Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 23

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 23
- 165 - húsið til að kyssa vinkonu sína og taka til hendi við eldhusstörfin. Herrarnir fengu ser óboðið stóra, svarta Napóleons- vindla úr öskju a símaborðinu, kveiktu í kunnattusamlega, stóðu svo beinir 1 baki og töluðu sína tunguna hver. Einn þeirra var miklu tigulegastur.. Hann var har og grannur með míkið svart har og umgerðarlaus gleraugu, sem hann þreyttist ekki á að fága með hvítum silkiklut, Augun voru daufgra og ser- staklega mæðuleg. Þegar hann talaði við folk, hallaði hann undir flatt og horfði á viðmælandann, eins og Kristur krossfest- ur á edikvöttinn endur. Þessi maður var skáld. Nokkur ljóða sinna hafði hann hirt i blaði, sem skólinn helt úti. Flest voru þau þunglyndisleg og fjölluðu um angan fölnandi blóma og ástarvonir, sem ekki reyndust nema bólur og heitrof. Þessi piltur, Páll Álfsson, hafði fyrrum verið róttækur og kallaði sig byltingar- sinna. En hann sá fljótt að ser, fór að lesa heimspekirit heðan og þaðan og þotti Spinósa svo sannfærandi að annað matti víkja. NÚ var sagt að hann væri farinn að brjóta heilann um MÓhammed og trúarbrögð hans og jafnvel að hann hefði gerzt þeirrar jatningar á ferð sinni til Danmerkur síðasta sumar. "Gjörið svo fel. " Þegar þessi hópur hafði safnast saman a hæðinni fyrir ofan með hjartað fullt af lotningu fyrir sjálfum ser og bróðurþeli til annara viðstaddra, settist Svavar Læks við píanóið. Þau stóðu á fætur og sungu sönginn um gleði stúdentsáranna, sem aldrei kæmi aftur. Þetta var mikil stund. Lagið, sem í senn reði yfir þrótti °g undarlegum trega, tók hvern huga fanginn, og textinn sómdi þvú vel. Að visu var hann ortur af gömlum meinlæta- manni á dögum krossferða - en hverju hreytti það? Enginn skynjar betur frænd- semi sína við duft jarðar og forgengileik- ann en nýstúdent. Svo var sezt, og allir voru hljoðir litla stund. Loks stóð ein- hver upp og lyfti glasi. Þau drukku skál langlffis og skólans síns gamla, þar sem þau höfðu átt svo góða daga, þrátt fyrir allt og allt. Það fundu þau bezt nú, þeg- ar lífið skyldi fara að taka á þeim hönd- sínum, hve mjög þau söknuðu hans. Jafnvel Jpeir sem lengri reynslu höfðu af skola smum en aðrir voru ekki alveg irnr vxð þessa tilkenningu. Ollum var 1 minni ræða gamla kennarans, sem vald- ist til að ávarpa þau. NÚ fyrst hæfist lífið, hafði hann sagt. Og lífið hnikaði hvergi til um þumlung fyrir öðrum en þeim, sem nytti daginn til fulls. Þessi orð hafði hann mælt af sórstökum þunga og enginn efaði sannleiksgildi orða hins aldna læriföðurs. Allir vissu, að sjálfur hafði hann nýtt daginn vel. En þvú fór fjarri, að þessi hópur væri her kominn til að sitja og horfa í skaut ser. Solla bað þau fyrir alla muni að fá ser aftur 1 glösin. Til hvers heldu þau að allt þetta kampavín hefði verið keypt? "Skál fyrir byltingunni, " sagði piltur sem het Björn. Hann var ur sveit og orti tvíræðar stökur 1 tómstundum. Það var gamall siður þeirra bekkjarbræðr- anna að skála fyrir einhverri byltingu, sem enginn vissi hvaða tilgangi skyldi þjona og óskaði þvú siður eftir. En þetta var merki um að nú skyldi taka til o- spilltra málanna. Það kom á daginn, að fleiru var til að dreifa en kampavíni. Bragðmeiri drykkir spruttu upp 1 hverju horni, an þess að nokkur þættist hafa hugmynd um, hvernig þeir voru þarna komnir. Það virtist aðeins þegjandi samþykkt, að ginflöskunum tveim og Ála- borgarákavítinu hefði rignt af himni ofan og meðtekið með þakklæti. Skyndilega heyrðist slegið 1 glasrönd. Fölleit stúlka með hrafnsvart hár og griðarmikla hálsfesti úr silfurpeningum reis á fætur. Hjá henni stóð undirleitur stxjörnuspekingur í smóking með hvíta hufu og glaðskyggni. Hann hagræddi gleraugunum og brosti kindarlega. ófim- legum orðum tilkynnti hann trúlofun þeirra. Viðstaddir lustu upp herópi. Hjonaefnin voru umkringd og árnaðarósk- ir gullu við. Leikurinn barst úr út stof- unni og niður stigann. Aðeins tveir menn urðu eftir. Skólaskáldið, sem fág- aði gleraugun sín, og piltur sem sat úti í horni, næstum 1 hvarfi við píanóið. Sa fyrrnefndi: reis ur sæti súnu. "Ketill, ert það þú, " sagði hann. Hinn leit snöggt upp. "já, sæll vertu, " svaraði hann. "Nú, - þá er dagur gleðinnar runninn upp. " Skolaskáldið lyfti glasi. "ÞÚ skálar lúklega við mig. " Ketill þreifaði niður með stólnum og fann vínið sitt. Þeir klingdu glösum og dreyptu á. L

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.