Skólablaðið - 01.04.1965, Page 6
- 148 -
skjótt niður felld, "
Blaðið er einkaeign útgjefanda til 21.
janúar 1928. Þa kemur ut 3. tbl. 4. árg.
og skýrt er frá í* örfáum orðum, að
skólafundur haldinn á Sal í desember
hafi ákveðið, að skólinn sjálfur gæti ut
blað, "því að það væri bæði óviðeigandi
og jafnvel viðsjárvert, að blað, sem gef-
ið er út innan skólans. sje algjörlega í
höndum fárra manna ,r.
1926 hættir Luðvíg Guðmundsson að
kenna við skólann, og Jakob JÓh. Smári
verður ábyrgðarmaður. Segir hann í*
ávarpsorðum m. a. : "Röddin er eitt
merkilegasta einkenni æðri dyra og
mannanna. HÚn lætur í* lýós gleði og
sorg og hverskyns hugarastand. Skóla-
blaðið á að vera rödd nemenda í* þessum
skóla, láta í ljós von þeirra og löngun,
hugsjónir þeirra og áhugamál. . . ".
1929 verður sú breyting, að einn rit-
nefndarmanna Brynjólfur Dagsson nem-
andi, gerist ábyrgðarmaður, en Jakob
jóh. Smári lætur af þvi starfi. Segir \
ávarpi, að þetta só gert til að hafa blað
sem frjálsast og óhaðast. En Adam var
ekki lengi í Paradás. 1934 tekur Sig-
urður Thoroddsen yfirkennari við
abyrgðamennsku.
Fyrstu árgangar Skólablaðsins voru
sviplitlir í utliti. En fljotlega er farið
að teikna haus og fyrirsagnir og mynd
er strax í* 2. tbl. l.árg. Fjrstu skop-
myndirnar eru \ 2. tbl. 3. arg. 1928.
Þar er mynd, er tekur yfir hálfa súðu og
heitir Skólahlaup, en undir myndinni
stendur : "Menntaskólinn vinnur kennara-
hlaupið 1928". önnur mynd er einnig á
sömu súðu og nefnist hún "á tolfta tim-
anum" og ber undirskriftina "gott er að
sofa \ morgunmund". Skopmynd af Guð-
mundi Bárðarsyni náttúrufræðikennara
er einnig \ blaðinu. Kvennaskari þyrpist
í kring um Guðmund, en hann segir :
"í sambandi við stúdentafjöldann vil ég
geta þess, að auglýsi maður eftir vinnu-
konu, hefir maður nóg að gera \ marga
daga að taka á móti kvenfolki, sem vant-
ar atvinnu. Þannig er atvinnuleysi á
öllum sviðum. " Og skopmyndir verða nú
algengar \ Skolablaðinu. ^
Auglýsingar eru strax \ fyrstu blöðun-
um, enda hefur útgefendum vart veitt af
að fá sem mestan ^fjárhagslegan stuðning.
BÓkaverzlanir Sigfusar Eymundssonar og
Guðmundar Gamalíelssonar auglýsa oft á
fyrstu árum blaðsins. En tryggustu aug-
lýsendur fyrstu árin eru verzlanir Har-
aldar Árnasonar og Björns Kristjánsson-
ar, sem lengi auglýsir : "Notið aðeins
teikniblýantinn óðin Fæst hjá Verzlun-
inni B.K. " Tóbaksauglýsingar eru al-
gengar. 1929: "Bezta cigarettan í 20
stk. pökkum, sem kosta 1 krónu er :
Commander, Vestminster - Virginia
cigarettur. Fást í öllum verzlunum. "
1928-1933 eru ýmist auglýstar Command-
er, Abdulla eða Ariston cigarettur, sem
kosta eina krónu, tuttugu stykkin. Auk
þess er "ljomandi falleg landslagsmynd
í hverjum Aristonpakka".
Efni Skólablaðsins var með lúkum
hætti og nú gerist Felagsmál, bók-
menntir, skólaritgerðir, skáldskapur og
pólitík, brandarar, kjaftasögur og lygi-
sögur, allt með hefðbundnu sniði.
Á fyrstu árum blaðsins eru greinar oft-
ast stuttar, en þær lengjast með arunum.
Ritdeilur eru oft háðar ; hin fyrsta milli
Trausta Einarssonar og Sverris Krist-
janssonar um kvenfrelsi. Eftir að skol-
inn tekur við rekstri Skólablaðsins.breyt-
ist svipur þess og efni. Deilt er um
felagslííið og kvæði birtast. Um og eft-
ir 1930 verður pólitík allsráðandi í blað-
inu. Nýjar hugsjónir socialista lata að
ser kveða, deilt er um austur og vestur,
og svo langt gengur hið pólitáska strxð
nemenda, að jafnvel er háð ritdeila um
mjólkurverð. Eymundur Magnússon
skrifar mjög mikið \ Skólablaðið a árun-
um 1934-35, allt um pólitík. í* 3. tbl.
1934 ritar hann alls u, þ, b. 4 bls. um
stjórnmál, kynnir sig sem kommúnista
og kveðst skrifa gegn fasistum og social-
fasistum, en að hans aliti er Birgir
Kjaran helzti forvígismaður þessara
stefna innan skolans veggja. En \ raun-
inni er þetta eina timabilið i sögu blaðs-
ins, sem pólitík kemur, þ. e.a. s. tíma-
bilið frá u, þ. b. 1930 fram að heims-
styrjöldinni. En politikin kemur ekki
einungis við sögu Skolablaðsins, Komm-
únistar og Samfylkingarmenn skiptast á
um völd í Framtiðinni og Skólafelaginu.
Samfylkingarmenn voru að áliti kommún-
ista kratar, fasistar, nýfasistar og social-
fasistar. Birgir Kjaran varð að hrökkl-
ast frá völdum í Framtíðinni vegna van-
trausts.og Gylfi Þ. Gúslason fellur tvá-
vegis í* kosningum i skólanum gegn
kommúnistum.