Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ | 41 Þ að er hins vegar ekkert brúðkaup án söngs. Í flest- um tilfellum er sungið í kirkjunni í brúðarmess- unni en oft koma þekktir söngvarar fram í veislunni einnig. Stundum er slíkur söngur gjöf frá brúðguma til brúðar og er þá uppá- haldssöngvarinn fenginn til að syngja fallegt lag sem vekur ljúfar minningar hjá parinu. Þó hefur auk- ist að ættingjar eða vinir, sem til þess hafa hæfileika, komi fram sem söngvarar í brúðkaupum. Sum lög eru vinsælli en önnur og yfirleitt velja brúðhjón sér frekar ís- lensk lög en erlend. Þó eru nokkur útlend lög sígild í brúðkaupum. Margir söngvarar taka að sér að syngja í brúðkaupum, jafnt klass- ískir söngvarar sem popparar. Bjarni Arason er þekktur brúð- kaupssöngvari, svo og Páll Rósin- krans, en margir minna þekktir söngvarar hafa nóg að gera við að syngja í hinum ýmsum veislum. Fallegir sálmar Ákveðnum siðum er þó viðhaldið og Brúðarkór Wagners er oftast leikinn þegar brúður gengur inn kirkjugólfið og Brúðarmars Mend- elssohns er leikinn við útgöngu. Al- gengasta lagið í brúðkaupum er sálmurinn nr. 263 í sálmabókinni: „Vor Guð í Jesú nafni nú“ en sumir prestar hafa bent brúðhjónum á sálm 717 sem er fallegur og passar vel athöfn sem þessari. Sálmur 263 Vor Guð, í Jesú nafni nú hér nálgast þig í von og trú þín börn á brúðkaupsdegi. Ó, heyr þau biðja bljúg um náð og blessun þína’ og hjálparráð og leiðsögn lífs á vegi. Faðir, faðir, vík ei frá þeim, ver þú hjá þeim, veit þau finni gleði’ og frið í gæslu þinni. Lát hjúskap þeirra helgast þér, í hjörtum þeirra máttkur ver með þínum ástaranda, lát sálir þeirra samtengjast í sönnum hjónakærleik fast og heitorð stöðug standa. Faðir, faðir, veg þinn fetað veit þeim geta, veit þau unni heitt þér æ af hjartans grunni. (Sb. 1886 – Helgi Hálfdánarson) Sálmur 717 Hve gott og fagurt og indælt er Gunnar Þórðarson Það brennur. Egill Ólafsson Þú átt mig ein. Vilhjálmur Vilhjálmsson – Magnús Þór Sigmundsson Þú fullkomnar mig. Stefán Hilmarsson – Guðmundur Jónsson Vinsæl erlend lög Hér er topp-tíu-listi yfir erlend lög sem samkvæmt veflistum eru vinsælustu brúðarlögin úti í heimi og þá sjálfsagt einnig hér á landi. Hins vegar mun vera mjög mismunandi hvaða lög brúðhjón kjósa sér, oft er brúðurin með eina beiðni og brúð- guminn aðra. En hér má fá nokkrar hugmyndir. Nothing Compares To You. Sinead O’Connor Close To You. Maxi Priest Power of Love. Jennifer Rush Love Me Tender. Elvis Presley I Can’t Help Falling in Love with You. Elvis Presley Just the Way You Are. Billy Joel When You Say Nothing At All. Ronan Keating From This Moment On. Shania Twain You Made Me Love You. Al Jolson How Deep Is Your Love. Bee Gees elal@simnet.is með ástvin kærum á samleið vera! Þá gleði tvöfalda lánið lér og léttbært verður hvern harm að bera. Já, það, er kætir oss best og bætir hvert böl, sem mætir, er einlæg ást. Hve gott að treysta þeim ástvin er, sem engu barnanna sinna gleymir. Hann man oss einnig, er eldumst vér, því ávallt lindin hans kærleiks streymir. Já, það, er kætir oss best og bætir hvert böl, sem mætir, er trúin traust. (Grundtvig – Helgi Hálfdánarson) Ástarljóðin alltaf vinsæl Léttari lög sem mikið er beðið um í brúðkaupum eru á eftirtöldum lista. Venjulega eru þetta ástarljóð, rómantískar perlur sem passa vel á stundum sem þessum. Ást. Sigurður Nordal – Magnús Þór Sigmundsson Ást við fyrstu sýn. Magnús Þór Sigmundsson Ástarkveðja. Ingibjörg Þorbergs Ástarsæla. Þorsteinn Eggertsson – Gunnar Þórðarson Ástin. Valgeir Guðjónsson Bláu augun þín. Ólafur Gaukur – Gunnar Þórðarson Brúðkaupsbæn. Ari Harðarson – Heimir Sindrason Einskonar ást. Magnús Eiríksson – Magnús Kjartansson Ég er að tala um þig. Jóhann G. Jóhannsson Hin eina sanna ást. Kristján Hreinsson – Magnús Kjartansson Hjá þér. Friðrik Sturluson – Guðmundur Jónsson Í blíðu og stríðu. Jóhann Helgason Í fylgsnum hjartans. Stefán Hilmarsson – Stefán Hilmarsson/Ástvaldur Traustason Leyndarmál. Þorsteinn Eggertsson – Þórir Baldursson Með þér. Bubbi Morthens Okkar nótt. Stefán Hilmarsson – Guðmundur Jónsson Ó, lífsins faðir. Matthías Jochumsson – Hreiðar Ingi Þorsteinsson Ó, þú. Magnús Eiríksson Ólýsanleg. Magnús Þór Sigmundsson Undir þínum áhrifum. Stefán Hilm- arsson – Guðmundur Jónsson Vetrarsól. Ólafur Haukur Símonarson – Lögin í brúðkaupinu Brúðkaup Það eru til fjöldinn allur af fallegum lögum sem syngja má í brúðkaupum, bæði íslensk og erlend. Margir kannast við kvikmyndina The Wedding singer en það er gamanmynd þar sem Adam Sandler og Drew Barrymore leika aðalhlutverk. Það er ekki öllum gefið að syngja í brúðkaupum og að minnsta kosti í þessari mynd reyndist það aðalsöguhetjunni ekki til framdráttar að vera brúðkaupssöngvari. einfaldlega betri kostur lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ILVA.is GJAFAKORT GJAF AKO RT Gjafakort, tilvalin brúðkaupsgjöf Brúðhjón - skráið gjafahugmyndir á lista hjá okkur © IL V A Ís la n d 20 10 Erum með mikið úrval rúma, hvíldarstóla og hvíldarsófa Hlíðasmári 1 • 201 Kópavogur • 554 6969 • www.lur.is Minnum á okkar frábæru og vinsælu gjafakort VERA WANG frá Serta Skreytum, hönnum og útfærum næstum hvað sem er fyrir þína einstöku veislu. Leigjum út tertudiska, brúðarboga, kertastjaka, hringapúða, vasa, brúðarstyttur og fl. LITIR OG FÖNDUR Smiðjuvegi 5, Kópavogi • sími 55 22 500 • litirogfondur.is Opið kl. 10–18 alla virka daga, laugardaga kl. 11–15 Vissuð þið að Litir og föndur er með landsins mesta úrval af brúðkaupsvörum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.