Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 6
- 68 -
GATAN var þröng og dimm. Hráblautir,
ryðgaðir húsgaflarnir stóðu andfætis hver
öðrum og það virtist sem tannlausir skolt-
arnir huldir úfnu þakskeggi reyndu að ná
hver til annars, minnast. - Skakkur ljosa-
staur hof brotna krónu í mót himni, en
daufa skímu bar af vaðandi skarmána.
Gatan var liflaus. Regnið buldi á gáróttu
malbikinu. Gulnaður, skorpinn appelsínu-
börkur barst með flaumnum 1 göturæsinu.
Husin við götuna voru dimm og hljóð, að
einu undanteknu. Þar bjarmaði af daufu
kolbogaljósi ut um gluggaboru hálf hulda
ofinni tjásu. Hus þetta var tvílyft með
áföstum eldiviðarskur, byggt af timbri.
Það glampaði á nuinn hun utidyrahurðar-
innar 1 tunglskímunni. Þetta var forláta
eikarhurð, málmslegin í* bak og fyrir, en
til hornanna örlaði á uppreisnargjörnum
flísum, sem belgdu sig allar út eins og
til að syna umheiminum fram a tilveru
sína. Á miðri hurðinni gat utfluraðan
skjöld gjörðan af góðmálmi. Á skildi
þessum mátti greina mannsnafn innan um
allar rosirnar: Börkur Þorgrímsson, veð-
brefasali.
Ef einhver hefði átt leið um götuna a
þessu augnabliki, hefði hann heyrt óljóð-
rænt kurr að innan. Inni fyrir sat hus-
ráðandi við borð, hann hóstaði. Beinaber
og skorpinn líkaminn hristist, svo að
larfarnir ætluðu í* sundur á saumum.
Gráleitt hárið þyrlaðist um fölbláan skall-
ann, hátt ennið var skarphrukkað. Kolgra
kinnbeinin voru alsett tjásulegum,smáum
skeggbroddum. Hátt hrútsnefið, blátt og
þrútið, tifaði. Klepróttur kjafturinn huldi
að mestu gulnaðar tannkörtur, og hæru-
skotið hökuskeggið lafði í* nábýli við inn-
fallna bringuna. Slöttungslegir njórafætur
voru vafðir utan um visnar stóllappir og
mátti vart á milli sjá, hvort var brúnleit-
ara, stólviðurinn eða ber skankabjórinn,
sem helzt minnti á kálfskrof.
Traustbyggt eikarskrifborð var merk-
ast húsgagn 1 kytrunni. Á því* voru niu
skúffur, fjórar hvoru megin og ein 1 mið-
ið. Þrem mátti læsa og sá á, að um
þær var mest gengið. Á borðshorninu var
gljáandi blómsturvasi, sem innihelt þrjar
visnaðar rósir. Guggin pyttla stóð á
miðri borðplötunni. Á skrautlegum mið-
anum mátti sjá, að einhvern tíma hefði
hún átt betri daga. I* dimmasta horni her-
bergisins gat að líta járnbenta kistu. Hun
var lukt aftur og skreytt vönduðum, stór-
skornum hengilás. Miðja vegu frá kistu-
miðbiki til enda hvoru megin voru stað-
settar digrar keðjur, sem enduðu strekkt-
ar í* dökkbryndum talnalásum. Undir kist-
unni var forkunnarfagur, persneskur
dregill, en annars staðar 1 herberginu
voru flysjaðar gólffjalirnar berar. Á veggn
um andspænis kistunni hókk mynd af gap-
andi náhveli 1 glysramma. Annað var
það ekki, er til veggprýða gæti talizt.
Nokkuð bil var á milli þröskuldar og
hvítmálaðrar hornhurðarinnar. Hægra
megin hurðarinnar var gólfið næsta óslit-
ið á bletti. Þar lá mitt í* rykinu fer-
hyrnd, gulnuð mynd af tveim manneskj-
um. - Unga stúlkan var með hvítt slör,
en pilturinn með blóm í* barmi. - Jafn-
vel í* öllu rykinu ljómaði af myndinni.
Smáskorinn gluggi var yfir miðju i
skrifborðinu. Regnið buldi á fjórskiptri
glerrúðunni úti fyrir. Vatnið pí*pti inn
um gegndræpan gluggapóstinn og mátti á
veggfoðrinu undir gluggakistunni glögg-
lega sjá hver örlög þess urðu. Glugginn
var nylega málaður. Sá fjórðungur, sem
opna mátti, var fast herptur aftur með
óskrámuðum krókhengslum. I* slöguðu
loftinu hekk ber ljósgjafinn.
Andrúmsloftið inni í* herberginu var
afar þungt, en hinn hóstandi maður varð
þess ekki var. Hann var samdauna öðr-
um þeim heimsins óhreinindum, sem gat
inni 1 þessu herbergi. Spaklega þokaði
hann sinaberri krumlunni inn um mussu-
hálsmálið og naði taki á lykli hangandi í
hálsfesti. Af öllu latæði mannsins mátti
sjá, að hann hugðist opna miðskúffu skrif-
borðsins. Hóstandi og beljandi lagðist
hann á hnen, setti lykilinn í* skráargat'ið
og sneri. Það mátti glögglega sjá, að
hann leitaði einhvers serstaks í* skúffunni.
Hann fann það, sem hann leitaði að : úr
brefabunka dro hann snjáða blaðaúrklippu.
Hann bar úrklippuna upp í* mót ljósinu til
þess að geta lesið feitletraða fyrirsögn-
ina. . . - . . . margir dálkar þar niður
undan fjölluðu um sama efni, en hann