Morgunblaðið - 19.03.2010, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.2010, Page 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Ráðgjöf fyrir giftingu er til þess að undirbúa jarðveginn sem best og aðstoða fólk við að mynda sterkt og náið samband sem hefur þann tilgang að fólk geti ráðið betur við hugsanlega erfiðleika og streitu seinna meir. Rann- sóknir benda til þess að ein skýring á hárri skilnaðartíðni sé að í hraða nútímans setji fólk á sjálfstýringu eftir að Erfiðleikar Rannsóknir benda til þess að ein skýring á hárri skilnaðartíðni sé að í hraða nútímans setji fólk á sjálfstýringu eftir að það hefur hist. Á sjálfstýringu það hefur hist, orðið ástfangið og hafið samband. Hvers- dagsleikinn, atvinnuframi, barneignir, húsnæðiskaup og fleira fer í forgang og kemur í veg fyrir að tími finnist í það að vinna í sambandinu. Það þarf að gera á meðvit- aðan hátt frá upphafi sambands þar sem það tekur tíma fyrir afleiðingar afskiptaleysis að koma í ljós. B rúðkaupsdagurinn er stór dagur í lífi flestra og sum- ir eyða jafnvel nokkrum árum í að skipuleggja hann. Færri skipuleggja það sem á eftir kemur eða hjóna- bandið sjálft. Þórdís Rúnarsdóttir er klínískur sálfræðingur sem býður meðal annars upp á ráðgjöf fyrir giftingu. Hún viðurkennir að stund- um geti verið að fólk taki hjónaband- ið ekki nægilega alvarlega og átti sig ekki alveg á hvað það er að fara út í. „Fólk er að búa sér til líf með ann- arri manneskju og það þýðir ekki að allt sé búið þegar brúðkaupsveislan er búin. Það fer oft svo mikið fútt í að skipuleggja hana og það er oft sem fólk sé að leita að einhverri skyndi- ánægju en horfi ekki nógu mikið inn á við.“ Ráðgjöf fyrir giftingu Þórdís segir töluvert um að fólk komi í ráðgjöf fyrir giftingu en oft sé það fólk sem hefur verið gift áður og er að gifta sig í annað sinn. „Það er eins og fólk viti meira hvað það er sem getur farið úrskeiðis og að þetta sé ekki alltaf eins og í bíómyndunum. Segja má að fólk sé meira með aug- un opin. Það vill vera búið að vinna úr einhverju sem það sér strax og þótt það sé ekkert alvarlegt sem hef- ur komið upp á þá er eins og það viti að það er eitthvað sem þarf að vinna á strax. Þegar fólk kemur í ráðgjöf fyrir giftingu byrja ég á að spyrja þau hvort það sé eitthvað ákveðið sem þau vilja tala um. Oft er talað um að viðkomandi detti stundum í rifrildi og þá greini ég hvernig rifr- ildið er en það er talað um að til séu þrír flokkar rifrilda.“ Samskiptavítahringur Þórdís tekur líka á móti fólki í hjónabandsráðgjöf og segir brjálað að gera á þeim vettvangi. Svo mikið að hún geti ekki tekið á móti öllum sem leita til hennar. „Það er svo mik- ið af fólki sem er að leita að hjóna- bandsráðgjöf og þá ekkert endilega fólk sem er gift heldur búið að vera í sambandi lengi og eiga börn saman. Margir glíma við vanda sem snýst um eitthvað sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólk hefði hugsað meira um það. Það er oft komin mikil fjarlægð af því að hversdagslífið hef- ur fengið að taka yfir og þá er kom- inn upp samskiptavítahringur þann- ig að fólk er komið á bak við einhvern varnarmúr. Fólk er þá al- mennt hætt að hlusta á makann og allt snýst um að benda á hinn aðilann og verja sig. Það er eins og fólk hlusti ekki og þegar ég kenni því að tala saman þá kemur í ljós að svona 90% af því sem var verið að rífast um er oft bara misskilningur. Fólk kemst ekkert að því vegna þess að það er fast í skotum hvort á annað og nær því ekki að tala saman.