Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 22

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 22
- 84 - (N. B. Það skal tekið fram, að kvæðið "Lysing" er ort áður en skáldið kynntist Jóni Sigurðssyni 5. -B. ) . ' Það vekur eftirtekt, að undirskrift Riínars er all-nýstárleg : Interlocutor supergenius fecit. 4. sp. Hvernig viltu þýða þessa kenningu? Interlocutor þýðir viðræðandi, super- genius storséní” og fecit þýðir gerði. Þetta utleggst þá, storsnillingur í við- ræðum gerði. 5. sp. Er hætta á ljóðabok frá þér á næstunni ? Nei, alls engin hætta á slíku. 6. sp. Hvaða listastefnu tilheyra þinar andlegu afurðir? Grátstefnunni svokölluðu, sem er af- sprengi realismans. SÚ stefna hefur ver- ið ákaflega vinsæl á skáldabekkjum fram að þessu. Reyndar er það að bera i bakkafullan lækinn að slást i þann hóp, en enginn ræður sfnum næturstað. Dæmi, einkennandi fyrir grátstefnu : Það er hart að mega^ei neitt, en öðrum sifellt hlyða það er hart að vera^ei neitt en órétt sífellt liða. Það er hart að hugsa*”ei neitt en harma daga'og nætur það er hart ég veit það eitt, að unga skáldið grætur ! Runar Arthursson 7. sp. Hvað hyggst þu leggja stund á að studentsprófi loknu ? Minn æðsti draumur sem stendur er að ljuka menntaskolanum. Ég hefði, ef það tækist, ekkert á móti því" að verða sálfræðingur. Ef svo illa færý hins vej;- ar,að það heppnaðist ekki, þá myndi eg að öllum lákindum verða eyrarkall. 8. sp. Hver er afstaða þín, Runar, gagn- vart veikara kyninu? Hún er ákaflega jákvæð, að vásu inn- an vissra takmarka ( siðferðistakmarka). Ég hef nefnilega ákaflega þróaða siðgæð- istilfinningu a. m. k. á yfirborðinu. Þó er ég ekki á móti því, sem sumir kalla hneykslanlega sambúð karls og konu, ef báðir aðilar eru einhleypir. 9. sp. En hver er afstaðan til áfengra drykkja? Neikvæð. Ég bragða ekki áfengi (skrif- aðu það a. m. k. ) Þrátt fyrir þetta hefi ég aldrei verið hlynntur templurum. 10. sp. Tekur þú þátt í pólitiskri starf- semi unglinga ? Nei, ég held mér algjörlega utan við pólitík. Stjórnmál eru mannskemmandi þeim, sem einhvern manndom hafa í ser, auðvitað ekki hinum. Maður fær alltaf vissa hópa f þjóðfélaginu upp a moti ser.ef maður tekur afstöðu með einhverri öfga- stefnu. 11. sp. Hvernig kanntu við Menntaskólann, kennsluna og fólkið ? Ég kann vel við sistemið, Jpað af því", sem ég hef enn þá kynnzt. Þo alit eg,að dönsku sé ofaukið i pensúminu. Mér finnst ekkert binda okkur við Dani lengur.og straumur íslenzkra namsmanna til Dan- merkur er óðum að þorna upp. Hefja mætti frönskukennslu strax í 3. bekk í staðinn. ( Skáldið vekur um leið athygli blaðamann- anna á þvá, að orðin danska og franska ríma saman. ) Um fólkið er það að segja, að hér finnast misjafnir sauðir eins og annars staðar. Heildin þó sjalfsagt með því” skásta sem fæst. Skáldið er tekið að ókyrrast i annað sinn og verður fegið, þegar í ljós kemur, að blaðamennirnir hafa fengið sig fullsadda. Hann stendur upp,tekur með hægri hendi utan um handföngiri á klossunum, stingur þumalfingri vinstri handar í buxnavasann og biður okkur að súðustu að setja ekkert það í blaðið, sem mamma hans ma ekki sjá. N. B. Það skal tekið fram, að tölur þær, sem birtar eru \ upphafi greinarinn- ar, eru ekki fullkomlega öruggar. Er hér með beðið velvirðingar við- komandi, ef einhvers staðar skyldi skakka nokkrum grömmum. J óhannes °g Ottarr

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.