mikill í Las Vegas og þar hafa margir gift sig eða endurnýjað hjúskaparheitið. R agnhildur og Smári voru búin að vera í sambúð frá árinu 1987 og höfðu ekki skipulagt neina giftingu. Þau voru á vörusýningu í Las Vegas og heill- uðust af borginni. Ragnhildur og Smári eiga þrjú börn sem fædd eru árin 1993, 1994 og 1999. Auk þess átti Smári son áður sem fæddist árið 1983. „Við bjuggum á fínu hóteli og vorum á leið nið- ur í lyftunni þegar Smári lagðist á hnén og bað mín. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Ragnhildur og bætir því við að þau hafi bara verið tvö ein í lyftunni. „Við vorum ekkert að bíða með þetta heldur fórum rakleiðis að kanna þá staði þar sem fólk gat gift sig en þeir eru fjölmargir í Vegas og sumir opnir allan sólarhringinn. Það þarf að sækja um og síðan skellir maður sér í þá kapellu sem manni líst best á. Við leigðum blómvönd og svo vorum við bara í Las Vegas-bolum. Hann í svörtum og ég í hvítum. Þetta var því óhefð- bundið brúðkaup. Engin förðun, greiðsla eða brúðarkjóll. Við vorum auk þess bara tvö ein í heiminum og enginn hérna heima vissi af þessu.“ Elvis var ekki með Þetta hefur ekki verið Elvis-gifting eins og vinsæl er í Vegas? „Nei, við spáðum í það en ákváðum að hafa ekki Elvis með í þetta skiptið. Þetta var hefð- bundið brúðkaup, við vorum með trúlofunar- hringa sem við tókum niður og settum upp aft- ur. Tónlist var spiluð þegar ég gekk inn og allt eins og best verður á kosið. Fyrirtækið sem gifti okkur sá um að ljósmynda allt saman, bæði ljós- myndir og vídeó. Þegar við komum heim buðum við fólki upp á myndasýningu en það vissi ekk- ert hverju það ætti von á. Þetta var mjög skemmtileg upplifun og gaman að minnast þessa dags.“ Saknaðir þú ekkert fjölskyldunnar? „Þar sem við höfðum búið lengi saman hefð- um við aldrei farið út í stórt brúðkaup hér heima. En það var mjög skemmtilegt að sýna fjölskyldunni myndirnar af hinu leynda brúð- kaupi. Svo var fólk að koma til okkar með brúð- argjafir eftir að það frétti af þessu.“ Ragnhildur segir að þau hafi síðan farið flott út að borða og átt ánægjulegt kvöld í Vegas, ný- gift og rómantísk. Þau eru með löglega pappíra um giftinguna sem eru viðurkenndir hér á landi. Svo virðist sem það sé nokkuð algengt að Ís- lendingar gifti sig í Vegas eða endurnýi hjú- skaparheitið. Nú eiga þau Ragnhildur og Smári fimm ára brúðkaupsafmæli í maí sem heitir þá trébrúð- kaup. Þau eru aftur á leiðinni til Vegas og ætla að vera þar á brúðkaupsdaginn 19. maí. „Við hétum okkur því að fara til Vegas á fimm ára fresti til að endurnýja heitið og það ætlum við að standa við. Kannski verður það Elvis í þetta skiptið,“ segir Ragnhildur sem mælir með því að hjón fari til Vegas, endurnýi heitið og komi lífi í hjónabandið, eins og hún orðar það. elal@simnet.is Fékk bónorðið í lyftu Ragnhildur og Smári eiga fimm ára brúðkaupsafmæli í maí sem heitir þá trébrúð- kaup. Þau eru aftur á leið- inni til Vegas og ætla að vera þar á brúðkaupsdaginn . Rómantík Smári fór á hnén í lyftu í Las Vegas og bað Ragnhildar en þar voru þau ein. E lla Jóna Traustadóttir hefur saumað brúðarslör og hringapúða frá árinu 2001. Margar gerðir af brúðarslörum eru í boði og hægt að velja um ýmsar síddir og liti. Hringapúðarnir eru einnig til í ýmsum tegundum en hægt er að láta sérsauma nafn brúð- hjónanna og