Skólablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 34
- 96 -
lesandi minn, hefðir þú sem eg fylgzt
heimullega með ferðum flokksins, af
hvílíkri fyrirhyggju hann var útbúinn öllu
þvú, storu og smau, er að gagni matti
verða, þótt einingin, siðferðisþrekið og
óbilandi trúin a malstað hins góða væri
ein ( án allra veraldlegra hjálpargagna )
vissulega nægileg til sigurs. Verkfæri
voru borin nytsamleg, af ýmsu bergi
brotin, vopn og verjur ( ásamt öðrum
farangri, sem vandskipað er 1 flokka ),úr
eldhúsi ( tveir buffhamrar ), hannyrða-
stofu kvenna ( fern skæri, prjónar og nál-
ar J, verkfærageymslu ( þrúr hakar, fimm
skoflur, járnkarl og kúbein ), búlskúr
( dúnkraftur) og skrifstofu ( þrjár blek-
byttur og bréfapressa ), ennfremur var
ferðataska, brún að lit með 1 förinni, en
um innihald hennar var fáum kunnugt.
Eigandi töskunnar, fyrirferðarmikil en
að þrotum komin ekkjan, móðir Engil-
hreins, sem staulaðist 1 hópnum framar-
lega og studdist við systur sína og dótt-
ur, skildi ekkert 1, hvað komið hefði
fyrir blessaðan drenginn, gaf jafnframt
berlega í skyn ( og var ekki laust við, að
gætti nokkurar beiskju ), að hún, slitin
manneskjan, teldi dauðann ( dauðinn bróð-
ir svefnsins, aa) lítt eftirsóknarverðan
( svefninn tryggastur vinur hinna þreyttu
og þjáðu, "lofið dagsins þreytta barni að
sofa", hinna harmi þrungnu og þjökuðu
sorgum, hinna vonsviknu, "sumir eiga
sorgir sem svefninn getur eytt", ". . . . og
sumir eiga þrá, sem aðeins 1 draum-
heimum uppfyllast má", aaa), ef menn
tækju upp a þvú ó að gera þeim allt til
bölvunar óó, er verið hefðu þeim (mönn-
um) óóó hjartfólgnastir óóóó í lifanda
lúfi óóóoó; hún bar svo rósraixðan vasa-
klút munstraðan ser að hvörmum upp og
neri einn tveir einn tveir 1 takt við sog-
hljoðin timakorn, unz dottirin tok að
kikna undan þunga móður sinnar, þá
snarhætti hún og mælti allhöstuglega :
uppupp 1 herrans nafni og hananú (detturu,
bestia).
Er í garðinn var komið, laust fyrir
miðnætti, flutti einróma kjörinn fyrirliði
hópsins, móðurbróðir Engilhreins, örstutt
ávarp, bað menn ( fáum, velvöldum orð-
um, er hittu beint 1 mark ) gæta stilling-
ar og birgja ennfremur inni tilfinningar
sinar; hann höfðaði til skynsemi, sam-
ábyrgðar og borgaralegrar velsæmis-
kenndar, en að þvú loknu voru, samkvæmt
tillögu hans, sungnir tveir, fremur en
þrír, passíúsálmar ( "Hvað er svo glatt"
og "Eldur i öskjunni leynist" ) og súðan
lagt af stað í átt til grafarinnar, ( kol-
niðamyrkri og við óhagstæð veðurskil-
yrði. TÓku nú ófáir að gjörast litverp-
ir, er myrkviðurinn tók við af upplýst-
um götum höfuðborgarinnar; var reisnin
nær horfin, en flestir stauluðust áfram,
bognir í herðum og hoknir í” hnjáliðum
og gjóuðu augunum skelfdir i kringum
sig, enda er þvú ekki að leyna, að ýmis-
legt bar til kynlegt á þessu miður hugn-
anlega ferðalagi, þótt eigi verði farið út
í þá sálma her, er rekja mátti til Engil-
hreins Friðsveins ; er þvú skylt að geta
þess, hve vel ekkjan bar sig, einkum
þegar hún ( og það vakti furðu ) tók að
ræða hvernig snyrtingu Engilhreins lið-
ins hefði verið háttað, undir umsjón
hennar, einmitt þegar fjólublá vofa leið
fram hjá kveðandi ; leið yfir fjölmargt
kvenfólksins, bæði þá og oft súðar, en
áfram var haldið, þótt flokkurinn tyndi
þannig tölunni og mjög blæsi i mót og
að lokum, eftir óheyrilega hrakninga og
hvers konar mótlæti, komizt á leiðar-
enda.
Það reyndist ekki vandalaust, fjarri
þvú, að gegna forystuhlutverki, er her
var komið sögu, og hvergi nærri öllum
erfiðleikum lokið ; höfðu allmargar
kvennanna til viðbótar við þessar, sem
lágu meðvitundarlausar í slóðinni og
vörðuðu veginn að hliðinu ( jafnvel þær,
sem vígreifastar höfðu verið á fundinum
þrem dögum áður ), og þrír karlmenn
gersamlega tapað hugrekki ; vildu þau
hverfa á braut snarla og treysta fram-
vegis á almáttugan Guð einvörðungu og
son hans Krist Jesúm að letta fárinu,
en með einurð og stillingu tókst fyrir-
liða að halda hópnum saman og er deil-
ur höfðu að fullu verið niður settar og
bænir beðnar, hófust hann og nokkrir
aðrir karlmenn, kaupsýslumaður, gjald-
keri og tveir óbreyttir skrifstofumenn,
allsóvanir þessháttar vinnu, handa við
að grafa niður á kistuna.
Að fenginni illri reynslu ( spjöll á
skótaui, yfirhöfnum o. s.frv. ) helt fólkið
sig í nokkurri fjarlægð frá legstaðnum,
því* að ekkert sleifarlag var á vinnu-
brögðum, þrátt fyrir kunnáttu og reynslu-
leysi þeirra, er i eldinum stóðu : stórar
moldargusur gengu í allar áttir frá