Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 43
Þótt úrvalið af brúðarkjólum sé mikið hér á landi eru alltaf einhverjar brúðir sem kjósa frekar að panta sér drauma- kjólinn að utan. Ef pantað er á netinu er mikilvægt að velja örugga síðu og jafnvel leita ráða á spjallrásum eða meðal kunningja og vina um hvaða síðu sé best, þægilegast og öruggast að nota. Mátað og skoðað Mikilvægt er að skoða vel það sem til er og jafnvel máta nokkra kjóla hér heima til að sjá hvaða snið fari best. Fáðu aðstoð við að mæla þig nákvæm- lega og hafðu saumakonu við höndina ef ske kynni að einhverjar breytingar þyrfti að gera á kjólnum. Þá er rétt að kanna vandlega hvers lags skilmálar fylgja kaupunum eins og hvort mögu- leiki sé að skila kjólnum reynist hann gallaður eða alls ekki eftir lýsingunni að dæma. Ganga á milli Eftir brúðkaupsdaginn fara flestir brúðarkjólar aftur á kjólaleiguna eða inn í skáp hjá þeim sem hafa fjárfest í slíkum. Fyrir þær sem vilja kaupa sér kjóla eftir ákveðna hönnuði án þess að eyða of miklu er sniðugt að kaupa kjól- inn notaðan. Meðal vefsíðna sem selja slíka kjóla má nefna http:// www.preownedweddingdresses.com en þar má meðal annars finna brúðarkjóla eftir Veru Wang og fleiri þekkta hönn- uði. Á vefsíðunni er hægt að skrá sig á óskalista sé leitað að ákveðinni stærð, stíl eða hönnuði og berst tölvupóstur um leið og kjóll sem passar við lýs- inguna kemur í sölu. Hið sama gildir ef draumakjóllinn er of dýr en þá er hægt að skrá sig og fá tilkynningu lækki hann í verði. Glæsilegur Kjóla úr smiðju Manuel Mota má finna á vefsíðu sem selur notaða brúðarkjóla. Endurnýjun lífdaga Eftirsótt Vera Wang er þekkt fyrir brúðarkjólahönnun sína. Fáðu aðstoð við að mæla þig ná- kvæmlega og hafðu saumakonu við höndina ef ske kynni að ein- hverjar breytingar þyrfti að gera á kjólnum fyrir stóra daginn. MORGUNBLAÐIÐ | 43 www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Kjólar og bolero jakkar í úrvali myndaður á DVD Blue - ray HDV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.