Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Þ egar búið er að ákveða að ganga í það heilaga er nauðsynlegt að ákveða hvers kyns athöfnin á að vera og það er mikill meirihluti sem ákveður að gifta sig í kirkju. Séra Sigrún Óskarsdóttir í Árbæjarkirkju segist ekki finna fyrir því að það sé breytt þrátt fyrir breyttar aðstæður í þjóð- félaginu. „Fólk giftir sig í sama mæli en umgjörðin er kannski að breytast. Eins og á við um margt annað í samfélaginu þá er fólk vonandi að horfa meira á innihald- ið en þessa stóru umgjörð sem hefur lengi verið hluti af heild- armyndinni. Lagalega séð er mik- ilvægt að gifta sig og við ráðleggj- um öllum að gifta sig fyrst og fremst þess vegna því þá er allt á hreinu með eignir og skyldur. Það er önnur hliðin á giftingu þar sem við erum umboðsmenn ríkisvalds- ins með þennan löggjörning. En ef giftingin snýst bara um það er eðlilegast að fara til sýslumanns. Það sem snýr að kirkjunni, sem er vitanlega mikilvægasti þáttur gift- ingar í okkar huga, er að fá fyrir- bæn, að biðja fyrir sameiginlegri framtíð hjónanna og fá kirkjulega blessun. Hjónin ganga í raun og veru út í lífið saman með blessun frá altari kirkjunnar. Stundin þeg- ar hjónaefni krjúpa fyrir framan altarið og biðja hvort fyrir öðru finnst mér vera stund sem maður finnur sterkt að skiptir máli.“ Að elska og virða Sigrún talar um að það er ákveðið verklag í Árbæjarkirkju fyrir brúðkaup og viðkomandi prestur hittir hvert par að minnsta kosti einu sinni. „Það er misjafnt hvað fólk vill hafa okkur mikið með í undirbúningnum en þegar við hittum fólk förum við vel yfir spurningarnar sem við spyrjum í athöfninni en þær gefa færi á frjó- um og spennandi umræðum. Í at- höfninni spyrjum við hvort við- komandi vilji vera henni eða honum trú, elska og virða. Sú spurning býður upp á svo spenn- andi umræður um hvað hjónaband- ið er. Að elska, virða og vera trúr er algjör grundvöllur og ef okkur tækist það á hverjum degi þá væri þetta auðvelt og þá yrði sennilega miklu minna um hjónaskilnaði en raunin er. Yfirleitt er líka ein æf- ing með svaramönnum. Stundum hefur fólk sjálft mikinn áhuga og spyr mikið og þá hittumst við kannski oftar en þetta er venjan.“ Einstaklingsbundin athöfn Hver og ein athöfn er mjög ein- staklingsbundin enda segir Sigrún misjafnt hvernig fólk vilji hafa at- höfnina. „Það er alltaf ákveðinn kjarni, sem er í raun og veru bara tvær spurningar. Svo eru ákveðnir lestrar úr ritningunni sem eru lesnir ásamt bæn og blessun. Ann- að velur fólk sjálft þannig að grunnramminn er lítill en fólk get- ur stækkað athöfnina að vild. Það er til dæmis mikið um að fólk hafi tónlist í athöfninni og þá er bæði spilað og sungið. Sumir vilja hins vegar hafa þetta mjög einfalt, eru bara með svaramenn en ekki brúð- armars eða neitt slíkt. Samt sem áður er innihaldið alltaf jafn stórt því það eru þessar spurningar og sú staðreynd að fólk segir já sem þetta snýst allt um.