Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir brúðkaupið sjálft tekur rómantísk brúðkaups- nóttin við. Misjafnt er hvar fólk ákveður að eyða henni og fara sumir á hótel meðan aðrir stinga af í sumarbústað. Það kostar jú sitt að stinga af á hótel og fyrir vinahóp sem haft hefur spurnir af því að brúðhjónin ætli að gista heima getur verið tilvalin gjafahugmynd að gefa þeim nótt á hóteli. Það er jafnvel hægt að koma því þannig fyrir að gjöfin komi á óvart. Í slíku tilfelli getur verið sniðugt að hafa tilbúinn lítinn pakka fyrir brúðhjónin með tann- burstum, tannkremi og svo kannski nuddolíu og öðr- um rómantískum fylgihlutum. Rómantískt Misjafnt er hvar fólk kýs að eyða brúðkaupsnóttinni. Óvænt brúðkaupsnótt H eiðbjört Tíbrá Kjart- ansdóttir og Viðar Guð- mundsson verða gefin saman þann 26. júní næstkomandi. Hátt í 130 manns verður boðið til veislu en verðandi brúðhjón og fjölskylda munu leggja hönd á plóg við að undirbúa veisluna og gera hana eins hagkvæma og mögulegt er. Þau Heiðbjört og Viðar hafa verið saman í 10 ár og tóku sameiginlega ákvörðun um það að nú væri tími til kominn að láta pússa sig saman. Látlaus og einfaldur „Mig langaði ekki í hefðbundið snið af kjól, hlýralausan og gólf- síðan sem virðist vera dálítið línan í brúðarkjólum. Mig langaði frekar að gera kjól sem færi mér vel og þar sem það er kostnaðarsamt að láta sérsauma á sig þá datt mér í hug að ég gæti nú kannski bara al- veg gert þetta sjálf og fengið ömmu í lið með mér. Hún er lærð- ur hattahönnuður og hefur saumað æði margt í gegnum tíðina þannig að hún veit alveg hvernig á að fara að þessu. Fyrst reyndi ég að teikna kjólinn upp sjálf en þegar ég var komin með hugmynd að því hvern- ig ég vildi hafa hann þá fann ég snið sem við útfærum síðan í sam- einingu. Kjóllinn er ekki alveg gólf- síður og verður með hálsmáli og breiðum hlírum. Hann er frekar látlaus og einfaldur úr polyester- efni með hrásilkiáferð,“ segir Heið- björt. Draumurinn rætist Heiðbjört segir saumaskapinn ganga ágætlega og hún læri mikið af þessu enda sé hún í raun í læri hjá ömmu sinni á góðu sauma- námskeiði. Hún segir verkið ganga hraðar en hún hafi átt von á og er toppstykkið og pilsið tilbúið að mestu þó heilmikill frágangur sé eftir. Heiðbjört hefur alltaf saumað eitthvað en þó ekki kjóla og er brúðarkjóllinn því frumraun hennar á því sviði. „Ég held að þetta sé draumurinn, að sauma sinn eigin brúðarkjól. Það getur vel verið að kjóllinn verði bara ættargripur og það verður líka gaman að eiga þessa minningu um að hafa saumað hann með ömmu. Þannig verður kjóllinn mjög persónulegur og ég hlakka alltaf til á föstudagskvöldum þegar við amma hittumst og saum- um saman,“ segir Heiðbjört. maria@mbl.is Í læri hjá ömmu Morgunblaðið/Árni Sæberg Saumastöllur Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir saumar brúðarkjólinn í góðu samstarfi við ömmu sína, Ingrid Guðmundsson en Heiðbjört mun giftast Viðari Guðmundssyni þann 26. júní næstkomandi. Spáð í sauminn Vanda þarf til verka við saumaskapinn, mæla og sníða. Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir fékk ömmu sína Ingrid Guðmundsson til að sauma með sér brúðarkjólinn. Þær stöllur sitja við saumavélina á hverjum föstudegi og miðar saumaskapnum vel áfram. Heiðbjört segir sauma- skapinn ganga ágætlega og hún læri mikið af þessu enda sé hún í raun í læri hjá ömmu sinni á góðu saumanámskeiði. Saumastofa Á hverjum föstudegi setjast þær stöllur niður við sauma- vélina og gengur saumaskapurinn vonum framar hjá þeim. Saumaskapurinn gengur vel og stefna þær Heiðbjört og Ingrid á að sauma líka kjól á heimasætuna, Söndru Írenu Viðarsdóttur 2 ára. Heiðbjört keypti rúmlega af efni í brúðarkjólinn og yrði því kjóllinn á þá stuttu saumaður úr sama efni. Tveir eins Heiðbjört keypti mjög ríflega af efninu í brúðkaupskjól- inn sinn og ætlar sér að sauma eins kjól á dótturina Mæðgur í stíl Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Full búð af nýjum vörum Stærðir 40-60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.