Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1965, Page 37

Skólablaðið - 01.04.1965, Page 37
- 179 - önnur skipun á þetta allt saman. Skrif- stofustörfin töfðu mig talsvert mikið. En samt sem aður lauk ég embættisprofi 1 latíriu, grísku og ensku árið 1923 og kom hingað til landsins sama ár og gerð- ist kennari hárna við skólann. Ég kenndi öll málin, það er að segja eg byrjaði að kenna grisku við Háskólann 1926, þegar Bjarni frá Vogi andaðist. Svo kenndi eg mikið dönsku, til dæmis í utvarpið. - Hvort haldið þér að se skemmti- legra að vera nemandi eða kennari ? - Það held óg, að se nu ákaflega ein- staklingsbundið, mjög misjafnt. En mér finnst kennarastarfið mjög gott starf. Mér hefur ætíð veitzt auðvelt að kenna. En ég hef bara haft svo mikið að gera oft og táðum. Kennarar kenna yfirleitt of mikið hérna á íslandi. Kjörin hafa verið svo bag, og eru það reyndar enn þá, að kennarar verða að kenna meira en hollt er, bæði fyrir þá og nemendur. - En fyrst við minnumst á kennara- stéttina, hvaða álit hafið þér á nuverandi einkunnagjöf? Hann þegir stutta stund, spennir greip- ar og horfir niður a borðið. - Þetta er ákaflega mikið vandamál. En ég held, að það mætti gera þær miklu einfaldari. Við höfum rætt um það í menntamálanefndinni að gera þær einfaldari. En það er bara ákaflega erf- itt að finna modicum, - það er að segja hæfilegan skala. Þetta er sitt á hvað og alltaf breytingum undirorpið. Þeir eru að þreifa sig áfram með þetta í Skand- inavíu. Þögn. Það hefur dregið fyrir sól, og Lækjargatan er grá. - Kerfið okkar er frá Þjóðverjum tek- ið. JÓn ófeigsson kynnti sér þetta í Þyzkalandi og kom með þessa breytingu frá gamla Órsteds-kerfinu, sem þotti láka óheppilegt. Það var haft eftir Dön- um. En ég veit ekki, hvort kerfið okkar verði langláft ur þessu. Það er talað um að breyta eitthvað einkunnagjöfinni, nokkuð svona, ef finnst eitthvað betra. Norðmenn hafa til dæmis miklu fábreytt- ari skala en við. Þeir hafa hann bæði i orðum og tölum. Það mætti til dæmis hugsa sér svona skala: Ekki nægilegt, nægilegt, í meðallagi, gott og svo ágætt. Eitthvað svoleiðis. Það verður að reyna að jafna nemendur meira. Ekki vera si- fellt með þessa 8, 2 og 8, 4. Það er stundum ákaflega erfitt að gera upp á milli manna, hvort þessi eigi að fá 9,4 og þessi 9, 8, eða öfugt. Það getur natt- árulega verið mjög erfitt. - En hvað sejjið þér um óvin eink- unnanna, félagslifið. - Það er nu ákaflega fjölþætt hérna i Menntaskólanum, og eiginlega prýðilegt að sjá, hve nemendur reynast vel í fé- lagsláfi. Ég tel það ákaflega gagnlegt menningarlega seð fyrir nemendur að hafa slíkt félagslíf, og mætti það haldast í Háskólanum. Ég veit nú ekki, hvort ég á að kalla felagastarfsemi óvin eink- unnanna. Það eru auðvitað alltaf ein- stöku nemendur, sem fórna sér einum of mikið, en það verða bara alltaf að vera einhverjir, sem gera það. En það er kannski helzt til mikið hjá sumum, - Nu brautskráir Menntaskólinn stöð- ugt fleiri og fleiri studenta. Er hægt að segja, að studentatalan sé of ha? Rektor sezt snöggt upp i stólnum, - Studentatalan? Nei, hún er náttúru- lega sizt of há. Að vísu eru ekki nema tvö Norðurlönd, sem hafa hærri studenta- tölu, Noregur og Svíþjóð, og það er bara nýlega, sem Sviar komust yfir okkur, - áður vorum við næstir Norðmönnum. Allar menningarþjóðir keppa að þvá að hafa fleiri stúdenta, þvi að kröfur til menntunar fara sívaxandi. Við þurfum heldur að vinna að þvú, að stúdentum fjölgi, en hitt. Stefnan er sú, að sem flestum gefist kostur a menntun. Það eru bara farnar mismunandi leiðir. - En stúdentsaldurinn, er hann of hár að yðar áliti? - Það er mikið um það talað, að hann sé of hár. Það er að mörgu leyti rett. Hann hefur hækkað í seinni tíð, til dæm- is reikna Svíar með, að studentsaldurinn hjá þeim sé 19 til 20 ár. Og félag menntaskólakennara í Noregi, Lektor laget hefur óskað eftir að hafa fjögurra ára menntaskólanám, eins og hér. En við mættum kannski lækka hann um eitt ár með þvi að herða á kröfunum í barna- skólum og gagnfræðaskolum. En aðeins eitt ár. Það er æskilegt, að nýstúdent- ar séu þvú sem næst fullþroska fólk. - Þá ætti ekki að lengja skólatímann hér i Menntaskólanum, stytta sumarleyfi og þess háttar.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.