“ Helgar tilfinningar Vitað er að skilnaðartíðni er mjög há sem Sigrún segir að sé skrýtin staðreynd. „Ég sé hvað fólk er einlægt í sínum ásetningi þegar það giftir sig og þegar fólk segir já þá kemur það frá hjart- anu. En svo er það þannig að lífið fer oft öðruvísi en við ætlum okkur þannig að auðvitað finnst manni mjög erfitt að vita að svona er þetta. Vitanlega er það ekki bara neikvætt þar sem það er auðvitað miklu betra en þar sem fólk er neytt til að vera óhamingjusamt í hjónabandi. En samt sem áður er þetta rosalega erfitt því skilnaður kemur við svo marga,“ segir Sig- rún sem segir að hver og ein at- höfn sé sérstök. „Um leið og mér fer að finnast starfið rútínubundið vona ég að ég hafi vit á því að hvíla mig og fara að gera eitthvað annað því það er ótrúlegt tækifæri að fá að taka þátt í þessum stóru dögum hjá fólki og komast svona nálægt þessum helgustu tilfinn- ingum. Það eru algjör forréttindi.“ Trúarleg athöfn Aðspurð hvort fólk sem giftir sig í kirkju geri það almennt trúar sinnar vegna viðurkennir Sigrún að það sé bæði og. „Þessi hefð hjá okkur er svo ofboðslega sterk og það er svo hátíðlegt að gifta sig í kirkju. Sumir eru sér mjög meðvit- andi um að þetta sé trúarleg at- höfn og við ýtum undir þann þátt eins og okkur finnst eðlilegt að gera. Við tölum líka um að fólk eigi að nota tímann þegar það er hljóð stund við altarið og biðja hvort fyrir öðru. Reyndar held ég að það einkenni marga Íslendinga að fólk talar ekki mikið um trúna en samt skiptir hún fólk miklu máli. Ég finn það kannski meira þegar fólk eignast fyrsta barnið sitt og það kemur því á óvart hvað það leggur mikla áherslu á að barnið verði skírt. Þetta er svolítið í þjóðarsálinni og uppeldinu hjá mjög mörgum. Svo eru auðvitað margir sem segja að þessi trúar- legi þáttur skipti miklu máli, að fá fyrirbænina og hefja þannig hjóna- bandið.“ svanhvit@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju : „Hjónin ganga í raun og veru út í lífið saman með blessun frá altari kirkjunnar. Stundin þegar hjóna- efni krjúpa fyrir framan altarið og biðja hvort fyrir öðru finnst mér vera stund sem maður finnur sterkt að skiptir máli.“ Með því að gifta sig í kirkju ganga hjónin út í lífið sam- an með blessun frá altari kirkjunnar, að sögn séra Sigrúnar Óskarsdóttur. „Ég sé hvað fólk er einlægt í sínum ásetningi þegar það giftir sig og þegar fólk segir já þá kemur það frá hjartanu.“ Að elska, virða og vera trúr er algjör grundvöllur og ef okkur tækist það á hverjum degi þá væri þetta auðvelt og þá yrði sennilega miklu minna um hjónaskilnaði en raunin er. Ganga saman út í lífið með blessun frá altari kirkjunnar Veraldleg stofnun Hjónavígsla nefnist sú at- höfn þegar brúðhjón ganga til kirkju til þess að biðja Guð að blessa hjú- skap sinn. Hjúskaparsátt- málinn sjálfur er í eðli sínu veraldleg stofnun. Karl og kona sem heimild hafa til hjúskapar lýsa því yfir í áheyrn votta að þau vilji vera hjón og síðan hand- sala þau þennan sátt- mála. Efnislega er enginn munur á þessu hvort sem um er að ræða borg- aralegt brúðkaup eða kirkjulegt. Samkvæmt ís- lenskum lögum hafa prestar og forstöðumenn safnaða heimild til að annast þennan borg- aralega gjörning. Önnur sambúðarform eru einnig möguleg samkvæmt lög- um, en kirkjan kemur ekki nema að þessari, og hefur heldur ekki lagalega heimild til þess. Það sem greinir kirkjulega hjóna- vígslu frá borgaralegri er fyrst og fremst ákveðin afstaða brúðhjónanna til kristinnar trúar. Af vef Þjóðkirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.