Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 24

Skólablaðið - 01.04.1965, Side 24
- 166 - "Gengu ekki prófin vel, " spurði Pall. Ketill svaraði ekki strax. "Ég varð lægstur, " sagði hann svo. "Hafðir þú ekki heyrt það? " "Nú, " sagði skólaskáldið og lezt vera hissa. "Getur það att ser stað? ÞÚ hefur verið óheppinn 1 meira lagi. " "O, já, " Ketill hafði hallað sór aftur í stólnum og var þannig 1 hvarfi við píanóið. "Ég mátti vita þetta. Ég hefði aldrei átt að koma nærri þessum skóla." "Þetta er ekki gott að heyra, " sagði skáldið Páll. "Ég helt að þú værir svo sleipur \ söjgu og móðurmalsgreinum. " Ketill hlo beizklega. "Ég sleipur? Nei, Páll minn. Ég er ekki sleipur. Alla mína skólatíð hefur ógæfan elt mig. Allt hefur orðið henni að vopni. " "Nei, heyrðu nu, " sagði hinn, sem þótti samræðurnar ekki 1 þeim dur sem þvílíku kvöldi hæfði. "ÞÚ lest sögu i Danmörku, eins og Jpig langaði til. Siglir 1 haust og sinnir þmum áhugamálum. " "Heldur þu, að maður með mína sögu- einkunn fái inni við Árhúsaskola? Aldrei. Ég sýni ekki þa búræfni að sækja um. Og eg ætla hvergi að sækja um, Páll minn. Ég er maður, sem enginn kærir sig um. " "Það dugar ekki að leggjast upp 1 loft. Að sjálfsögðu heldur þú áfram. Herlendis, ef ekki vill betur. " "Ég veit nákvæmlega hvar ég á heima" Ketill stóð upp ljómandi 1 pislarvætti sínu. Það var honum nautn að sannfæra aðra um volæði sitt. "ÞÚ skalt ekki halda, að óg vorkenni sjálfum mér, " sagði hann. "Ég fæ einhverja góða vinnu þar sem óg kemst sæmilega af. Það er mér nóg. Ég vona bara, að þið hin kom- izt vel áfram. " Hann bar glasið að vör- um ser og tók út það, sem eftir var í þvi. Páll þagði. Siðustu orð bekkjarbroð- ur hans höfðu snortið hann undarlega. Skyndilega fann hann svo til með þessum manni og þótti svo vænt um hann. Hann hafði sjalfur tekið við verðlaunum 1 latínu og frönsku daginn áður, og sigurgleðin blandaðist meðaumkun hans með Katli. Hann varð svo undarlega sæll, og þó vissi hann ekki, hvort hann átti að hlæja eða grata. En í" þvi heyrðist sunginn einn þessara tregasáru söngva á neðri hæðinni. Á þessari stundu hljómaði það eins og útfararsálmur. Páll stóð upp. Hann tok ofan gleraugun, þerraði snöggt augnakrókana og gekk rakleitt út. Ketill horfði hissa á eftir honum. Svo gekk hann að kampavínsflöskunni og fyllti glasið sitt á ný. Glaumurinn á neðri hæðinni færðist 1 aukana. Milli þess sem sungið var, drukku menn minni alls, sem hugsast gat. Hagyrðingurinn Björn hafði sezt að ein- um bekkjarbróður sínum og let hann hlusta á sig fara með ferskeytlur um horfna góðhesta og útreiðartúra. í mill- um skaut hann inn einni og einni efti'r sjálfan sig. Áheyrandi hans, þolinmóður meinleysingi með fljótandi augu, hlustaði viðstöðulaust en án svipbrigða. Aðeins þegar Birni tókst bezt upp, mátti greina vott af brosi í öðru munnvikinu. Upp á stigaskörinni stóð stúlka og táraðist í vasaklút. Það hafði sem só skyndilega runnið upp fyrir henni, hve lúfið var stutt. Það var ekki langt eftir að ellinnar ósi, þegar alls var gætt. Vinur hennar einn var kominn til hennar og reyndi að hugga hana. HÚn tók þvú vel, og nokkru seinna voru bæði horfin. Hvert, veit guð. "Goða kvöldið, " heyrðist ókunn rödd segja, sem kom utan úr horni. Forviða horfðu gestir þessa samkvæmis á lág- vaxna gamla konu 1 upplituðum lórefts- kjól og þrekinn axlahnyttan mann, nærri sköllóttan, 1 blárri skyrtu með breið axlabönd. Hvort þeirra um sig hólt á stafla af stroknu sængurlini 1 fanginu. Að baki þeirra stóð hurð í hálfa gátt og sá niður stiga. Enginn varð til að taka undir kveðju þessara furðulegu mann- eskja, sem einhvernveginn voru þarna komnar. "Góða kvöldið, " sagði maðurinn aftur og reyndi að láta sem ekkert væri. "Við ætluðum að fá henni SÓlveigu litlu þetta, sem konan var að þvo fyrir loft- skeytamálastjórann. " Hann leit af einum á annan með bæn um fyrirgefning á til- veru sinni í augunum. Þegar enn varð fátt um svör, gerðist hann hikandi og hagræddi varlega gleraugunum sinum. Og þarna stóðu þau hvort við annars hlið, gömlu hjónin, með svip barna í for- dyri munaðarleysingjahælis. Andspænis þeim stóð svo það fólk, sem framtúðin myndi kjósa sér að biskupum og sendi- herrum og vissi ekki, hvaðan á það stóð veðrið. Undrun þeirra var sennilega sömu tegundar og kúnversks fiskimanns j

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.