Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 20

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 20
- 82 - - Uss, hver heldurÖu að hafi lyst á þessu? - Djöfull getur maÖurinn grenjað. Þetta heyrist bráðum upp f bragga. - Þá geta stelpurnar bara komið og huggað hann herna, þennan aumingja sinn. - Hvar ætli hann hafi fengið tárin að láni? - í eldhusinu, maður. - Eldapíurnar sverma svo mikið fyrir fávitum. - Ætli Elsa hafi lánað sfn? - Nei, blessaður vertu, hun hætti að væla eftir þriðja krakkann. Ég held hun se buin að gleyma þvi. - Heyrðu, ég fer bráðum að fá leið á þessu endalausa væli f kallinum. - Lofið honum að öskra eins og hann vill. Hann á fyrir þvf. - Þarna kemur verkstjorinn. - Ha, hvert þó f logandi. - Ju, þetta er hann. - Sleppið helvítis kallinum ! - - - Þeir hrökkva f kút, láta Gvend kommandör lausan og luta höfði. Skyndileg þögn málar morguninn ljósum, utþynntum litum, er þorna f regni, og dagurinn er alger. Þrekinn, svarthærður maður hleypur ur þokunni og slær höndum. - Hvað eruð þið eiginlega að gera? Þeir svara engu, en tvístíga á stettinni. - Gengur eitthvað á? - Þeir hræktu framan f mig, ræflarnir, stynur Gvendur kommandör milli ekkasoga. Þeir skulu fá það borgað. Allir saman. - Hræktu? Verkstjórinn lítur á Gvend kommandör. - já, og börðu mig lfka, og spörkuðu f mig. - Ykkur kemur svei mer vel saman, eða hitt þó heldur. - Ég ætla að klaga þá, klaga þá alla saman. Ég heimta, að þeir seu reknir, undir eins. Gvendur kommandör þurrkar ser utan f ulpuermina. - já, undir eins reknir. Þessar skepnur. Þeir eiga skilið að vera barðir, barðir og barðir og barðir....... - Af hverju ertu að flækjst kringum þá? - Má eg ekki tala við annað fólk? - Auðvitað, en fyrst þeir vilja ekki tala við þig. - Get eg nokkuð gert að þvf? Verkstjórinn klappar Gvendi kommandör á öxlina og rettir honum vasaklut. - Hérna, og farðu svo inn og þvoðu þer. Láttu engan mann sjá þig. - Þeir hræktu framan f mig, helvítis djöflarnir. Ég skal borga þeim. Þeir skulu ekki sleppa. Ég skal borga, tffalt. Klaga ykkur alla saman, láta reka ykkur, láta reka ykkur, reka ykkur. Skepnur ! - Reyndu að gleyma þessu, Gvendur minn. Gvendur kommandör anzar engu. Hann höktir f brottu, staflaus, slóð hans er dýpri en áður, og sest ekki vegna þokunnar.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.