Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 28
Með veitingum Á Reykjavíkurvegi er veislusalur sem tekur um 160 manns í sæti og þar er líka veisluþjónusta. Þ að eru sífellt færri sem kjósa að hafa brúðkaups- veislu í heimahúsi enda óneitanlega þægilegt að sleppa við allt umstangið sem fylgir mannmargri veislu. Flestir salir hafa líka allt til alls og bjóða jafnvel upp á veisluþjónustu og þrif með. Það getur borgað sig að panta sali snemma, sérstaklega ef brúðhjónin vilja geta valið um hvaða sal þau leigja. Þannig segir Stefán Ingi Guðmundsson veitinga- maður að Glersalurinn í Kópavogi sé vel bókaður í sumar. „Það er heldur betur búið að bóka okkur í sumar enda er reynsla okkar mjög einföld, þegar fólk er búið að koma og skoða salinn er varla aftur snú- ið. Hins vegar er ofsalega misjafnt hvað fólk bókar salinn með miklum fyrirvara fyrir brúðkaup, allt frá þremur mánuðum og upp í rúmlega ár.“ Svalir allan hringinn Stefán Ingi staðhæfir að Glersal- urinn sé með fallegri sölum á land- inu og þess vegna sé hann vinsæll. „Það sem gerir salinn einstakan eru gríðarlega fallegar svalir sem eru allan hringinn í kringum salinn. Salurinn er á þriðju hæð og byggð- ur ofan á húsið með stórum svölum allan hringinn. Það er fátt eins fal- legt og að standa úti yfir sumartím- ann enda útsýni til Garðabæjar og Reykjavíkur. Í brúðkaupsveislum á fallegum sumardögum höfum við fordrykkinn mikið úti á svölunum,“ segir Stefán og bætir við að sal- urinn taki allt að 140 manns í sitj- andi veislur en það er algengast að brúðkaup séu sitjandi veislur. „Kokteilboð og standandi veislur hafa tilhneigingu til að vera styttri veislur sem hentar yfirleitt ekki nema í kvöldbrúðkaupum. Salurinn er líka skemmtilegur að því leyti að það eru í raun tveir inngangar, ann- ars vegar inngangurinn að fata- herberginu og þá er gengið fram hjá salernunum eða þá að gengið er beint inn í salinn. Í brúðkaups- veislum stöndum við frammi og tök- um yfirhafnirnar af fólki og vísum því inn barmegin því þeim megin á það líka greiðari aðgang beint út á svalirnar.“ Mikið bókað í sumar Á Reykjavíkurvegi er fallegur veislusalur sem tekur 160 manns í sitjandi veislu en Oddsteinn Gísla- son matreiðslumeistari segir bók- anir í sumar vera framar vonum. „Fólk er mjög duglegt að bóka snemma fyrir brúðkaup og ég hef meira að segja þegar fengið fyrir- spurn um brúðkaup í desember á næsta ári. Að jafnaði bókar fólk sal- inn fyrir brúðkaup með um 3-4 mánaða fyrirvara en yfirleitt byrjar það að skoða um áramótin og bókar út frá því. Hins vegar eru ein- hverjir dagar eftir í sumar, laugar- dagarnir fara fyrst en samt kom það mér á óvart að við bókum svo- lítið á föstudögum líka,“ segir Odd- steinn og bætir við að þau bjóði upp á alla þjónustu ásamt því að skreyta salinn ef eftir því er óskað. „Við bjóðum líka upp á veisluþjón- ustu en það er ýmis gangur á því hvort fólk pantar sal með veislu- þjónustu eða ekki en fólk virðist vera spennt fyrir því að láta sjá um sem mest þannig að það er mikið um að við leigjum salinn út með veitingum.“ Ekkert tappagjald Á sjöundu hæð í miðjum Hafnar- firði er veislusalurinn Turninn sem tekur um 108 manns í sæti. Þó tek- ur hann um 96 manns í sæti í brúð- kaupum enda þarf þá að vera gott pláss fyrir háborðið. Sigurður Skúli Bárðarson segir útsýnið úr salnum vera einstakt enda á sjöundu hæð með útsýni allan hringinn. „Það eru svalir bæði til norðurs og suðurs og því hægt að dást að öllum Suð- urnesjafjallgarðinum, Keili í suður- átt og Snæfellsjökli í norðurátt. Það sem er líka svo skemmtilegt við sal- inn er að hann er ekki of stór fyrir fimmtíu en ekki of lítill fyrir hundr- að. Lofthæðin er svo skemmtileg í salnum og hann heldur vel utan um gestina en ef verið er að halda standandi veislu hentar hann fyrir 200 manns. Hér er hljóðkerfi og all- ur borðbúnaður og aðstaða í eldhúsi fyrir uppvask en við seljum engar veitingar. Fólk getur því komið með sínar eigin veitingar, þar á meðal áfengi og við tökum ekkert tappagjald heldur leigjum salinn út á föstu verði,“ segir Sigurður og bætir við að einungis séu örfáir dagar eftir fyrir brúðkaupin í sum- ar. „Það verður að panta svona sali með löngum fyrirvara og þessi sal- ur er mjög vinsæll. Samt höfum við hvergi auglýst hann utan þess að vera með hann inni á Salir.is. Hann bara auglýsir sig sjálfur.“ svanhvit@mbl.is Glersalurinn Það eru fallegar svalir hringinn í kringum Glersalinn sem er einkar vinsæll. Turninn í Hafnarfirði Það er skemmtileg lofthæð í Turninum í Hafnar- firði en þar geta um 96 gestir verið í sæti í brúðkaupsveislu. Hin full- komna staðsetning Það eru til ótal fallegir salir úti um allt og því auðvelt að finna sal sem hentar hverju brúðkaupi fyrir sig. Hins veg- ar þarf oft að bóka þá með góðum fyrirvara og eins er gott að kanna hvort veisluþjónusta fylgir með eða ekki. Fólk er duglegt að bóka snemma fyrir brúðkaup og ég hef þegar fengið fyrirspurn um brúðkaup í desember á næsta ári. 28 | MORGUNBLAÐIÐ ® Smáralind sími 528 8800 Fisléttar ferðatöskur. Mjúkar og harðar 3 stærðir. Líttu á www.drangey.is Frábær brúðargjöf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.