“ Að leita sér hjálpar Aðspurð segir Þórdís að almennt séu Íslendingar ekki nógu duglegir að leita sér hjálpar hjá sálfræð- ingum. „Ég hef verið lengi í Banda- ríkjunum og þar er eins og það sé meira leyfilegt að leita sér hjálpar. Áður en ég kom heim var ég búin að heyra að yngri kynslóðin hér heima væri viljugri til að leita sér hjálpar en þeir sem eldri eru og það er rétt. Það eru greinileg kynslóðaskipti þarna en samt finnst mér enn eima eftir af þeirri hugsun að það sé eitt- hvað mjög mikið að ef þú hringir í sálfræðing. Mér finnst það sorglegt, sérstaklega þegar um er að ræða fólk sem þarf að leita aðstoðar vegna barna sinna en gerir það ekki vegna þess að því finnst það svo mikill stimpill á hvernig það hefur staðið sig í foreldrahlutverkinu þegar það snýst ekkert endilega um það.“ Hætt að vera vinir Þórdís segir að flestir leiti sér að- stoðar þegar vandinn í hjónabandinu er orðinn mjög alvarlegur utan þess- ir einstaklingar sem koma í ráðgjöf fyrir giftingu. „Aðrir koma oft mjög seint sem getur verið flókið því það er oft þannig að það þarf tíma til að laga málin. Algengast er að það sé kominn upp þessi samskiptavíta- hringur sem er oft byggður á svo miklum misskilningi. Í huganum er fólk farið að ákveða hvað hinn sé í raun að meina og hugsa. Auk þess er fólk hætt að vera teymi og hætt að vera vinir. Það er hætt að vernda hvort annað í lífinu, snúa bökum saman og takast á við allt saman. Það er líka algengt að fólk sé farið að rífast mikið um eitthvað sem hægt er að skipuleggja og oft þegar ég hjálpa fólki að skipuleggja daglegt líf er eins og stór hluti af ágreiningsefninu detti niður. Til að mynda eins og hver eigi að þrífa og hvenær, hver eigi að elda og hvenær og svo fram- vegis. Oft er það orðið að svo miklu máli og þegar það fær að grassera þá fer það að eitra út frá sér. Í gegnum hjónabandsráðgjöf fær fólk oft ferskt sjónarhorn og það fær oft aðra sýn hvort á annað. Ef leiðindin fá að grassera lengi er fólk hætt að sjá makann fyrir það sem hann er, þessi manneskja sem viðkomandi ákvað að giftast og eyða ævinni með. Þá er komin svo mikil neikvæðni en oft finnur fólk nándina aftur í gegn- um ráðgjöf. Oft þurfum við að eyða tíma í að tala um nándina.“ svanhvit@mbl.is Fólk hættir að hlusta á makann og missir nándina Morgunblaðið/Golli Þórdís Rúnarsdóttir: „Það er ekki allt búið þegar veislan er búin. Það fer oft svo mikið fútt í að skipuleggja veisluna og það er oft sem fólk sé að leita að einhverri skyndiánægju en horfi ekki nógu mikið inn á við.“ Þegar fólk leitar í hjóna- bandsráðgjöf hjá Þórdísi Rúnarsdóttur, klínískum sálfræðingi, er algengt að fólk sé komið í sam- skiptavítahring þar sem það hefur byggt upp varnarvegg og er hætt að hlusta á makann. Fjarlægðin er mikil og fólk er jafnvel hætt að tala saman án þess að skjóta hvort á annað. Í gegnum hjónabands- ráðgjöf fær fólk oft ferskt sjónarhorn og það fær oft aðra sýn hvort á ann- að. Ef leiðindin fá að grassera lengi er fólk hætt að sjá makann fyrir það sem hann er. Sátt Það þarf að vinna í samband- inu til að öðlast hamingju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.