brúðkaupsdaginn í púðann. Efnið pantað frá Bandaríkjunum „Frá því að ég var unglingur hef ég alltaf saumað mikið og er eins og maður segir kjólakerling sem finnst mjög gaman að sauma fína kjóla. Síðan datt mér í hug í einhverju bríeríi að panta efni í slör þar sem þau voru ekki saum- uð hérlendis og fór með nokkur til Reykjavíkur. Þetta var árið 2001 en þá datt ég niður á versl- un í Chicago í gegnum internetið. Þar eru seld fín efni sem allir helstu hönnuðir í Bandaríkjunum kaupa og síðan hef ég pantað efni þaðan, bæði í slörin og hringa- púðana. Við erum svo glysgjarnir Íslendingar að ég valdi efni sem glansar aðeins meira en þessi venjuleg slör og það er þessi glans sem hefur einmitt fleygt þeim dálítið áfram. Það fer ekki öllum konum að vera með slör en þau eru falleg og skemmtileg við- bót fyrir þær sem þau kjósa,“ segir Ella Jóna. Spænsk slör vinsælust Í upphafi hannaði Ella Jóna sniðin eftir forskriftum en hefur síðan smám saman lagað þau að því sem henni finnst koma best út. Hún segir saumaskapinn vera staðlaða vinnu þar sem þurfi að sníða og mæla en aðalvinnan sé að sauma kantinn á. Á Mantilla-slörunum er blúndu- kantur en einnig er hægt að láta sauma perlur eða kristalla í kant- inn. Mantilla-slör hafa verið vin- sælust en þau eru órykkt hring- laga slör, oftast með blúndukanti og rekja má uppruna þeirra til Spánar eða spænskumælandi landa. Til að gefa Mantilla meiri lyftingu er hægt að rykkja það aðeins í miðju og svipar því þá til venjulegu tvöföldu slöranna en er síðara í köntunum. Síðasta sumar saumaði Ella Jóna nær eingöngu slík slör sem hún segir hafa kom- ið sér nokkuð á óvart þar sem þau séu dálítið dýrari en önnur en vinsældirnar helgist kannski Fallegt skraut Mörgum konum finnst tilheyra að bera hvítt slör í kirkj- unni á meðan athöfnin fer fram en vilja síðan fjarlægja það í veislunni. Falleg viðbót við kjólinn Margar konur kjósa að bera brúðarslör á brúðkaupsdag- inn. Ella Jóna Traustadóttir saumar slör eftir persónu- legum óskum en svokallað Mantilla-slör að spænskri fyrirmynd hefur verið einna vinsælast. Mantilla-slör hafa verið vinsælust en þau eru órykkt hringlaga slör, oft- ast með blúndukanti og rekja má uppruna þeirra til Spánar eða spænsku- mælandi landa. nokkuð af því að þau hafi ekki áð- ur fengist hér á Íslandi. Verið er að auka við úrvalið af sérmerktum hringapúðum. Þeir eru pantaðir í gegnum brúðar- kjólaleigurnar eða beint af síð- unni. Móðir hennar saumar þá. Í þá eru til dæmis nöfn hjóna- efnanna saumuð, brúðkaups- dagurinn og svo oft lítil hjörtu eða skraut með. Það fer dálítið eftir kjólnum og þemanu ef eitt- hvað er og fer litur útsaumsins eftir því. Saumað fyrir sveitungana „Það skemmtilegasta við saumaskapinn er þegar ég þarf að leggja mig fram við að mæta þörfum hvers og eins. Síðan var auðvitað skemmtilegt að fá að sauma slör fyrir Hrafnhildi, kon- una hans Bubba. og gaman að rekast á eitt og eitt slör í slúður- blöðunum. Annars er alltaf sér- staklega skemmtilegt að sauma fyrir sveitungana sem fá afslátt hjá mér. Stundum hef ég fengið fyrirspurnir með litlum fyrirvara en reyni þá að bjarga slíku. Þó er alltaf best að hafa tímann fyrir sér,“ segir Ella Jóna. maria@mbl.is Afrakstur Ella Jóna með listilega saumað brúðarslör úr eigin smiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.