Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 10
- 152 - horf komið fyrir aðfinnslur og tillögur nemenda. Bokin Gunnar er geymd hjá undirrituðum. Palsson, Inspector scholae. Marz 1930. Segðu ætið sannleikann, og þii munt hverjum hvimleiður verða . £g sit heima hjá már og les. Það liggur svo einstaklega vel á mer, og mér þykir svo vænt um alla. Eg heyri, að það er barið. Aldrei hefur maður frið. Sífelldur gauragangur gerir manni lifið obærilegt. Ég drattast: fram og opna dyrnar. Fyrir utan stendur sáluhjálparkona með "Heropið". "Aðeins, " segir hun og nefnir verð blaðsins. "Nei, því” miður, er vita- blá - auralaus", segi eg. Hun nauðar á mér um tíma. Ég neita, en er þó hinn kurteisasti, og ber fram ýmsa lygi. Hun gefst ekki upp, og að endingu kaupi eg blaðið, til þess að losna við þessa goðu konu. • Ég fleygi blaðinu og tek aftur til lestursins. Ég er að komast i gott skap aftur. Svo er barið á ný. Ég drattast fram sem fyrr, mer er þungt niðri fyrir. Ég lýk upp dyrunum og fyrir utan stendur önnur Hjalpræðisherskona með "Heropið". "Aðeins, " segir hun. "Ja, aðeins ef þu vildir koma þer 1 burtu undir eins, þitt Satans vií, " hrópa eg hamslaus af bræði. "Ég hef andstyggð á öllu sáluhjálpar- hyski, sem veður uppi um byggðir snákjandi sór til láfsuppeldis. Ég fyrirlít allt, þvá að eg álít þetta eitt með stærri kýlum á þjóðarlákamanum. Ég fyrirlít ykkur, sem biðjizt fyrir á gatnamótum og seljið guðsorð fyrir peninga. Kenndi Kristur kannske að menn skyldu biðjast fyrir á gatnamótum? Nei - yður liggur 1 lettu rumi um Krist. Hann er einungis eitt af þeim meðulum, sem þór notið til þess að skrapa að yður fe. Það eina, sem fyrir yður vakir, er að fitna. Fitna, svo að þer róið i spikinu. Þer eruð önnum kafin við bænavæl og sálmagaul alla daga. Þer eruð slikur syndaþrjótur og Gómorraþræll, að þór þurfið sifellt að emja á náð. Náð, sem þer þó ekki fáið, þótt aldrei lokaðist á yður talandinn, en þór stöðugt vælduð bænir fram í andlátið. Fjandinn hirðir yður fjrr eða sáðar, og allt yðar hyski. Þa haf- ið þór fundið yðar rótta samastað, og þá skal óg æpa mig ráman af gleði. Ja - af himneskri brjalæðis - gleði. " Konugarmurinn hafði hrökklazt niður tröppurnar, reið og hissa, en eg sendi henni toninn miskunnarlaust. Ég var sóttur af Kleppsbilnum tveim stundum síðar. Sögu minni er nu lokið. Hun er meginþátturinn í þessu máli. Það er aðeins lítið eitt, sem óg vildi við bæta. Ég tók einstaklega vel a moti fyrri konunni, og stillti mig um að fræða hana um skoðun mína á henni. Ég stillti mig um að segja henni afdráttarlaust sannleikann. Var það rett? Er það rett að draga svo skýra liínu milli þess, sem maður hugsar og hins, sem maður segir? Fyrri konan ber mér eflaust bezta orð. Það uppsker óg fyrir hræsni mína. Su seinni gerir sór eflaust í hug, að eg se Belsebúb sjálfur, holdi og blóði klæddur. Það uppsker óg fyrir hreinskilni mína. Hreinskilni, sem þó var sprottin upp úr sárustu gremju. Sannleikurinn er góður og blessaður, en lygin er engu ónauðsynlegri. Sá, sem er um of hreinskilinn, er litinn illu^auga af mörgum, já, mér liggur við að segja, af öllum. Hinir, sem eru lagnir á að synda milli skers og báru, eru vitrir og elskaðir. Þeir hafa gert sór það ljóst, "að oft má satt kyrrt liggja. " Al. November 1932. Kennaraleikfimi ku nú vera byrjuð fyrir alvöru, að því” fregnir herma. Þykja oss þetta heldur en ekki gleðileg tímanna takn, og um leið og við færum viðkomandi fimleika-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.