Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 34

Skólablaðið - 01.04.1965, Qupperneq 34
- 176 - viS KRISTIN ARMANNSSON REKTOR Ég er fæddur tuttugasta og áttunda september 1895. Á Snæfellsnesi, á Sax- hóli heitir það. Saxholl, lítið býli vest- an undir jöklinum. Rödd hans er tær og þýð, hann talar lagt, og orðin koma hægt, stundum tví"- tekin. - Faðir minn var bóndi, já, á Saxhóli. Hann situr gagnvart mer, spennir greipar á borðplötunni og hallar ser ei- litið fram. Svipurinn er mildur, ennið hátt, hárið hvítt og tekið að þynnast, nef'- ið bogið og hálsinn gamall. - En óg var ekki lengi strákur 1 sveit, heldur hann áfram, faðir minn fluttist hingað til Reykjavákur 1902. Ég gekk hór í barnaskóla, já, og Menntaskólann. - Hvernig þótti yður að koma hingað? Hann hikar og líítur ut um gluggann niður í portið hjá Iþöku. - Mer þótti það nu nokkuð furðulegt, þegar ég kom her fyrst í bæinn. Þetta var smabær að vísu, en nátturulega margt að sjá miðað við í fámenninu þar vestra. Margt að heyra og sjá. - Og yður líkaði vel í barnaskólanum? - Jaa, jaa, mér þotti gott að vera þar, - og líka ágætt að vera í Mennta- skólanum. Þá var maður nu sex ár her í Menntaskólanum. Það var töluvert líif og fjör her við Lækjargötuna, en auðvit- að miklu minna en nuna. í skólanum voru svona hundrað og fimmtíu manns, já, í mesta lagi hundrað og fimmtíu. - Hefur skolinn breytzt? - Ég veit nu eiginlega ekki. Ég er ekki viss um það. Nokkuð svona, býst óg við. - Og afstaða kennara til nemenda? - Ja, það er náttárulega dáldið öðru- vísi í skóla, þar sem engin heimavist er. Það er ekki eins náið samband milli kennara og nemenda, persónulegt samband er miklu minna, miklu minna. Og eftir því" sem skóli stækkar verður sambandið minna. - Námið ? - Það er nokkuð svipað. Nokkuð svipað, það er sízt lóttara, held óg. Hann brosir vingjarnlega og hagræðir ser í stólnum. - Hvaða kennurum munið þór serstak- lega eftir, þegar þór voruð nemandi, spyr óg. - Ja, mér þótti ná eiginlega vænt um þá alla, - svona flest alla. Þá voru herna ýmsir merkir menn. Steingríimur Thorsteinsson var rektor og orðinn mjög gamall og átti erfitt með að kenna. Hann var orðinn mjög gamall. Hann kenndi okkur fornaldarfræði, sem átti að koma í stað griskunnar. Las þýðingar ár grísku og svoleiðis. Hann var ser- kennilegur maður, en talsvert hrumur, þegar hann kenndi mer. Hann þagnar, og við heyrum DÓm- kirkjuklukkuna slá ellefu högg, sem ber- ast til okkar með vorsólinni. - Svo voru náttárulega menn eins og Geir Zoéga. Hann varð rektor á eftir Steingrími. Ég kunni vel við hann, bæði sem skólapiltur og samkennari hans. - Hvaða fög áttu hug yðar allan? - Málin. Mer þótti mest gaman að málum. En þegar eg kom upp í efri bekkina þótti mer láka gaman að stærð- fræði. - Og siðan?

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.