Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 47
Það kostar sitt að halda brúð- kaupsveislu og gott að hafa fjár- hagsáætlun klára þegar undir- búningur hefst. Munið að ekki þurfa allar veislur að vera eins og mestu skiptir að brúðhjónin sjálf séu ánægð með fyrir- komulagið. Heimagerðar veit- ingar geta verið mjög góður kostur og jafnvel hægt að bjóða upp á veglega sjávarréttasúpu og nýbakað brauð. Leyfið hug- myndafluginu að ráða í góðu samstarfi við sparibaukinn. Gómsæt Góð humarsúpa er tilvalinn veislumatur með ný- bökuðu og ljúffengu brauði. Góð súpa og brauð MORGUNBLAÐIÐ | 47 Þegar góða veislu gjöra skal er mikil- vægt að ráða veislustjóra til að halda utan um veisluna og sjá til þess að allir sem stíga vilja á svið fái sinn tíma. Í brúðkaupsveislum velja flestir sér vin eða ættingja til að leysa þetta verkefni af hendi en það getur verið gott að hafa tvo veislustjóra sem skipta þá með sér verkum. Ræður og skemmtiatriði Misjafnt er hversu stóru hlutverki veislustjórinn þarf að gegna en í flestum tilfellum býður hann fólk vel- komið og segir nokkur orð á milli rétta og/eða atriða. Það er sjálfsagt að annar eða báðir veislustjórarnir haldi stutta tölu ef vill en annars er líklegast nóg af ræðumönnum sem vilja komast að. Gott er að þeir sem vilja koma fram og vera með atriði eða flytja ræðu láti veislustjórann vita með fyrirvara svo hægt sé að setja upp drög að dagskrá. Þó er gott að hafa hana ekki of þétta eða stífa þannig að engu megi breyta. Sumir vilja kannski bara standa upp, skála og segja nokkur orð til brúð- hjónanna sem ekki tekur langa stund. Fyrir lengri atriði er gott að veislustjóri viti áætlaða lengd atrið- anna þar sem yfirleitt er ágætt að Fumlaus veislustjórn Glaumur og gleði Veislustjórinn hefur það hlutverk að leiða veisluna fumlaust áfram. ljúka atriðum fljótlega eftir borð- haldið. Praktísk atriði Æskilegt er að veislustjórinn skoði salinn eða rýmið þar sem veislan er haldin til að átta sig á aðstæðum og vera viss um það þar sé hljóðkerfi, míkrófónn og hljóðfæri eða annað slíkt sem þarf. Stundum þarf að leigja hljóðkerfi og þá er betra að vita af því í tíma. Munið að veislu- stjórinn hefur það hlutverk að leiða veisluhaldið áfram og passið að hlaða ekki á hann of mörgum auka- verkum til að óþarfa stress eða fum geri ekki vart við sig. Eins er gott að velja saman veislustjóra sem kannast hvor við annan eða þú veist að munu vinna vel saman. Fyrir þá sem vilja halda óform- legri veislu eða passa upp á fjár- haginn má ýmislegt gera. Eigi borðhaldið að vera sitjandi má til dæmis bjóða fyrst upp á léttan forrétt eins og jarðarber og fleiri ávexti með ólífum og heimabök- uðu brauði. Síðan má bjóða upp á kjöt eða annað með meðlæti. Hið sama má segja um eftirrétt- inn sem hægt er að hafa einfald- an, súkkulaðifondue eða gos- brunnur þykir til dæmis flestum mjög girnilegt og gott. Nammi Súkkulaði bregst varla sem eftirréttur í veislunni. Léttari veitingar Blue Lagoon spa l Álfheimum 74 l 104 Reykjavík l 414 4004 Upplifðu einstakar Blue Lagoon snyrti- og spameðferðir Brúðhjóna- og paradekur Blue Lagoon spa inniheldur m.a. hina einstöku Kísil leirmeðferð, í sérstökum kísilleirgufuklefa og Lava Deluxe slökunarmeðferð, ilmandi og freyðandi spameðferð. Upplifun sem er engu lík. Kynntu þér spennandi meðferðir á www.bluelagoonspa.is og í síma 414 4004.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.