Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 4
- 146 -
kollhnís, Þegar viÖ streymum frá skóla-
husinu eftir einn mánuð, þá skulum við
brjóta allar klukkur, ur og pendula, henda
brotunum át 1 hinztu myrkur, gefa ís-
lenzkum atvinnupostulum og moldarsnobb-
urum langt nef og stinga okkur á bólakaf
í* sultukrukku sumarsins og koma ekki upp
aftur, fyrr en 1 haust.
Afmæliskveðja til Skólablaðsins
Háttvirta Skólablað !
Nemendur og kennarar Menntaskólans
1 Reykjavik óska þér innilega til ham-
ingju með afmælið og þakka þér fyrir
allt gamalt og gott, ( hinir siðarnefndu
þó sérstaklega, því* að þeir hafa ætí*ð
fengið þig ókeypis).
Að lokum tókst þér að afplána fjórða
tuginn. Raunar er þetta ekki ýkja hár
aldur, ef miðað er við The Observer, en
þvert á móti heil eilíífð, ef við tökum
Busann til samanburðar. Ég veit, að þú
ert svolítið montið, þó að þú látir ekki
á því* bera, farir ekki einu sinni í spari-
fötin og setjir upp hátíðarsvip, enda ertu
af góðu fólki komið og hefur ekki kynnzt
öðru en hlédrægni og auðsveipni her 1
gamla Þjóðfundarhúsinu.
Það er ekki laust við, að ég öfundi þig
svolítið af aldrinum. Mannlífinu er nú svo
háttað, að innan við tvítugt er sumt bannað
með lö^um ; þegar æskan er horfin og full-
orðinsarin taka í taumana telst sumt vera
barnaskapur ; þegar ellinni er náð, þa er
vesalings mannskepnan siðferðilega seð of
gömul til þess að geta leyft sér ýmsa a-
nægjulega hluti. En ég held, að þu sert a
bezta aldrinum, ÞÚ mátt kyssa Bakkus, an
þess að íslenzkt réttarfar kollste'jyist. Þu
mátt fara á dansleiki og veitingahus. Þu
mátt vinna að hentisemi, og í* þokkabot get-
ur þú orðið ástfangið að lögum, og það eru
sannarlega ekki einskisverð forrettindi.
En, - ef til vill get ég einnig orðið fertug-
ur, og þá verður J?ú á sjötugsaldri og svo
gamalt og hrukkott, að þú þarft ekki að
ganga með nafnskí*rteini upp á vasann,
þvert á móti treysta því* allir leynilöj*-
reglumenn, að þu segir rett til um hara-
lit og afmælisdag. Og þa hafa aðrir
spjátrungar tekið við ritstjórn, ungir
Menntaskólanemar, sem eru hundeltir af
íslenzku ríkisvaldi og syngja um "stud-
entens lyckliga" dag yfir glasi af fjör-
efnaauðugri, gerilsneyddri og fitusprengdii
mjólk og verða að sanna heiðarleik sinn
með vottorði frammi fyrir úslenzkum
"Guardia Civil". Þá verðum við hin ráð-
settir ríkisborgarar, sem líða vegna
þeirra fórna, er þeir færðu djöflinum, áð-
ur en þeir náðu lögaldri. En sleppum því*.
Fjörutíú ár eru ekki langur tími fyrir
hinu ritaða orði, en samt sem áður er
margs að minnast, ef litið er um öxl og
hugað að fornum kynnum. ÞÚ hefur tek-
ið við grátbólgnum hrákasmúðum ungra
skáldfifla, án þess að verða óglatt, og
kynnt jpær glaðværum æskulýð, sem fékk
aftur á móti illt í* magann. ÞÚ hefur lát-
ið sérvitra myndlistarmenn krota í* þig
ljótar rispur, leyft hrokafullum "ung-
diplómötum" að sletta þig út í* bleki, og
síðast en ekki sizt beygt þig undir lelega
ritstjórn ótal ritstjóra, sem gengu inn a
sviðið fullir sjálfstrausts, en uppgötvuðu
svo allt i einu, að þeir kunnu ekki rull-
una sína.
ÞÚ hefur rækt hlutverk þitt af prýði í
öll þessi fjörutíú ár, og ég vona, að svo
verði í* næstu aldir, unz menn eru hættir
að skrifa og tendra eld með tinnu.
Kveðjuorð
í vetur hafa komið út fimm tölublöð
Skólablaðsins, misjöfn að gæðum og
gáfnavúsitölu, en hafa öll sameiginlegt, að
þeim hefur yfirleitt verið illa tekið, og
fáir munu leggja sig í líma við að þakka
ritnefnd hennar starf. Þegar ég smalaði
á fyrsta ritnefndarfund í* haust, stóð
meira til, og áætlunarskipulagning mún
var margþætt og tók hálfa stilabok, skrif-
uð fíngerðri hönd í hverja linu. En þessi
kompa var aldrei notuð. Þegar ég fletti
blöðunum, finnst mer raunar alveg stór-
furðulegt, hvernig okkur tókst að vöðla
efninu saman og gefa út blað hér í
Menntaskolanum, þar sem enginn virðist
hafa tíma aflögu til að skrifa og þeir
sarafair, sem bera löngun til slxkrar
dægradvalar. En sökin er ekki öll nem-
enda. Því* miður er staðreynd, að sam-
vizkusamur og námfús Menntskælingur
er svo önnum kafinn við heimavinnu og
glósuþrælkun, að honum er beinlínis of-
viða að taka verulegan þátt í* felagslí*fi.
Frh. á bls. 160.