Skólablaðið - 01.04.1965, Page 38
180 -
- Nei, mer finnst óþarfi að lengja
hann. Það mætti ef til vill stytta prófin
eitthvað, enda mikið rætt um það. Ég er
algjörlega á móti þvf að klippa af sumar-
leyfinu, af því* að óg tel það vera mjög
gott 1 litlu þjóðfélagi, að þeir, sem
stefna 1 hærri stöður eða vinna að menn-
ingarmálum, - að þeir kynnist láka öðrum
stettum. Þeir hafa ágætt af þvá að kynn-
ast atvinnugreinum landsins. Kynnast
fólkinu. Svo er aftur annað mál, að
námsáhuginn hefur minnkað. Ef til vill
stafar það af þvá, að nú eiga menn miklu
hægara með að stunda nam en aður. Her
\ gamla daga voru namsmenn eins konar
serróttindastótt. Þá þótti' fint að læra
og ganga 1 Menntaskólann. Nuna er nám-
inu jafnvel þröngvað upp á unglinga.
- Hefur unga fólkið breytzt ?
- Nei, ekki get ég sagt það. Þið haf-
ið ósköjp svipuð ahugamal og slikt. Það
er natturulega 1 annarri mynd, en ekki
ólíkt því”, þegar ég var her 1 skolanum
sem nemandi, og súðar sem kennari.
Margt líkt. Aðalmunurinn er fjöldinn.
Þetta er svo mikill fjöldi, að nemendur
þekkja ekki hvor annan. Það setur auð-
vitað sérstæðan svip á allt saman.
- En nú finnst sumum unga fólkið
heldur laust i rásinni?
Rektor brosir vingjarnlega.
- Ég veit nú ekki, hvort það er svo
mikil breyting á þvú. NÚ fer Reykjavúk
bráðum að geta talizt storborg. Borgar-
menningunni fylgir ætið dálíítil losung
meðal æskulýðsins. En mér finnst það
ekki tiltakanlegt, svona. FÓlk er oft að
leggja dóma sína á unga fólkið, neikvæða
dóma, en það eru mest allt slagorð, sem
rista ekki djupt. Það eru nattúrulega
alltaf einhverjir, sem eru lausir 1 reip-
unum, en sem heild er æskan mjög lik
þvá sem hún var fyrir fjörutíú árum.
Við sitjum inni a rektorsskrifstofu,
litlu herbergi, sem rúmar eitt skrifborð
og nokkra tugi storra, dökkleitra bóka.
Gegnum hurð berst kliður frá aðsetri
Guðrúnar ritara, símhringingar og rit-
vélargarg. Kennarastofan er tóm, eða
þvi sem næst, tveir kennarar sitja að
tafli, huldir reykjarmekki frá vindlingum
samstarfsmanna sinna.
- Hvernig hefur yður líkað við
rektorsembættið ?
- Mer hefur fundizt það að mörgu
leyti ánægjulegt starf. Ég kann vel að
meta æskufólk. Aðalgallinn er sa, að
þetta er allt of stór skóli, þetta er eins
og stærstu skolar erlendis. Annars hef
ég haft mikla ánægju af að vera hér,
bæði sem nemandi, kennari og rektor.
Ég á margar minningar frá þessu husi,
eins og vafalaust fleiri, sem dvelja hér
lengur eða skemur.
- Þér eruð ánægður með ævistarf
yðar ?
- já, eg get ekki annað sagt. Ef eg
ætti að velja aftur, mundi ég velja það
sama. Menntunin veitti mer það, sem
ég óskaði eftir, ánægju og atvinnu. Það
helzt vel 1 hendur að taka saman forn-
mál og nymál.
- Og vilduð þér segja eitthvað ser-
stakt að lokum?
Hann lítur upp, hikar.
- Ekki ennað en það....
Hann þagnar brot stundar.
- Þegar ég hætti nu herna við Mennta-
skólann, þá óska ég skólanum og öllum
nemendum hans og kennurum allrar
blessunar. Og árna heilla þessari gömlu
menntastofnun, sem hefur haft svo mikið
gildi fyrir okkar þjóð, að mínu áliti.
Ég stend á fætur, tek í hönd rektors,
hlýja og milda, muldra fátækleg kveðju-
orð og geng út 1 vorhretið.
j. ö. m.
RITDÓMUR, nokkuð sæmilegt og
frh. af bls. 163. vel lesandi. Annars
----------------- hélt ég að hið rúss-
neska nafn, sem
prýðir kvæði þetta, væri ritað Petrosjka
en ekki Petroskja.
Víðs vegar um blaðið hefur verið dritað
leirugum stökum og lélegum bröndurum,
en úr þvá þarf að bæta. Fleiri stökur hlýt-
ur að vera hægt að fá, og varla höfum við
það vanþróaða kímnigáfu, að virðast þeir
brandarar birtingarverðir, sem dreift er
hér og þar um ritið.
Annars er frágangur allur heldur léleg-
ur, forsíða illa unnin, auglýsingar andlaus-
ar og skreytingar heldur lakar. í heild er
blaðið vart meira en sæmilegt, og mætti
stefna að fækkun súðna og róttækum um-
botum a efni.
Ritað eftir beztu vitund og samvizku
á miðjum einmánuði ^65.
Hans Kr. Guðmundsson 5. -Z.