Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 36
Þ að er ýmislegt sem þarf að huga að fyrir brúð- kaupsveisluna eigi veisl- an að vera fullkomin og þar á meðal eru veiting- arnar. Veitingarnar skipta gríð- arlega miklu máli því þær stjórna að töluverðu leyti upplifun gest- anna á veislunni. Það er því mik- ilvægt að skoða vel hvað er í boði og fara jafnvel og smakka veit- ingar hjá veisluþjónustum sem koma til greina. Bento Costa, veitingastjóri hjá Tapasbarnum, segir þegar komnar nokkrar fyrirspurnir fyrir brúð- kaup í sumar en veitingar frá Ta- pasbarnum séu jafnan vinsælar í brúðkaup. „Það sem við seljum helst í brúðkaup er svokölluð veisla númer eitt en hún kostar rúmlega 2.000 krónur á mann. Við erum með tvenns konar slíkar veislur sem hægt er að velja um. Við bjóðum til dæmis upp á alls kyns tapasrétti, á brauði, teini og svo framvegis. Þar á meðal má nefna nautalund, lamb, kjúkling og fleira. Við erum líka með hlað- borð, bæði heitt og kalt og fólk getur valið það sem það vill á hlaðborðið og við gerum því svo tilboð. Þar má velja um allt mögu- legt, til dæmis humar, rækjur, lamb, lunda og svo framvegis.“ Fjölbragðaveisla í Turninum Í Turninum í Kópavogi er mikið úrval alls kyns veitinga sem þó þarf að panta með sölum í Turn- inum. „Fjölbragðaveislur hafa ver- ið vinsælastar í brúðkaup,“ segir Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslu- meistari Veisluturns. „Þá eru 2-4 forréttir á litlum fötum bornir á borð fyrir gestina og þar á meðal satay-kjúklingur, léttreyktur lax, humar tempura og fleira. Það er svipað með aðalrétt, þá er boðið upp á þrjá aðalrétti en þeir koma á litlum fötum og gestir fá sér af þeim fötum. Eins er það með aðal- réttinn hjá okkur en þá erum við jafnvel með þrjá aðalrétti. Það er líka hægt að hafa bara einn aðal- rétt og þá er oft verið að velja á milli nauts með uxabringu eða lambarifja með hægelduðum lambaskanka. Þessir réttir hafa verið vinsælastir hjá okkur en við höfum líka boðið upp á fiskrétti og önd. Fjölbragðaveisla er þá í rauninni 7-8 rétta matseðill. Eins getur fólk valið saman af matseðli það sem það vill hafa í veislunni.“ Steikarhlaðborð Sigurður talar um að almennt sé vinsælla að hafa kvöldverði en kökuveislur í brúðkaupum og flestir kjósi að hafa samansetta seðla. „Það er búið að bóka svolít- ið hjá okkur fyrir sumarið og til dæmis eru margir laugardagar uppbókaðir. Við bjóðum líka upp á hlaðborðsmatseðla og í brúð- kaupum höfum við oft verið með einn forrétt og svo steikarhlað- borð. Þar erum við með stórar steikur, til dæmis langtímaeldað nauta ribeye sem er búið að elda í 12 klukkustundir. Við bjóðum líka upp á nautalundir, lamb, reykta svínavöðva og margt fleira. Við er- um á tveimur hæðum og erum til dæmis með sal á 19. hæð fyrir standandi veislur. Þar erum við með pinnamatseðil og við höfum líka boðið upp á stöðvatengdar veitingar því tengdar. Þá erum við til dæmis með sushi-stöð þar sem verið er að búa til sushi sem fólk fær sér. Svo erum við með steikarstöð þar sem við erum með 2-3 tegundir af steikum sem eru skornar niður fyrir gestina í pinnastíl en það hefur líka verið vinsælt hjá okkur.“ Góðar viðtökur Nóatún hefur boðið upp á veisluþjónustu það sem af er þessu ári og Bjarni Friðrik Jó- hannesson, rekstrarstjóri Nóa- túns, segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. „Við teljum okkur vera að bjóða mjög gott verð mið- að við það sem er í gangi á mark- aðnum. Við teygjum okkur ekki eins langt og margar aðrar veislu- þjónustur því við afhendum mat- inn ekki heitan. Við teljum að það sé markaður fyrir lausnir þar sem fólk þarf aðeins að leggja á sig sjálft og hita upp pottrétti og sós- ur og ná þannig fram verulegri lækkun á kostnaði. Þannig er okk- ar lausn. Við skerum allt niður og göngum frá því þannig að það eina sem fólk þarf að gera er að hita upp pottrétti og sósur. Þannig tryggjum við úrvalshráefni sem við meðhöndlum í okkar veislu- þjónustu og verslunum.“ Girnilegt kalt borð Bjarni talar um að veisluþjón- ustan býður upp á niðursneitt roast beef, Nóatúns hamborgar- hrygg, niðursneiddar kalkúna- bringur og í raun allt sem til- heyrir köldu borði. „Vitanlega fylgir allt meðlæti með, eins og salat, brúnaðar kartöflur og fleira í þeim dúr. Eins bjóðum við upp á pottrétt sem er þá hitaður upp á staðnum,“ segir Bjarni og bætir við að þegar séu komnar nokkrar fyrirspurnir fyrir brúðkaups- veislur. „Fermingarhlaðborðin hlutu mjög góðar viðtökur. Við er- um byrjaðir að taka við pöntunum í brúðkaupsveislur og byrjunin lofar góðu.“ svanhvit@mbl.is Turninn Fjölbragðaveislur með 7-8 rétta matseðli eru vinsælastar í brúðkaupsveislur hjá Turninum í Kópa- vogi en það er líka vinsælt að hafa stöðvar með veitingum, þar á meðal sushi-stöð og steikar-stöð. Tapasbarinn Í brúðkaupum er svokölluð veisla númer eitt vinsælust en í henni eru alls kyns tapasréttir með nautalund, lambi, kjúklingi og fleira. Nóatún Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á kalt borð þar sem meðal annars er að finna roast beef, hamborgarhrygg, kalkúnabringur ásamt alls kyns meðlæti, til dæmis salat og brúnaðar kartöflur. Fjölbreytt, bragðgott og skemmtilegt Það er mikilvægt að velja réttu veisluþjónustuna eigi brúðkaupsveislan að vera fullkomin og ljóst er að úr- valið er mikið. Turninn í Kópavogi býður til dæmis upp á fjölbragðaveislu þar sem gestir bragða á nokkrum mismunandi forréttum og aðalréttum. Hjá Tapasbarn- um má fá ljúffenga tapasrétti, hvort sem er á brauði eða teini. Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á kalt borð á lægra verði en margir þar sem veisluhaldarar hita sjálfir upp sósur og pottrétti. Við bjóðum líka upp á hlaðborðsmatseðla og í brúðkaupum höfum við oft verið með einn forrétt og svo steik- arhlaðborð. Þar erum við með stórar steikur, til dæmis langtíma- eldað nauta ribeye sem er búið að elda í 12 klukkustundir. 36 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.