Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Árni Sæberg Léttur Þessi kjóll er í svokölluðum strandarstíl og hentar vel fyrir þær sem vilja látlausan en fallegan kjól. Brúðarkjólaleiga Katrínar. K jólarnir frá Brúðarkjólaleigu Katrínar eru báðir eftir hönnuðinn Maggie Sottero en hönnun hennar er mjög vinsæl í brúðarkjólum. Annar er úr siffoni og er nokkru léttari en hinn úr satíni. Kjólar af öllum gerðum „Kjóllinn sem nær upp í háls er nokkuð léttur þannig að það væri jafnvel hægt að breyta honum eftir á og nota sem sparikjól. Þessi kjóll hæfir við léttari veislur og er tilvalinn fyrir þær sem ætla gifta sig í sveitinni og vilja ekkert of þungt og mikið. Hinn er mjög klassískur en þær geta valið að vera með bandið yfir öxlina eða sleppt því. Við erum með mikið úrval og konurnar geta valið sér allt frá Öskubuskukjólum yfir í slóðalausa kjóla. Fyrir þær sem vilja kaupa kjól getum við líka sérpantað frá öllum okkar hönnuðum,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, kjólameistari hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar. Hár og slör pikkfast saman Þórunn segir konurnar dálítið ákveðnar innst inni og vita hvað þær langar í en stundum leggi hún líka fram hugmyndir sem þær kolfalli fyrir. Því sé gott að vera með opinn hug og skoða og máta en stundum gangi valið upp í fyrsta kasti. Þór- unn segir slör alltaf vinsæl en nú til dags séu þau helst notuð í kirkjunni og svo tekin úr í veislunni til að brúðurin geti verið frjálslegri. Þetta sé minna mál nú en í gamla daga þegar hár og slör var pikkfast saman. Einnig er hægt að kaupa alla fylgihlutii og leigja eða kaupa fatnað á brúðguma. „Það er of- boðslega gaman að aðstoða brúðirnar og sérstaklega að hjálpa þeim að sérpanta. Þær eru svo svífandi ánægðar enda fá þær þá að ráða öllu og við aðstoðum þær,“ segir Þórunn. Slör notuð í kirkjunni Breytanlegur Þennan kjól má hafa með eða án hlírans eftir smekk. Brúðarkjólaleiga Katrínar. 34 | MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegar brúður í hvítu Á brúðardaginn vill brúðurin skarta sínu fegursta og er nóg til af fallegum kjólum til að velja úr. Beinhvítur er vinsælasti liturinn í kjólunum og satínið tímalaust en taft er meðal nýjunga í brúðarkjólaefnum. Gott er að móta sér hugmyndir að kjól og fá síðan aðstoð við að máta og velja í þartilgerðum verslunum. Glæsilegt Fallegt hálsmen sem passar til dæmis við ermalausan kjól. Sigga og Timo, 49.900 kr. Sparilegt Bleikt og hvítt armband. Sigga og Timo, 18.500 kr. Látlaus Hér mynda liðir í hárinu, sem skreytt er með blómum, fallega og einfalda greiðslu. Salon Veh. Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is einstakt eitthvað alveg úrval málverka og listmuna eftir íslenska listamenn íslen sk list

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.