Skólablaðið - 01.04.1965, Page 33
ENN eitt ár hefur bætzt við sögu bóka-
safnsins fþöku, vonandi lokaárið í* leið-
indakafla þeirrar sögu. Næsta vetur mun
skorið ur um það, hvort Safninu verður
sýndur sá sómi, sem þvi ber innan veggja
þessa skóla, og þvá fenginn aftur fyrri
verustaður í* sal íjpöku, eða hvort það verð-
ur látið kúldrast afram í* nuverandi husa-
ky nnum.
NÚ er það orðið að raunveruleika, sem
aðeins var lausleg hugmynd í* haust, að
gerður hefur verið salur í* kjallara nýja
skólahússins þar sem kaffisala mun fara
fram, og unnt er að halda dansleiki ekki
veigaminni en 1 íþöku. Þetta var reynt
fyrir skömmu, og virtist mer ekki fara
verr um fólk 1 hinum nýju salarkynnum en
á böllum 1 fþöku áður. Þarna komust
a. m. k. aliir fyrir á dansgólfi, sem vildu,
en hinir gátu notið tónlistarinnar 1 sætum
sinum. Hins vegar kom það ósjaldan fyr-
ir, að hvoruj;t var gerlegt 1 íþöku.
Vúkjum nu að störfum vetrarins.
Fyrst er að nefna útlán, sem fóru fram á
þriðjudagskvöldum. Var framkvæmd með
svipuðu sniði og undanfarna vetur. Ætla
eg, að fiestir þekki það skipulag, eða öllu
heldur skipulagsleysi. Lítið sem ekkert
eftirlit hefur verið með þvú hvort menn
skiluðu aftur bókum, sem þeir höfðu feng-
ið að láni, enda ekki hægt um vik, þar eð
engar reglur voru til að fara eftir. NÚ er
hins vegar 1 ráði að bæta úr þessu með
því* að setja ákveðnar reglugerðir um út-
lán.
Skömmu fyrir jol færði bókaverzlun
Kron Safninu álitlega bókagjöf. Voru 1
henni aðallega útlendar bókmenntir. Gjöf-
inni fyl^di eins konar landabref af tunglinu,
þ. e. ljosmyndir af Mána gamla bæði bak
og fyrir (kortið er tjekkneskt) og eru ymis
kennileiti merkt inn a ljosmyndirnar. Hef-
ur Kron okkar beztu þakkir fyrir gjöfina.
Geta ber þeirrar nýbreytni, sem ákveð-
ið hefur verið að taka upp, en hún er, að
Safnið kaupi og láni út talplötur þær, sem
nú tíðkast svo mjög, en það eru hljóðritan-
ir á upplestri skálda og rithöfunda á verk-
um sínum. Til að byrja með, hafa verið
keyptar fjórar plötur, sem Plötusafnið átti
af þessarri gerð. Ef undirtektir nemenda
verða góðar, verður að sjálfsögðu haldið
áfram á þessarri braut, keyptar hljóðrit-
anir á leikritum 1 flutningi úrvalslista-
manna o.s.frv. , en töluvert mun vera til
af slíkum hljómplötum 1 verzlunum.
Þá er komið að þvá, sem merkast verð-
ur að telja 1 vetrarstarfsemi Safnsins, en
það er skráning alls Safnsins og gerð
spjaldskrár. Mál þetta hefur verið nokkuð
lengi á döfinni oj; m.a. verið rætt nokkrum
sinnum her í Skolablaðinu undanfarin ar.
Þar kom, að málið var borið upp við rekt-
or. í marz s.l. gerðist það, að rektor
kvaddi íþökunefnd a sinn fund og tilkynnti
henni, að hann hefði fengið sórmenntað
fólk til að aðstoða við skráningu bókasafns-
ins, þau Sigriði Guðmundsdóttur og Gunnar
Karlsson, en bæði hafa þau m.a. lokið prófi
í* bókasafnsfræðum frá Háskóla íslands.
Var þá þegar tekið til við skráninguna, og
hefur Gunnar unnið að henni dag hvern á-
samt Sigráði, en nefndarmenn 1 íþökunefnd
eftir því” sem skyndipróf og aðrar aðstæð-
ur hafa leyft.
í sambandi við skráninguna var rektor
svo velviljaður að láta Safninu 1 te geymslu-
herbergi úti í* nýjahúsi, og voru fluttar
þangað bækur, sem legið höfðu í* óhirðu uppi
á lofti gamla skólahússins. Kom þá 1 ljós,
að Safnið átti þar margt fágætra bóka og
tímarita, en eftir er að athuga það nanar.
Áformað er að halda skráningu Safnsins
áfram 1 sumar og ráða þá fleira fólk til
starfans ef þess gerist þörf, þannig að
spjaldskráin geti orðið tilbúin að hausti og
skemmtilegt væri, að Safnið kæmist um
leið aftur 1 öndvegi í* Iþöku.
í aprxl 1965
F. h. íþökunefndar - Sigurþór Aðalsteinss.